Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 34
1- 34 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV í bókinni Da Vinci lykillinn er byggt á þeirri kenningu að hin franska konungsætt Meróvingar hafi verið komin af Jesú frá Nasaret. Kenningin er fáránleg, þó ekki sé nema af þeirri ástæðu að Meróvingar voru svo sannarlega ekki kristilegir í fasi og framkomu. í ættinni bárust drottningar á banaspjótum, kóngar voru myrtir og menn hikuðu ekki við að drepa nána ættingja. Vinsældir skáldsögunnar Da Vinci lykillinn eftir bandaríska spennusagnahöfundinn Dan Brown byggjast fyrst og fremst á því að honum hefur auðnast að skapa spennandi atburðarás upp úr fárán- legu kenningarugli sem á kreiki hef- ur verið um alllangt skeið, um að franska konungsættin Meróvingar hafi verið afkomendur lesú frá Nasaret og Maríu Magdalenu. Og að enn í dag sé uppi fólk sem getur rak- ið sig beint aftur til Merövinga og þaðan til Jesú. Þessari kenningu var fyrst komið á flot fyrir ævalöngu af Meróvingum sjálfum eða stuðnings- mönnum þeirra og var tilgangurinn vitaskuld að styrkja tilkall ættarinn- ar til konungstignar. Flottari ætt var náttúrlega ekki hægt að skarta en frá Jesú sjálfum! Þetta „kenningarugl" er „fárán- legt" af mörgum ástæðum. En ein, og sú sem ætti kannski að vera aug- ljósust, er að hafi Meróvingaættin verið komin frá Jesú, þá sýnir það að minnsta kosti að ættin hefur verið orðin helst til útvötnuð þegar á kon- ungsstólinn kom. Og gildi þess að vera kominn af Jesú í besta falli um- deilt þegar um er að ræða slíkt erki- hyski sem Meróvingarnir voru. , Rómverjar réðu hinni svonefndu Gallíu í 500 ár og settu óafmáanlegt mark sitt á svæðið. Þegar hða tók að árinu 500 eftir Krist var Rómaveldi hins vegar mjög á fallanda fæti í vestri og fjölmargir germanskir þjóð- flokkar ffá Þýskalandi og Norður- löndunum voru á góðri leið með að leggja flestöll landsvæði Rómar und- ir sig. Inn í Gallíu sóttu ekki síst hinir svonefndu Frankar sem lengi höfðu búið við Rín. Þar kom um síðir að þeir lögðu Gallíu undir sig og þar var á ferð fyrsti kóngur Meróvinga, Klóvis að nafni. Klóvis myrðir ættingja sína Klóvis fæddist um 466 og náði brátt völdum yfir Frönkum með sam- blandi af kænsku og ruddaskap; hann lét til dæmis drepa flestalla þá ættingja sína sem nærri höfðingja- tigninni stóðu svo á endanum var hann óumdeildur leiðtogi. Tvítugur að aldri vann hann slíkan sigur á = Rómverjum að síðan má heita að Gallfa verður Frankaland Hér má sjá ríki Meróvinga eins og það varð stærst er það náði langt inn í hið núverandi Þýskaland. En I þessaristærð varö það þó ekki langlift. Synirnir voru fjórir og hver fékk sinn part af ríkinu. Eftir að einn þeirra andaðist lögðu tveir bræður hans ríki hans undir sig og myrtu börnin hans. rómversk yfirráð yfir Gallíu hafi verið úr sögunni. Og Klóvis orðinn kóngur þar í staðinn. Hann stóð svo í látlaus- um hernaði gegn öðrum germönsk- um ættbálkum sem einnig girntust hinar auðugu lendur Gallíu og gekk svo vel að við andlátið árið 511 réði hann mestöllu landinu. Og fór Gallía þá smátt og smátt að draga nafn af Frönkum og kallaðist á endanum Frakkland. Meróvingar taka kristni f leiðinni hafði Klóvis tekið kristni. Og fljótlega eftir það virðast þeir hafa farið markvisst að breiða út þá þjóð- sögu að þeir væru með einhverjum hætti runnir frá Maríu Magdalenu - og sennilega Jesú sjálfum - þótt sú þjóðsaga hafi raunar alltaf gengið svo rækilega í berhögg við kenningu kirkjunnar um einlífi Jesú að hún var aldrei almennilega sett fram opin- berlega, heldur var hvíslað um hana í skúmaskotum en séð um að hún dæi ekki út. Og altént virðist ekki hafa hvarflað að Meróvingum að hið meinta ætterni setti þeim einhverjar verulegar skyldur á herðar, né heldur kristnitakan. Að minnsta kosti sýndi Klóvis andstæðingum sínum fulla og óskoraða hörku þótt hann aðhylltist nú opinberlega kærleiksboðskap hins meinta forföður síns, ffelsarans. Frá pólitísku sjónarhorni var Klóvis hins vegar að ýmsu leyti dug- mikill stjórnandi. Hann gerði París að miðpunkti ríkis síns og þótti vinna gott starf við að skipuleggja innviði þess, svo jafhvel óhæf stjórn og sund- urlyndi sona hans og afkomenda náðu ekki að brjóta niður ríkið. Synirnir voru fjórir og hver fékk sinn part af ríkinu. Eftir að einn þeirra andaðist lögðu tveir bræður hans ríki hans undir sig og myrtu börnin hans; að lokum var aðeins einn sonanna eftir á lífi og hafði náð öllu ríki Klóvisar undir sig. Hann hét Klótar I og þegar tók að kortast ævi hans gerði hann nákvæmlega sömu mistök og karl faðir hans hafði gert. Hann ákvað sem sé að eftir hans dag skyldi ríkið skiptast milli fjögurra sona hans sem var ekki annað en ávísun á togstreitu, deilur og stríð. Spænskar kóngsdætur, í raun- inni sænskar Klótar I dó svo árið 561 og synirn- ir tóku við hver sínum hluta ríkisins. Einn þeirra hét Sigbert og hann gekk að eiga Brúnhildi kóngsdóttur ffá Spáni. Hún var að vísu gotneskrar ættar en þá höfðu sest að á Spáni þeir germönsku Vestur-Gotar frá Svíþjóð sem víða höfðu flakkað undanfamar aldir og mjög létu að sér kveða á upp- lausnarárum Rómaveldis. Brúnhildur virðist hafa verið snotur kona og systir hennar ekki síður en sú hét Galsvinta. Eftir að Sigbert Meróvingur var kvæntur Brúnhildi ákvað einn bræðra hans, eða hálfbræðra reyndar, að höggva í sama knérunn og vildi eiga Galsvintu. Gallinn var bara sá að þessi bróðir Sigberts - Sjilperik - átti þegar unnustu sem hann elskaði heitt og hét hún Friðgunna. Vildi hún ólm komast í hásætið til hans en Sjilperik ákvað um síðir að póli- tísk sjónarmið vægju þyngra en ein- tóm ástin og frá pólitísku sjónarmiði væri gott fyrir sig að tengjast vestur- gotneska kóngsríkinu á Spáni. Gaf hann því Friðgunnu sína upp á bát- inn um skeið. Drottning finnst dauð í rúmi sínu Galsvinta lagðist þá í hjónasæng Sjilperiks og þær systur, hún og Brúnhildur, voru nú báðar orðnar Meróvfngadrottningar, hvor yfir sín- um parti Frakklands. En Friðgunna var ekki dauð úr öll- um æðum; hún sá eftir Sjilperik sín- um og tók þegar að brugga Galsvintu launráð. Segir fátt af framkvæmdum nema hvað skömmu síðar fannst Galsvinta dauð í rúmi sínu og kóngs- ins Sjilperiks og hafði hún verið kyrkt. Friðgunna hafði sannanlega ekki framið það morð sjálf en flestir þóttust hins vegar vissir um að hún hefði ráðið einhvern óþokka til verksins. Nema hvað Sjilperik kóng- ur, hann vildi ekki trúa neinu vondu upp á sína gömlu kærustu Friðgunnu. Reyndist ást hans til hennar fráleitt slokknuð og leið nú ekki á löngu þangað til Friðgunna var orðin drottning í ríki Sjilperiks. Virtist um stund allt í lukkunnar standi. Kóngur myrtur úr launsátri En Brúnhildur var ekki glöð. Hún var meðal þeirra sem töldu víst að Friðgunna hefði látið myrða Galsvintu og vildi ekki unna sér hvfldar fyrr en hún hefði hefnt morðsins á systur sinni. Og tók hún nú að róa í Sigbert manni sínum og eggjaði hann að setja rækilega ofan í við Sjilperik bróður sinn og hans vondu drottningu Friðgunnu. Sigbert hafðist ekki að um skeið en gerðist nú kalt milli bræðranna. Friðgunna hafði löngu sýnt að hún hafði bein í nefinu og manaði hún Sjilperik til að láta hvergi sinn hlut fyr- ir bróður sínum. Vart hefur það verið eingöngu út af undirróðri chottning- anna tveggja en altént braust um síðir út stríð milli þeirra Meróvingabræðra, Sjilperiks og Sigberts. Deildu þeir um landamerki milli rflcja sinna. Stríðið stóð þó ekki lengi því þegar Sigbert var á leið til eins bardagans var ráðist að honum úr launsátri og hann höggvinn til bana með öxi. Arásarmaðurinn var óþekktur og komst undan en Brúnhildur var nátt- úrlega ekki í vafa um að árásin væri runnin undan rifjum svilkonu sinnar, Friðgunnu. Hún lét þó ekki til skarar skríða að sinni heldur settist nú sjálf á valdastól og myndi ríkja þangað til sonur hennar og Sigberts yrði nógu gamall til að taka við völdunum en hann var þá á barnsaldri. Og var ffið- ur saminn milli rfkja þeirra Sjilperiks og Brúnhildar. Drottningar beita eiturbyrlur- um og launmorðingjum En þótt friður ríkti á yfirborðinu kraumaði undir niðri og næstu ára- tugina beittu drottningarnar tvær óspart eiturbyrlurum og launmorð- ingjum til að klekkja hvor á annarri. Svipaði sögu þessara tíma mjög til þess kafla Brennunjálssögu þar sem þær Bergþóra og Hallgerður lang- brók vegast á með þrælum sínum og launmorðingjum. Arið 584 dró held- ur betur til tíðinda því þá var Sjilperik sjálfur veginn úr launsátri. Friðgunna tók við ríki hans svo nú ríktu tvær drottningar yfir stórum hluta ríkis Meróvinga. Saga þeirrar baráttu sem nú fór í hönd er svo flókin að engin leið er að henda reiður á henni í stuttri blaða- grein en nægir að taka fram að enn máttu menn hrynja niður til að svala metnaði drottninganna tveggja. Þótti það verst þegar Friðgunna myrti stjúp- son sinn, ungan son Sjilperiks heitins og Galsvintu sálugu. Morðið framdi Brún- hildur svo sonur henn- ar sjálfrar og Sjilperiks gæti náð völdunum og gerði hann það um síð- ir og nefndist Klótar II. Brúnhildur grét þurrum tárum Friðgunna andaðist síðan á sóttarsæng árið 597 og er sérstaklega tekið fram í heimildum að enginn grunur hafi í þetta sinn vaknað um að maðkur væri í mysunni og Brúnhildur stæði í reynd á bak við dauða hennar - þótt hitt blandaðist engum hugur um að Brúnhildur grét andlát svilkonu sinn- ar þurrum tárum. Sjálf lifði Brúnhildur í hálfan annan áratug enn og lét margt illt af sér leiða en að lokum fékk hún makleg málagjöld þótt að sönnu verði varla sagt að nokkur mann- eskja - hversu ill sem hún kann að vera - eigi skilið svo hroðalegan dauðdaga sem Brúnhildur þurfti að þola. Hún féll nefnilega að lok- um í hendur Klótars 11 og þar sem hann taldi sig þurfa að hefna fyrir margt og mikið sem Brúnhildur hefði gert honum og ættmennum hans - þá upphugsaði hann sér- lega kvalafullan aftöku- máta fyrir Brúnhildi. Ef eitthvað skyldi nú vera til í þeirri kenningu. að Meróvingar hafi verið afkomendur Jesú Krists, þá verður í þessu tilfelli að segja að eplið hefur verið fallið ansi langt frá eikinni á þeim rúmu 500 árum sem liðin vom frá dauða hans á krossinum - svo hrottalega sem Klótar lét fyrirkoma Brún- 10 hildi drotmingu. Drottning líflátin á hroðalegan hátt Hún var þá orðin roskin að árum en virðulegur aldur kom síst í veg fýrir að Klótar kóngur sýndi henni fyllstu hörku og miskunnarleysi, enda svo sem mála sannast að slflct hafði hún aldrei sýnt öðmm meðan hún var og hét. Fyrst lét Klótar pynta drottning- una gömlu þrotlaust í þrjá sólarhringa og það á svo hroðalegan hátt að með engu móti er hægt að rekja það í virðulegu fjölskyldublaði eins og Helgarblaði DV. Hann lét þó gæta þess sérstaklega að þótt pyntingamar væm í alla staði hinar svívirðilegustu, þá myndu þær ekki ganga af Brún- hildi dauðri, heldur þyrfti hún ömgg- lega að upplifa allan þann sársauka með fullu ráði og rænu. Þegar pyntingameistarar Klótars kóngs vom svo búnir að pína kerl- ingargreyið á allan þann hátt sem þeir kunnu í þessa þrjá sólarhringa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.