Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 23
 DV Helgarblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 23 Hetja æsku eftirstríðsáranna, draumastelpa allra stráka, fyrirmynd ungra kvenna; ljóst laust hár í tagli, bleikur varalitur, flatbotna skór, breitt bros og túttumunnur. Fyrirsæta, kvikmyndastjarna, fjórgift, ítrekaðar sjálfsmorðstilraunir, þrjátíu kvikmyndir, fimm plötur og fjöldi vinsælla laga, tvær bækur, sektir fyrir móðgandi ummæli um gyðinga og múslima, fóstra 3000 flækingshunda í Búkarest. Birgitte Bardot er orðin sjötug. Atlantshafsins, í nær þrjá áratugi. Saga þeirra er í mörgu lík, en í fáum sterk- um dráttum gerólík. Hvaðan komu þær? Hverjar voru þær? Hver verða eftirmæli þeirra? Sneri baki við frægðinni og gerðist dýraverndunarsinni Birgitta Bardó var sagt uppá íslensku, listamannsheiti hennar var Birgitte Bardot en hún var þekktust sem BB sem er á frönsku framburður á baby. Hún kleif framastigann hratt og ákveðið en gaf fljótt tO kynna að það væri henni ekki að skapi. Hún á að baki fjögur hjónabönd, mörg opinber ástarævintýri, nokkra tugi iéiegra kvikmynda, reyndi fyrir sér í söngbransanum í samstarfi við fræga tónlistarmenn franska, reyndi að drepa sig nokkrum sinn- um. Var fastur iiður í dálkum fræga fólksins. Snéri baki við heiminum og gerðist ofstækisfull- ur dýravemdunarsinni. Hún var um árabil þjöðartákn Frakklands, Marienne, en hefur á síðustu ámm vakið heiftúðug viðbrögð vegna skoðana sinna á uppgangi múslima í heimalandi sínu, verið sökuð um gyðingahatur og stuðn- ing við öfgahægrimenn. Ung og upprennandi Camille Javal fæddist 28. sept- ember 1934 £ París. Hún var af borgaralegum ættum og kom til þroska í íhaldssömu og ömggu umhverfi smáborgara Parísar und- ir hersem Þjóðverja. Faðir hennar var verkfræðingur sem vann hjá föður sínum í fjölskyldufyrirtæki, móðirin fjórtán ámm yngri. Hún setti dótturina til mennta í list- dansi eins og tíðkaðist með marg- ar kynsystur hennar af betri fjöl- skyldum. Camille sótti tíma með Leslie Garon, annarri franskri stúlku sem síðar varð stjarna í dansmyndum MGM. Camille tók Bardot-nafnið upp þegar hún fór að reyna fýrir sér í fýrirsætubransanum. Sextán ára var hún komin á forsíðu Elle. Leik- stjórinn Marc Allegret sem hafði uppgötvað Simone Simon, aðra umdeilda stjörnustúlku, sýndi Bardot áhuga, og ekki hafði aðstoðarmaður hans minni áhuga á þessari grönnu stúlku. Hann hét Roger Vadim og hafði verið ritari André Gide, hins þekkta rithöf- undar og hómósexúalista. Vadim og Bardot urðu par. Ungar stúlkur - ný von Ung og ný andlit voru áberandi um alla Evrópu á þessum ámm. Uppbygging Evrópu var í fullum gangi, fjármagn streymdi inn í álf- una frá Bandarfkjunum, nýr neysluhópur var að fæðast, ung- lingar, og myndaði neytendahjörð fyrir smávægilegan iðnvaming, tónlist og kvikmyndir. Unga granna stúlkan varð tákn bjartari ffamtíðar í heimi skömmtunar, hafta og svartamarkaðsbrasks. Nauðþurftir vom takmarkaðar. Audrey Hepurn, BB, Claire Bloom: allar komu þær úr heimi ballettsins. Glæsilegar, grannar með reisulegt yfirbragð og fríð- leika sígildrar andlitsbyggingar: bein og nett nef, stóreygðar og munnfríðar. í senn unglingar og barnslegar konur. Guð skapaði konuna Bardot flæktist í hjónaband með Vadim. Hún vildi giftast hon- um sextán, en foreldrar hennar lögðust gegn því. 1952 vom þau hjón og hún tekin til að leika smá- hlutverk í frönskum kvikmyndum. Hún hafði leikið í sautján kvik- myndum og naut frá 1956 sam- starfs við ffamleiðandann Christine Gouze Renal sem höndl- aði með frama hennar í nokkur ár. Hún var orðin þekkt í Frakklandi sem kyntákn fyrir 1957 þegar Vadim gerði hana heimsfræga í Og Guð skapaði konuna. Kvikmyndin varð alræmd fyrir opinskáa og frjálslega afstöðu til ástalífs og nokkrar mínútur af BB naktri með handklæði. Myndin halaði inn 4 milljónir dollara í Bandaríkjunum einum. Það bætti í að BB og mót- leikari hennar vom í kjölfar mynd- arinnar sögð elskendur. Fyrsta hjónband hennar var komið að leiðarlokum og heimsfrægð henn- ar í höfn. Hún var 23 ára. Allt skal ég gefa þér Frægð í Bandaríkjunum dugði henni til samninga við bandarísk kvikmyndafélög. Áætlanir um leik í kvikmynd með Sinatra urðu að engu og enskumælandi myndir hennar urðu fáar. Hún giftist öðm sinni og eignaðist son. Virtari leik- stjórar tóku að sýna henni áhuga en fæstar mynda hennar ná máli. Hún reyndi að svipta sig lífi 1960 og áttu þær tilraunir eftir að verða fleiri. Sama ár fer hún að feta sig inn í poppbransann. Hún leikur á næstu ámm í fjölda mynda, tveim- ur sem sækja beinlínis efni sitt í líf stjörnunnar: La Vie Privée undir stjórn Louis Malle og Le Mepris í stjórn Godards sem er af sumum talið meistaraverk. Á þessum árum hverfur hún í skuggann af jafn- öldru sinni Sophiu Loren sem frægasta kvenstjarna Evrópu. Kyntákn En aðdáendur hennar voru tryggir: þegar Bítlarnir ganga frá fyrstu spurningalistum sínum fyrir New Musical Express 1963 nefna þeir hana allir sem draumakonu sína, nema John Lennon. Var þó kunnugt að engin kvenímynd var honum á þeim ámm kærari. Þannig var um stráka í allri álf- unni. Sú blanda af náttúmlegum þokka, sakleysi og augndaðri kisu- lómnnar hafði tryggt henni stöðu í huga ungra karlmanna sem var traust langt fram eftir sjöunda ára- tugnum. Ekki var hún síður fyrir- mynd kvenna: leynivopn franskra fataframleiðenda, ljósa lausupp- setta hárið flaksandi, seinna túperað og loks sítt og fallandi. Poppstjarna Frami hennar í tónlist var nokk- ur með hléum: hún átti frægt sam- starf við Serge Gainsbourg síðla árs 1967. Hljóðritaði með honum hátt í tuttugu lög. Þeirra á meðal var frumútgáfa Je t’aime... moi non plus, sem Bardot heyktist á að gefa út, en Gainsbourg söng að nýju með Jane Birkin tveimur ámm síð- ar. Samband þeirra Gainsbourgs var fréttaefrii, rétt eins og samband hennar við fjölda frægra manna eftir skammt hjónband þeirra Gunthers Sachs, auðkýfings og ljós- myndara, sem var kallað föður- landssvik á sínum tíma: hvernig gat þjóðartáknið gefið sig Þjóðverja? Leikaramyndir Snerti þetta okkur eittthvað umfram straum af leikaramynd- um sem komu hingað frá Þýska- landi pakkaðar í plast og vom söfnunarvara krakka á sjöunda áratugnum? Auðvitað var BB í miklu úrvali í þeim pökkum. Prentefni réði ekki minnst fram- gangi stjörnunnar í vitund neyt- enda. Bardot var voldug í heimi ljósmyndarinnar, bæði á tækifær- ismyndum og uppstillingum. Áhrif hennar urðu gríðarleg í prentuðu efni, bæði á karlmenn og konur. Hér heima Þegar Kristín Anna Þórarins- dóttir lék í Pókók 1961 var hún nánast sniðin eftir útliti BB. Ljós- myndir Andrésar Kolbeinssonar af Rósku teknar á Prikinu 1963 sýna áhrifin: létt túperað hárið, stútur á munni, svartur ælæner. Og papar- azzi-menningin streymdi til okkar í Fólki í fréttum og ámóta dálkum dagblaðanna, ljósmyndum af stjörnunni í Vikunni og Fálkanum. Hún var hér líka. Ósjálfstæð og sjálfstæð Tákngildi stjörnunnar er afar flókið fyrirbæri og ekki auðgreint: BB kom úr háborg velsælda- borgaranna en náði athygli sökum þokka og sakleysislegs yfirbragðs sem var í mótsögn við framkomu hennar sem lostakveikju og kisu- lóru. Persóna hennar virðist lengst af hafa verið leiksoppur og aðstæð- urnar henni ofviða, ófrelsið algert. Hún reynir að hverfa úr augliti almennings en er ofurseld tákni sínu: ímynd föst á nethimnu þjóð- anna. En hún býr yfir kenjóttu sjálfstæði, brýst gegn viðtekinni skoðun og á síðari árum hefur hún egnt gegn sér volduga krafta. Hún var uppreisnarandi borgaraslekts- ins og á gamals aldri er hún það enn - en úr andstæðri átt. Eye-liner Svarti ælænerinn, kolið, sem hún hefur notað hvað lengst og enn greinir stór augu hennar í fríðu andliti er ævagamalt fegrun- armeðal. Það hafði að mestu gleymst en eftir stríð tók önnur uppreisnarkona það upp og gerði frægt: Karen Blixen, sem sagði það komið frá íQeópötru. Kolið er not- að til að stækka augun, setja þau í svartan ramma. Augun eru gluggar sálarinnar, sögðu menn. Augun þín og augun mín Stór augu urðu snemma í upp- gangi ljósmyndar og kvikmynda mikilvægt tjáningartæki. Fókus á augu er sterkasti punktur í hverri mynd. Goð verða að hafa opin augu, rifan á Roy og Clint gerði þá dularfulla í hugskotinu, opineygð- ar konur hleyptu áhorfandanum að sér. í víðri veröld goðsögunnar sem á sér djúpar og sterkar rætur í vitund okkar er ein skepna öðrum hærri f stigveldinu: dádýrið - hind- in, frá á fæti, stygg, stælt og sjálf- stæð. Og hún er bráð sem við viljum klófesta og drepa. pbb@dv.is Fáðu flott munnstykki ~l~ plúsapótek www.nicorette.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.