Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Fréttir DV Fréttaskýring John Kerry forsetaframbjóðandi demókrata hefur breytt áherslum sínum í baráttunni um Hvita húsið. Hefur nú gert Íraksstríðið að höfuðmáli í slagnum gegn George W. Bush. Heimsókn Allawi forsætisráðherra íraks vestur um haf hefur hellt olíu á umræðubálið. „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Að Að drukkna í Víetnam-mýri Áður fyrr taldi Kerry að Víetnam væri einn helsti ásinn uppi í ermi sinni en nú er hann að drukkna í Víetnam- mýri. Samtökin „The Swift Boat Veter- ans for Truth" stóðu íyrir rætinni her- ferð í sjónvarpsauglýsingum þar sem efasemdir um hetjudáðir Kerrys í Ví- emamstríðinu voru lagðar fram. Kerry þurfti að eyða töluverðum tíma og peningum til að snúast gegn þessu. Nú hafa þessi samtök hafið nýja her- ferð þar sem Kerry er sakaður um samskipti við óvininn. I auglýsingum er því haldið fram að Kerry hafi hitt talsmenn Víemam í París áður en stríðinu lauk. Var þessu líkt við það þegar leikkonan Jane Fonda hélt til Hanoi í miðju stríðinu og fékk bágt fýrir hjá Bandaríkjamönnum. Kerry hefur aldrei neitað þessu og við yfirheyrslur hjá öldungadeild þingsms á sínum tíma sagði hann að hann hefði verið að afla sér upplýs- inga. En fáir kjósendur hafa fyrir því að kanna slíkar upplýsingar og bara að heyra það, að Kerry hafi hitt óvininn og það í París höfuðborg alka andstæð- inga Bandaríkjanna í Evrópu, situr lík- lega eftir í höfðum þeirra. Eitthvað að fela Skoðannakannanir sem gerðar voru skömmu eftir að fyrrgreindar auglýsingar fóm í loftið benda til þess að um 60% kjósenda trúa því nú að Kerry hafi eitthvað að fela um Ví- etnam. Og sama hlutfall hefiir ekki lengur trú á því að Kerry hafi hæfileika til að fást við alþjóðlegt neyðarástand. Kerry til huggunar sýna sömu skoð- annakannanir að 80% kjósenda trúir því að Bush hafi eitthvað að fela í frak. Samt er Bush 8% á undan Kerry í skoð- annakönnunum þessa dagana. Það þýðir að kjósendum finnst Bush trú- verðugri en Kerry. Það er orðið mikið áhyggjuefni fyrir kosningaliðið í her- búðum Kerrys að fátt virðist fá breytt þessari staðreynd og það þótt Bush sé með buxumar illilega á hælunum í írak. Nader-draugurinn kominn á kreik Og þótt Kerry hafi nóg á sinni könnu í augnablikinu við að bera af sér ásakanir um samneyti við óvininn hjálpa aðrar fregnir úr kosningabarátt- unni honum ekkert. Síðasta áfallið sem kosningabarátta hans varð fyrir er að dómstóll í Flórída hefur ákveðið að neytendaff ömuðurinn Ralph Nader fái nafn sitt á kjörseðilinn í því fylld. Það liggur ljóst fyrir að A1 Gore tapaði síð- ustu forsetakosningum gegn Bush í Flórída. Og hann tapaði því Nader hirti tæplega 3% atkvæðanna í því fylki. K Kannanir höfðu sýnt að ef Nader hefði ekki farið ffam í Flórída & hefðu atkvæði greitt honum ■ komið Gore til góða. Nú liggur sem sagt fýrir að Kerry fái sama vandamál við að glíma í fylkinu. Á heildina litið er staðan sú í dag að Bush fær fjögur ár í viðbót í Hvíta hús- inu, nokkuð sem margir í Evrópu og viðar í heiminum eiga erfitt með að sldlja. En hér sem annars staðar gifdir hið fomkveðna að „í lýðræðisrílá fá kjósendur þá forystumenn sem þeir eiga skilið." (Heimildir: CNN, BBC o.fí.) Fyrir um mánuði síðan snérist kosningaherferð Johns Kerry forseta- ffambjóðenda demókrata um innan- ríkismál í Bandaríkjunum. Mestu púðri var eitt í að benda á lélegan ár- angur George W. Bush í ríkisfjármálum og baráttunni gegn atvinnuleysi og fá- tækt. Síðustu tíu daga hafa áherslur breyttst og herferðin er farin að snúast að mestu um íraksstríðið og afar slæma þróun þess fyrir Bandaríkja- stjóm. Heimsólöi Ayad Allawi forsætis- ráðherra fraks tii Bandaríkjanna nú fyrir helgina hefur hellt olíu á umræðu- bálið og báðar herbúðir skjóta nú föst- um skotum hvor á aðra um stríðið. Skýringin á þessu getur verið sú að staðan í írak versnar með hverjum deginum og það var orðið hálfvitalegt af John Kerry að minnast lítið sem ekk- ert á stríðið. En þetta getur l£ka haft eitthvað að gera með endurskipulagn- ingu á kosningabaráttu Kerrys sem ekki hefur skilað nægjanlegum árangri hingað til. Bob Shrum, heilinn á bakvið áherslur Kerrys í kosningabaráttunni fyrrihluta þessa árs, hikaði við að ráð- ast beint á Bush vegna öryggismála en Schmm hefur nú verið ýtt til hliðar og í stað hans em komnir þeir John Sasso nýr kosningastjóri hjá Kerry og Joe Lockhart fyrrum talsmaður Bill Clint- on. Fyrsta sjónvarpseinvígið Lykillinn að þessu ölfu saman er, að mati flestra fréttaskýrenda, fyrsta sjón- varpseinvígi þeirra Kerrys og Bush nú 30. september. Upphaflega var áætíað að þetta fyrsta einvígi mundi fjalla um innanríkismál. En í samningaviðræð- um beggja herbúða um málið tókst liðsmönnum Bush að fá því breytt yfir í erlend málefiú. Fyrsta einvígið fær yf- irleitt mesta athygli og Hvíta húsið taldi að stríðið gegn hryðjuverkum væri sterkasta spilið á hendi sinni. Ef Bush verður talinn sigurvegarinn í fyrsta sjónvarpseinvíginu mun verða mjög erfitt fyrir Kerry að stöðva hann. Því einbeitir Kerry-liðið sér nú að írakssstríðinu í þeirri von að veikja málstað Bush fyrir einvígið. Hins vegar er afstaða Kerrys gagnvart íraksstríð- inu vandamál. I hvert sinn sem hann blæs til sóknar gegn stríðinu bendir Hvíta húsið einfaldlega á þá staðreynd að Kerry greiddi sm'ðinu atkvæði sitt á sínum tíma. Heimsókn Allawi John Kerry greip tækifærið og blés til sóknar þegar Allawi forsætisráð- herra Iraks kom í opinbera heimsókn BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavikur • Listabraut 3 • 103 Reykjavik Miðasala 568 8000 • www.borgarleikhus.is til Washington. Hann sagði að með heimsókinni væri Bush að reyna að slá ryki í augu kjósenda og setja gott „and- lit“ á sm'ðsreksturinn. Dick Cheney varaforseti brást ókvæða við þessu og sagði á kosninga- fundi í Missouri að hann “...væri stór- hneykslaður á algjöru virðingarleysi Kerrys gagnvart þessum hugrakka manni. John Kerry er að reyna að rífa niður allt þann góða árangur sem hef- ur náðst og orð hans eru eyðileggjandi fýrir baráttu okkar í frak og alheims- stríðið gegn hryðjuverkamönnum". Sjálfur sagði Allawi um stöðuna í írak að baráttan væri erfið og bakslag komið í seglin en hann staðhæfði samt Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr.10.700 (Þú sparar 5.500) Kerry Þrátt fyrir allt ofbeldiö og hryðjuverk- in I Irak, aftökur bandarískra gisla, himin- háan kostnað af strlðsrekstrinum og niður- brotin samskipti við Sameinuðu þjóðirnar hefur kosningaiiði Bush tekist að beina sviðsljósinu að Kerry og frá Bush. að árangur væri að nást. ,Á hverjum degi vex okkur fiskur um hrygg í barátt- unni gegn hryðjuverkamönnum og glæpamönnum." sagðiAllawi. Áðspurður um þessi orð Allawi svaraði Kerry að maðurinn væri aug- ljóslega f mótsögn við sjálfan sig því nokkrum dögum áður hafði hann gef- ið út yfirlýsingu þess efnis að hryðjuverkamenn streymdu til landsins í sm'ðum straumum. Blandaður boðskapur ekki til bóta Á blaðamannafundi sem Bush efndi til með Allawi var Bush spurður að því hvort væri rétt hjá Kerry að al menningur i Bandaríkjunum væri ekki nægilega upplýstur um erfið- leikana í frak. „Þetta er erfitt verk- efni í frak. Allir vita það. Við sjáum það í sjónvarpinu," svaraði Bush. Og bætt við aug- ljósu skoti á Kerry með því að segja að „bland- aður boðskapur" myndi gera verk- efnið enn erfiðara. „Þú hjálpar óvinin- um með blönduð- um boðskap. Þú dregur úr kjarki íraka með blönduðum boðskap. Þú send- ir röng skilaboð til hermanna okkar með blönduðum boðskap," sagði Bush. „Þess vegna ætía ég að halda áfram með skýra og ákveðna stefnu í stríðinu." Þrátt fýrir allt ofbeldið og hryðju- verkin í írak, aftökur bandarískra gísla, himinháan kosmað af sm'ðsreksmn- um og niðurbrotin samskipti við Sam- einuðu þjóðfrnar hefur kosningaliði Bush tekist að beina sviðsljósinu að Kerry og frá Bush. Það hefur liðið gert með Víemam. George Bush og frú „Þú hjálpar óvinin- um með blönduðum boðskap. Þú dregur úr kjarki Iraka með blönduðum boðskap. Þú sendir röng skilaboð til hermanna okkar með blönduðum boðskap." Jolrn Kerry breytir um stefnu í baráttunni um Hvíta Húsið Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr.18.300 (Þú sparar 8.700)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.