Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004
Helgarblað DV
Ég var staddur á Stanstedflug-
velli, þaðan sem lággjaldaflugfélög
ferja fólk um alla Evrópu. Ég hafði
hingað til litið á þau sem mikla
mannvini, enda eitt af fáum dæm-
um um þróun í rétta átt. En það álit
mitt var við það að breytast.
„Það er bannað að fara með hjól
nema í hjólapoka eða kassa,“ sagði
konan bak við afgreiðsluborðið hjá
Easyjet farþega-„þjónustunni".
„Veistu hvar ég get fengið hjóla-
poka eða -kassa?“ spurði ég.
„Þad eru engir slíkir til hér,“
sagði hún. „Það var maður hérna
um daginn sem reyndi að pakka
hjólinu sínu inn í pappa en við gát-
um ekki hleypt honum um borð.“
Hennar besta tilboð var að ég
færi í næsta bæ og reyndi að verða
mér úti um hjólapoka og færi svo
með seinni flugvél til Edinborgar.
Ég hafði ekki um neitt að velja
nema gangast við því eða skilja
hjólið eftir.
Hjólabúðir í sitthvorum enda
bæjarins
Næsti bær við Stansted-flugvöll
heitir Bishops Stortford. Þar eru
þónokkrir barir og veitingastaðir
og skuggalega mikið af hárgreiðslu-
stofum, en einungis tvær hjólabúð-
irnar. Þær eru heppilega staðsettar
á sitthvorum enda bæjarins,
kannski svo að menn geti prófað
vörurnar meðan þeir koma sér í
miðbæinn. Ég gekk út úr rútunni
og fann á endanum aðra búðina.
Ég spurði afgreiðslumanninn hvort
hann væri með hjólapoka.
„Þú ert að fljúga með Easyjet, er
það ekki?“ spurði afgreiðslumaður-
inn sem var einkennilega líkur
froski í útliti. Ég jánkaði því.
„Það kom straumur af Easyjet-
farþegum hingað um helgina og
keypti alla hjólapokana, því mið-
ur.“ Gat verið að Easyjet og hjóla-
salar Bishops Stortford væru að
stunda ólöglegt viðskiptasamráð
til að auka sölu á hjólapokum? Ég
hafði um lítið annað að velja en
halda í hina búðina. Þegar ég kom
Rútan keyrði upp að
skýlinu og ég sá bíl-
stjórann hlæja að mér
þegar hann nálgaðist.
Það vissi þó að
minnsta kosti á gott
að hann hafði húmor
fyrirmér.
Bréf frá Bretlandi
Valur Gunnarsson
eráferðalagi um
Bretland - með stóran
kassa.
á leiðarenda var hún lokuð. Ég leit
á skiltið á hurðinni. Þar sagði að
hún væri opin á milli kl. 9 og 12 og
13 og 16. Eg leit á klukkuna. Hún
var 13.30. Eg kveikti mér í sígar-
ettu. Hvað var nú til bragðs að
taka?
Gamall maður kom gangandi í
áttina að mér með reiðhjól sitt. „Er
lokað?" spurði hann.
„Það virðist vera,“ svaraði ég.
„Ansans. Og mig sem vantaði
loft í dekkin."
Beðið með bæjarbyttunni
Skömmu síðar kom bæjarbyttan
svífandi að, einnig á hjóli. „Eruð
þið að bíða eftir verkstæðiseigand-
anum?" spurði hann.
Við játtum því báðir. „Hann
kemur bráðum," sagði bæjarbytt-
an. Rétt í því kom maður keyrandi í
hlaðið á Ford Escort. Hann gekk út
og opnaði dyrnar að verkstæðinu.
„Hvað get ég gert fyrir ykkur?"
spurði hann.
„Áttu hjólapoka?" spurði ég.
„Nei, ekkert slíkt.“
„En kassa?" bætti ég þá við.
„Jú, ég á einn tóman kassa,"
sagði hann og hvarf bakvið.
Skömmu seinna birtist hann aftur
með mannhæðarháan pappakassa
utan af hjóli. „Þú mátt eiga hann,"
sagði örláti hjólasalinn.
Hann fór að hjálpa bæjarrónan-
um að skipta um keðju á hjólinu
eftir mikið prútt um verð og ég
gekk aftur í áttina að Bishops Stort-
ford með kassann. „Stór kassi sem
þú ert með," kallaði stelpa út um
opna bílrúðu.
Ég spurði hvaða rúta færi aftur í
áttina að flugvellinum. Mér var
bent í áttina að rútuskýli. „Hann
stoppar þarna," var mér sagt. „En
ég veit ekki hvort þeir hleypa þér
inn með kassann."
Ég stóð áhyggjufullur á stoppi-
stöðinni. Hvað myndi gerast ef þeir
hleyptu mér ekki um borð með
kassann? Það var allt of langt að
labba aftur út á völl.
Rútan keyrði upp að skýlinu og
ég sá bflstjórann hiæja að mér þeg-
ar hann nálgaðist. Það vissi þó að
minnsta kosti á gott að hann hafði
húmor fyrir mér.
Valur 1- Bretlandseyjar 0
Ég rogaðist með kassann út úr
rútunni og inn á völl. Ég endur-
heimti hjólið og var að reyna að
koma því inn í kassann þegar tveir
Rammsteinlegir Þjóðverjar stóðu
upp, gengu upp að mér, tóku það í
sundur og settu það inn. „Danke
Schön," sagði ég við þá og þeir sett-
ust aftur.
Ég tróð kassanum upp á hjóla-
grind og kom mér aftur út að Easy-
jet-innganginum. Konan tók upp
talstöð þegar hún horfði á mig
nálgast.
„Maðurinn sem við hleyptum
ekki um borð áðan er nú kominn
aftur með kassa á stærð við hús."
Hún hlustaði á svarið. „En má ég að
minnsta kosti rukka hann um far-
angursgjald?" Hún hlustaði aftur á
svarið og horfði á mig vonsvikin.
„Þú mátt fara um borð,“ sagði hún.
Valur 1 - Bretlandseyjar 0. Ég var
loksins á leiðinni til Skotlands. En
eftir reynslu mína af breskum sam-
göngum var ég búinn að ákveða að
forðast þær eins og mögulega hægt
væri og hjóla aftur til Stansted. Eng-
land var að minnsta kosti nið-
urímóti frá Skotlandi. En það var
það eina sem leit vel út við þessa
ferð. Nú var bara að sjá hvort ég
myndi nokkurn tímann komast á
leiðarenda.
Valur og kassinn
Vatur Gunnarsson, blaða-
maður og kvikmynda-
gagnrýnandi, lentií
miklum hrakförum við að
reyna að flytja reiðhjól
með lággjaldaflugfélagi
til Bretlandseyja.
Að taka til óspilltra málanna
Á hverju ári fáum við að heyra og
lesa í fjölmiðlum að sú spilling sem
viðhefst á íslandi sé með því minnsta
sem þekkist innan rflcja OECD. Þetta
yljar okkur iðulega um hégómafullar
hjartarætumar. Það gera einnig fjöl-
margar aðrar kannanir sem skipa
okkur í flokk með allra bestu ríkjum
innan Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar, en það kallast OECD á
hinu ástkæra og ylhýra. Hver kann-
ast til dæmis ekki við það að hugsa
með sjálfum sér: „Djöfull erum við
ffábær," (segja það jafnvel í hálfum
hljóðum) um leið og frétt um könn-
un OECD sleppir. Það veit Guð að ég
er sekur í hvert sinn.
Inni á milli koma þó niðurstöður
úr könnunum sem eru okkur ekki í
hag, ef svo má að orði komast. Ég
man til dæmis eftir einni sem sagði
að innan OECD skrópuðu íslenskir
unglingar einna mest í skólanum.
Það hefði hins vegar ekki þurft
neina OECD-könnun til að segja
mér það. Ég man hvernig það var
þegar ég var unglingur og svona
hegðun á það bara til að versna. Við
erum hins vegar sýnu duglegri við
að gleyma þeim könnunum, því
þær skemma póstkortið sem við
eigum af sjálfum okkur í huganum;
þessu þarna þar sem við stöndum
einbeittt á svip fyrir framan gríðar-
stórt álver, sem fellur eins og flís við
rass inn í stórbrotið landslagið, og
þvert yfir myndina stendur skrifað
með stórum Morgunblaðsstöfum:
Lítil en stórhjarta, fámenn en ótrú-
lega dugleg að vakna á morgnana!
En aftur að spillingunni. í hvert
skipti sem niðurstöður koma úr
könnunum OECD um að spilling sé
í mýflugumynd á íslandi, fylgir þó
alltaf neðanmáls að þrátt fyrir að
spilling sé í litlum mæli á fslandi
miðað við aðrar þjóðir, sé um leið sá
háttur á hér á landi að sumt það
Pissað upp í vindinn
sem aðrar þjóðir skilgreina sem
spillingu er alls ekki skilgreint sem
slíkt á íslandi. Og þetta finnst mér
alltaf jafn merkilegt að heyra á
hverju ári. Eitthvað sem við gerum á
hverjum degi með bestu samvisku
er í öðrum löndum talið hin argasta
spilling.
„Hvað er það, maður?" hrópa ég
til fréttamannsins í hvert skipti. En í
stað þess að svara mér, snýr hann
sér iðulega að því að telja upp þær
þjóðir sem eru mest spilltar og svo
þær sem eru minnst spilltar. Og svo
fæ ég gæsahúð þegar ísland er talið
upp en verð aftur svolítið þung-
lyndur þegar ég heyri að Finnland
er fyrir ofan okkur. Nokkrum sek-
úndum seinna er ég búinn að
gleyma því sem var í raun merkilegt
við fréttina og man það svo ekki aft-
ur fyrr en að ári.
Nú veit ég ekki hvenær næstu
niðurstöður úr árlegri spillinga-
könnun OECD verða kunngerðar.
En þú værir þá kannski, lesandi
góður, þegar þú heyrir fréttina, til í
að hrópa með mér að blessuðum
fréttaþulinum?
Við verðum að taka helvítis
Finnana! Ekki satt?
Höskuldur Óla&son