Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 16
7 6 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Gróska í fornleifarannsóknum síðustu árin hefur fært fræðimönnum ógrynni upplýsinga og að sumu leyti nýja sýn á fortíð þjóðarinnar. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur bendir til dæmis á að þrælarnir sem norrænir menn höfðu með sér til íslands, og teljast meðal landnámsmanna, voru ekki endilega bara frá Bretlandseyjum. Veðjuðu norskir kaupmenn á stórversl- un á íslandi, Grænlandi og í Færeyjum og reistu sínum mönnum veglega kirkju í versl- unarmiðstöðinni að Gásum í Eyjafirði þegar Hansakaupmenn sóttu á makaði úr suðri? Gengu skólasveinar í Skálholti prúðbúnir til kvöldverðar og fengu sér serrí fyrir matinn? Hvernig tókst landsmönnum að fylla landið af fólki á nokkrum árum, voru hér aðrir þrælar en húskarlarnir úr fornsögunum; ófrjálsir leiguliðar í Mývatnssveit úr Austur- Evrópu? Fomleifarannsóknir síðustu ára vekja ýmsar hugmyndir og gætu breytt sýn okkar á íslandssöguna. Mikil gróska hefur verið í fornleifarann- sóknum á síðustu árum. Um 1990 fjölgaði mjög í hópi fomleifafræðinga og hafa upp- greftirnir á Bessastöðum, í Viðey og á Stóm- Borg undir Eyjafjöllum sjálfsagt haft sitt að segja um aukinn áhuga á greininni. Ekki var nóg af störfum fyrir alla en auk þess höfðu þeir ekki allir áhuga á að vinna á safnastofn- unum. Bera fór á hugmyndum um að hér vantaði greininni akademískt umhverfí. Söfnin hafa ákveðið hlutverk sem lýtur fyrst og fremst að varðveislu og miðlun og forn- leifafræðingar þar gátu með engu móti ver- ið stefnumótandi f fornleifarannsóknum á landinu. Ungliðarnir hófu þá að stunda sjálfstæð- ar rannsóknir enda kallaði breyttur laga- rammi á meiri umsvif, fleiri rannsóknir og þá þjónusturannsóknir. Sjálfstæðir forn- leifafræðingar tóku þessi verk að sér, mót- uðu markaðinn og nokkrir þeirra stofnuðu Fornleifastofnun Islands 1995. Síðustu árin hefur megináherslan í fom- leifafræði verið á upplýsingaöflun, úrvinnsl- an öll er á næsta leyti og getur tekið langan tíma en á meðan em settar fram hugmynd- ir og tilgátur. Sagan að Gásum Gásir í Eyjafirði má taka sem dæmi um áhrif fornleifarannsókna á söguna. Þar var helsti verslun- arstaður mið- öldum á Norð- urlandi og í sumar fóru þar fram umfangs- miklar rann- sóknir, enda hvergi á íslandi varðveittar jafn- miklar mann- vistarleifar frá slíkum stað. Þar hefur á 14. öld staðið einhver mesta kirkja á íslandi. Hún var fyrst grafín upp 1907, mæld og met- in og sfðan hafa menn vitað af stærð henn- ar. Staðarins er víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld, síðast árið 1391 og skömmu síðar virðist verslun þar hafa lagst niður eða á 15. öld. Nýjustu fomleifarannsóknir benda þó til þess að verslað hafi verið lengur en áður hefur verið talið, eða fram á 16.öld. Orri Vé- steinsson er lektor í fornleifafræði við HÍ og á sæti í stjórn Fomleifastofnunar fslands. „í sumar hafa ýmsar minni háttar upp- lýsingar svo bæst við,“ segir Orri. „Og nú veltum við fyrir okkur hvers vegna þessi mikla kirkja var byggð þarna og hver lét byggja hana. Umræðan fer af stað, einstak- lingar fara að eyða tíma í að velta þessu fýr- ir sér og þá verða til nýjar hugmyndir, þær kveikja nýjar spurningar og þar með nýja þekkingu. Grannupplýsingamar em þannig í sjálfu sér ekki nýjar en sýnin og fleiri vís- bendingar vekja nýjar hugmyndir og tilgát- ur. Þessa stundina finnst mér líklegast að norskir kaupmenn hafi látið reisa þessa kirkju. Og þaö sýnir að þeim var fúlasta al- vara með þessum verslunarstað, þetta var ekki einhver aukabúgrein hjá þeim, þeir vom tilbúnir að leggja í töluverðar fjárfest- ingar að Gásum. Búðirnar sýna það sama, svæðinu er skipt niður í lóðir og þarna er töluvert skipulag. Hápunkturinn að Gásum er sennilega á 14. öld og þá era norskir kaupmenn aðallega á Norður-Noregi, Fær- eyjar og íslandi. Hansamenn þrengdu að úr suðri, þeir hafa því hugsanlega ákveðið að leggja áherslu á þetta svæði og byggja sig upp að Gásum og á hinum stöðunum vænt- anlega líka. Kirkjan stóð ekki mjög lengi og var ekki endurbyggð eftir að hún fauk 1391, e.t.v. hafði þá verslunartoppi Gása verið náð,“ segir Orri. Sagan í Skálholti Skálholt er einn merkasti sögustaður á landinu og samtvinnaður sögu kristni á ís- landi. Kirkja var reist þar skömmu eftir kristnitöku og var staðurinn höfuðstaður landsins í 750 ár. Á síðari hluta 18. aldar reið mikill jarð- skjálfti yffr Suð- urland og telja menn harla ólíklegt að Skál- holtsstað hafi ekki sakað. Stuttu síðar var HliJtiaf mununum úrSkál- a Skáholti lagðui holtsuppgreftrinum Skóla- niður og fluttur pjitar hafa margir haftþaö til Reykjavíkur. Ijómandi gott og sötrað sérrí. Sumarið 2002 hófst uppgröftur á Skálhotli, sunnan og suð-vestan við kirkjuna. Þetta er sam- starfsverkefni Fomleifastofnunar íslands, Skáiholtsstaðar og Þjóðminjasafhs íslands, styrktur af Krismihátíðarsjóði og stendur til 2007. Stór hluti af af bæjarþorpinu hefur verið grafinn upp og Orri segir samræmið milli 18. aldar teikninga af staðnum og vera- leikans koma mest á óvart. Menn nái þó að átta sig betur á húsagerðinni og þróun hennar, undir 18. aldar byggingunum glitti í þær eldri. „Gripasafnið og dýrabeinin eru þó mesta viðbóún," segir Orri. „Við eram með tugi þúsunda gripa úr Skálholti; leirker, glerbrot, bein o.fl. Það gerir okkur kleift að lýsa efn- hag og stéttaskiptingu innan staðarins, neysluháttum og daglegu lífi. Skólapiltar hafa mjög margir verið vel efnum btfriir og haft það býsna gott en í ritheimildum ber meira á kvörtunum þeirra um allan aðbún- að. Hópur skólapilta í Skálholti á 18. öld hefur komið í skólann mjög vel útbúinn að heiman, með fínasta borðbúnað og sötr- að sérrí. Stéttaskiptingin á staðnum sést bæði á byggingum og gripum en skólaálman er á seinni hluta 18. aldar algjörlega aðgreind frá öðr um hlutum bæjarins. Úr bisk- upsherbergjum við hliðina á er ekki innangengt í skóla- álmuna. Menn hafa þá a.m.k. reynt að aðgreina þessa starfsemi á staðnum. Af þessu má sjá að síðustu aldir, sögulegur tími, er ekki síður athyglisverður frá sjónarhóli fornleifafræðinnar." Sagan í Sveigakoti Verkefnið Landnám og menningarlands- lag felst f rannsókn á landnáminu í Suður- Þingeyjarsýslu, áhrifum þess á íslenskt vist- kerfi og því hvernig íslenskt umhverfi mót- aði hið nýja samfélag. Verkefnið er framhald af rannsókn á fornbýlinu að Hofsstöðum í Mývatnssveit en hún hófst árið 1991. í Sveigakoti í Mý- vatnssveit hafa menn stundað , ... ,, . „ ..... UDDeröft ftá Jaröhus (Svelgakotl í My- uppgron ira vatnssve|t Frá slöari hluta 9. 1999 og er rann- aldar sókninni ekki lokið enn. Sveigakot telst greinilega til kot- býls og er algjör andstæða býlisins á Hofs- stöðum. „í sumar komu í ljós byggingar frá síðari hluta 9. aldar," segir Orri. „Þær era þá vænt- anlega ummerki um elstu byggðina á þess- um stað. Sem er á margan hátt einkennileg, varla er hægt að komast lengra frá sjó og Sveigakot er tæplega 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Ef að menn hafa verið komnir þarna upp úr 880 þýðir kannski að aðrir byggilegir staðir í landinu hafa þegar verið byggðir. Þetta er agnarlítið bú, 4 til 6 manneskjur hafa búið þarna í tvær, þrjár kynslóðir, mað- ur veltir fyrir sér hvers vegna fólk fór um höfin til þess að hokra í smákoti í Mývatns- sveit. í Sveigakoti eru leifar af annars konar jarðhýsum en við erum vanir að finna hérna. Hafa menn byggt þarna hús eins og heima og/eða era þetta hús fólks af lægstu stigum? í íslenskri miðaldalög- gjöf um þræla rúmast að mínu mati ekki bara húsþrælarnir úr fornsögunum heldur líka ánauðabændur sem ófrjálsir ráku heimili. Og e.t.v. er það einfaldasta skýr- ingin á því, hvernig mönnum tókst að byggja þetta land. Eiríkur rauði þurfti bara nokkra tugi til Grænlands en til að byggja ísland þarf nokkur þúsund. Einhverjir, senni- lega auðmenni, hafa séð sér hag í að Síðustu árín hefur megin- áherslan í fornleifafræð- inni verið á upplýsingaöfl- un, úrvinnslan öll er á næsta leyti og getur tekið langan tíma en á meðan eru settar fram hugmyndir og tilgátur. flytja hingað fólk af þrælamörkuðum til að fylla landið. Ná þurfti fólkinu hingað út en héðan komst það ekki. Markmiðið hefur sennilega ekki verið að halda því ánauðugu heldur halda hokrandi leiguliða. Mig grunar að frumbýlingar í Sveigakoti hafi lifað við þær aðstæður en húsagerð af þessu tagi er ríkjandi mn meginland Norður- og Austur-Evr- ópu.“ Orri viður- kennir að líkurn- ,Þetta drehahöfuö af próni ar á að hann hafi fannSt f Sve'9akoti f sumar ar a ao nann nati Frá s[ðarj hju(a vlkjngaaldar rangt fyrir sér séu um 90 af 100 en það sé heldur ekki markmið hans, markmiðið sé að fá hug- myndir, þróa þær, breyta og vonandi bæta. „En þangað til annað kemur í ljós, gæli ég við þá hugmynd að landnámshöfðingjar á landinu hafi aukið sér afl og völd með því að sanka að sér fólki til fylla landnám sín og standa með sér. Auðmenn gátu keypt sér fólk úr Evrópu norðaustan- verðri, Slava þess vegna, á þrælamörkuðum á Norður- löndum og á meginland- inu. Pólverjar unnu með okkur við rannsóknina í Sveigakoti og þeir könnuðust vel við jarð- hýsin að heiman," seg- ir Orri Vésteinsson lektor í fornleifafræði við Háskóla íslands. rgj@dv.is Orri Vésteinsson lektor f forn- leifafræði við HÍ Einhverjir hafa séð sér hag í þvl aö flytja hingað fólk afþrælamörkuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.