Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 37
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 37 V* y^-v ■ Smaskifa 1: Mein Teil Það er greinilegt að samtímavið- burðir eru Rammstein yrkisefni á Reise, Reise. Fyrsta smáskífulagiö Mein Teil („minn partur") er byggt á sögu þýsku mannætunnar og tölvufræðingsins Armins Meiwes sem auglýsti á netinu eftir manni sem vildi láta borða sia. Armin drap og át verk- fræðinginn Bernd Júrgen með fullu sam- W3L þykki þess siðarnefnda og ) tók viðburðinn upp á mynd- band. Hann var ____________ dæmdurfyrir |„einTe|1“ Erbyggtá morð i arsbyrj- sög(l þýS/(U mannætunn- un 2004. arArmins Meiwes. ,.Þú ert Myndbandið paö sem þú borðar." við Mein Teil -------- var gert af Zoran Bihac sem gerði m.a. hið frábæra Links 2 3 4, maura-mynd- band. Þetta er skuggaleg veisla full af ofbeldisfullum átökum og niðurlægingu. Eftir að hafa þegið munnmök frá manni með engla- vængi myrðir Till Lindemann söngvari hann og étur... Mynd- bandið endar svo á þvi að Christoph trommari, klædduri kvenmannsföt sést á röltinu um stræti Berlínar með aðra meðlimi sveitarinnar í bandi. Þeir eru á fjórum fótum með hundaáíar. Amerika Rammstein bregð- ur sér iýmis bandarísk gerfi t Amerika-myndbandinu. Smáskífa 2: Amerika! „IVe're all living in Amerika/Amerika ist wunder- bar...We're all living in Amerika/Coca-Coia, Wonder- bra...“. Svona hljómar viðlagið i laginu Amerika sem erönnur smá- skifan afReise, Reise, væntanleg 4. október. Það verður fljótlega Ijóst að þessi bráðfyndni ástaróður tilAmeriku er eitthvað málum blandinn. I enda lagsins er viðlagið orðið: „We're all living in Amerika/Coca- Cola, sometimes war..." „Lagið er tvírætt í garð Bandarikj- anna, “ segir Christoph Schneider trommuleikari Rammstein um Amerika.„Það var samið þegar íraksstríðið var að bresta á þannig að það er auðvitað gagnrýni í því." Og hann segir lagið eigin- lega ekki vera um Bandaríkin heldur allan heiminn.„Það sem textinn er raunveruiega að segja er að þrátt fyrir allar þær ástæður sem maður getur haft til þess að gagnrýna Bandaríkin fyrir hvað þau hafa gert heiminum þá verð- um við að viðurkenna að stór hluti afokkar einkennum og smekk á rætur sinar að rekja til ameriskra hluta, drauma og hugsjóna." Það hefur farið frekar lítið fyrir þýsku hljómsveitinni Rammstein síðustu ár, en hún er nú að stíga aftur fram i sviðsljósið. Á mánudaginn kemur fjórða platan hennar, Reise, Reise, í verslanir og framundan er heljarinnar tónleikaferð. Trausti Júlíusson hlustaði á plötuna og forvitnaðist um hvað meðlimir sveitarinn- ar hafa verið að gera síðustu ár. lilvistarkreppa og endur „Við áttuðum okkur á því ad einu takmark- anir Rammstein voru þær sem við sjáífir settum sveitinni." „Við urðum að komast burt. Fá smátíma út af fyrir okkur. Áður en við færum að berja hvem annan,“ segir Christoph Schneider, trommuleikari þýsku hljómsveitarinnar Ramm- stein, í viðtali við tímaritið Kerrang! nýlega um fríið sem sveitin fór í árið 2002. Rammstein var í fríi meira og minna allt síðasta ár ög á tímabili leit út fyrir að sveitin væri að leggja upp laupana. Svo fór þó sem betur fer ekki og ný Rammstein-plata, Reise, Reise, kemur í verslanir á mánudag- inn. Varð til í nýfrjálsu A-Þýska- landi Saga Rammstein er nokkuð vel þekkt hérlendis. Hljómsveitin var stofriuð í Schwerin í austurhluta Þýskalands árið 1994, skömmu eftir fall jámtjaldsins, af þeim Richard Z. Kruspe-Bemstein gítarleikara, Oliver Riedel bassaleikara, Christoph „Doom“ Schneider trommuleikara og Till Lindemann söngvara. Litlu seinna bættust Paul Landers gítar- leikari og Christian „Flake“ Lorenz hljómborðsleikari í hópinn. Meðlimir Rammstein höfðu allir verið óbreyttir launamenn í Austur- Þýskalandi, en höfðu líka verið í ýms- um hljómsveitum áður en Ramm- stein varð til. Richard hafði flúið vest- ur og stofnað hljómsveitina Orgasm Death Gimmicks í Berlín árið 1993 en sneri aftur á heimaslóðir þegar múr- inn féll. Till hafði verið í ólympíuliði Austur-Þýskalands í sundi. Hljóm- sveitin var nefnd efdr Ramstein-flug- sýningunni þar sem 80 manns létu lfflð í hræðilegu slysi 28. ágúst 1988, en til þess að fela þá tengingu bættu þeir einu m-i í naftúð. Iðnaðarrokk og karlmannieg- ur perraskapur Fyrsta plata Rammstein, Herzel- eid, kom út í september 1995 og seinna það ár fór sveiún í sína fyrstu tónleikaferð um Þýskaland. Síðan þá hefur leið hennar legið upp á við. önnur platan, Sehnsucht, kom út í ágúst 1997 og sú þriðja, Mutter, í apr- íl 2001. f millitíðinni kom tónleika- platan Live aus Berlin (des. 1999). Hljómsveitinni óx stöðugt ásmeg- in. Iðnaðar-þungarokkið þeirra varð þéttara og fullkomnara með hverri nýrri plötu og tónleikar sveitarinnar sem frá byrjun vom mjög sjónrænir þróuðust í allsheijar rokk-kabarett með eldspúandi fallbyssum, stór- kostlega ýktum og yfirdrifnum sviðs- búningum og karlmannlegum perra- skap. Vinsældir sveitarinnar fóm vaxandi úú um allan heim. En þegar tónleikaferðmni í kjölfar meistar- verks sveitarinnar Mutter lauk á miðju ári 2002 vom menn búnir að fá nóg. Tilvistarkreppa og endurfæð- ing „Þegar þú stofnar hljómsveit þá em markmiðin ekki mjög háleit," segir Christoph í fyrmefridu viðtali. „Þegar Rammstein byrjaði virúst það að komast eitthvað áfram í Þýska- landi vonlaust. Viö urðum að gera allt sjálfir ... Að spila úú um allan heim vom bara draumórar. Svo þeg- ar maður er búinn að gera alla þessa hluú sem mann dreymir um þá spyr maðursig: „Oghvað nú? Hvað getum við gert núna?““ Efúr Mutter-tónleikaferðina var Rammstein í tilvistarkreppu. Með- limimir vom búnir að fá alveg nóg hver af öðrum og þeim fannst þeir vera búnir að fúllkomna Rammstein- hljóminn. í mars 2003 vom menn famir að tala um önnur verkefni á tónlistarsviðinu og það stefndi í að Rammstein myndi bara hætta efúr 10 ára feril. En þá rann upp fyrir þeim ljós. Christoph: „Við áttuðum okkur á því að einu takmarkanir Rammstein vom þær sem við sjálfir settum sveit- inni. Ef við gætum fundið eitthvað nýtt til þess að miðla þá væri ffamtíð fyrir Rammstein. í staðinn fyrir að fara alltaf lengra og reyna að verða stærri og stærri þá ákváðum við að einbeita okkur að okkur sjálfum. Leita inn á við.“ Og Rammstein fór að vinna að gerð Reise, Reise. Fjölbreytt plata Reise, Reise var teldn upp á nokkrum stöðum í heiminum: Ein- hveijir hlutar vom teknir upp í Bandaríkjunum, eitthvað á Spáni, í Berlín og á fleiri stöðum. Htin er svo- lítið frábmgðin fyrri plötunum þó að það heyrist alveg langar leiðir að þetta er Rammstein. Reise, Reise er fjölbreyttari tón- listarlega heldur en fyrri plöturnar. Gítararnir em ekki jafn yfirgnæfandi. Hávaðaveggurinn ekki jafh þéttur. Richard Z. Kmspe-Bemstein sem er aðallagasmiður sveitarinnar hefur engar áhyggjur af því að platan eigi ekki eftir að falla í kramið hjá Ramm- stein-aðdáendum. „Við erum þaö ánægðir með þessa plötu að þó að hún seljist ekki jafti mikið og síðustu plötur þá Ktum við samt líta á hana sem sigur. Stundum er velgengni mæld í því hvað margar plötur þú selur en ekki hversu góðar þær em. Það hlýtur að vera rangt. Ég meina, er Britney Spears betri listamaður en Nine Inch Nails af því að hún selur fleiri plötur?" Góður punktur... Ótrúlegar vinsældir hérlendis Rammstein á harðan kjarna að- dáenda úti um alian heim. Sveitin er nokkuð vinsæl í heimalandinu (en líka umdeild), en víðast hvar annars staðar eru fylgismenn hennar frekar fáir en heittrúa. Undantekningin er einangrað eyríki í norðurhöfum. Rammstein er eina hljómsveitin sem hefur haldið tvenna tónleika í Laugardalshöllinni og selt alla miðana á rúmum klukkutíma á þá báða. Það ríkti algjört Ramm- stein-æði þegar sveitin kom hingað og spilaði í Höllinni 15. og 16. júní 2001. Það var engu Itkara en þjóðfélagið allt væri undirlagt og þýsku túristarnir í miðbænum hristu hausinn í forundran. Plötur Rammstein hafa líka selst mjög vel hér á landi. Sehnsucht er komin í rúm 6.000 eintök og Mutter er búin að seljast í meira en 9.500 eintökum sem er gott ef maður heitir Bubbi Morthens, en algjör klikkun þegar um erlendan tónlistarmann er að ræða... Það kemur þess vegna ekki á óvart að það verður miðnæt- uropnun í Skífunni á Laugavegin- um á sunnudagskvöldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.