Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Múslimar í löndum Vestur-Evrópu eru um fjórtán milljónir. Þeir hafa vitanlega vaxandi áhyggjur af aukinni andúð í garð trúar sinnar og siða, sem tengjast þeirri skelfingu sem fréttir af hryðjuverkum sem múslimar standa að vekja upp. Um leið er bæði meðal þeirra og heimamanna í hverju landi lagst í sjálfsskoðun og sjálfsgagnrýni, sem lúta að spurningum eins og þessum: hvað hefur misfarist í sambýli múslima við vestræn samfélög og hvað er helst til ráða? Mótmæla banni við slæðum Múslimastúlkur á leiö úr skóla i Frakk- landi i byrjun mánaðarins en yfirvöld þar i landi hafa bannað stúlkunum að ganga með slæður i skólum. PEEP Velferðarnettó í Evrópu Fyrsta kynslóð innflytj- enda kemur að sæmi- legu ástandi á vinnu- markaði og er tiltölu- lega ánægð með að vera komin í velferðar- ríki. Síðan gerist það að með auknu atvinnu- leysi og uppeldi í sér- stökum útlendinga- hverfum að næstu kyn- slóð fínnst í vaxandi VeMjaðir menn úr flestum sam- félagshópum hafa einkum varað við þessu hér: Ekki láta ffegnir af hryðju- verkum sem róttækir íslamistar standa fyrir, hvort heldur í Madrid eða Moskvu, kynda undir þann dóm, að múslimum sé innrætt ofbeldi í uppeldi sínu og mikill ijöldi þeirri lík- legur til að taka þátt í hermdarverk- um eða réttlæta þau. Þetta er sá tónn sem t.d. er sleginn í stórum greina- flokki um múslima í Evrópu sem hef- ur verið að birtast í danska blaðinu Information og hér verður stuðst við. Aðlögun á eigin forsendum Þeir múslimar sem þar er rætt við í ýmsum löndum, frá Spáni og allt til Noregs, mundu yflrleitt teljast til „hófsamra" á fréttamáli. Þeir taka undir það að múslimar þurfl sem aðrir innflytjendur að læra mál heimamanna, virða landslög og gera ýmislegt annað til að laga sig að nýj- um heimkynnum. Um leið vara þeir við því að beitt sé nauðung til að fá þá til slíkra hluta - hvort sem er um að ræða tungumálanám eða bann við höfuðskýlum í frönskum skólum svo dæmi séu nefnd. Slfkar ráðstafanir geri ekki annað en skapa óþarfa úlfúð milli múslima og heimamanna. Þeir eru um leið harðorðir í garð herskárra trú- bræðra, sem þeir segja afbaka kenn- ingar Islams og hvetja til þess að hætt sé öllu umburð- Árni Bergmann skrifar um málefni múslima í Evrópu. Heimsmálapistill Jarðarför í Svfþjóð Systir látinnar konu ber mynd afhenni og aðrir fjölskyldumeðlimir og vinir bera kistu hennar. Faðir stúlkunnar myrti hana árið 2002 fyrir að velja sér maka sjálf, í stað þess sem fjölskyldan hafði kosið handa henni. Myndir- Reuters arlyndi í garð ímama, múslimskra klerka, sem boði öfgafúllar túlkanir á jihad (heflögu stríði) og sé þeim vísað úr landi. Það er reyndar ljóður á þessari greinasyrpu, að herskáir múslimar fá ekki orðið. En kannski er þeim sleppt vegna þess að blaðið vill byggja brýr en ekki magna upp óvild. Því svo sannarlega eru menn fljótir að fá hið versta álit á íslam sem heyra tU þeirrra wahabítísku klerka sem hafa víða komið sér fyrir í moskum Evrópu með styrk sádíarabískra peninga. Að standa utan við Aðstæður eru ólíkar eftir löndum. í HoUandi hefur risið upp flokkur sem á mUdu fylgi að fagna í kosning- um - hann kveðst ekki kynda undir fordóma gegn múslimum, en leggur höfuðáherslu á að í þessu örlitía landi þar sem 16 mUljónir manna búi á 30 þúsund ferkm, sé ekki pláss fyrir fleiri útíendinga. Síst múslima, sem sjálflr séu haldnir mUdum fordómum gagn- vart hoUensku samfélagi. Vitanlega eru múslimamál mjög tengd innflytj- endamálum í heUd. Um tíma kom t.d. mUdU fjöldi Tyrkja tíl starfa í vest- urþýskum iðnaði, sem þá vantaði vinnuafl. Nú er viðvarandi atvinnu- leysi þar í landi og mörg iðnfyrirtæki flutt tU ódýrari svæða - þetta bitnar svo í enn meira mæli á Tyrkjum af annarri kynslóð en heimamönnum - og það magnar upp mikinn sambúð- arvanda og afturldpp í aðlögunarferli. Sænskur sérfræðingur í íjölmenn- ingarsambýli, Aje Carlbom, lýsir þessum vítahring eitthvað á þessa leið: Fyrsta kynslóð innflytjenda kemur að sænúlegu ástandi á vinnu- markaði og er tíltölulega ánægð með að vera komin í velferðarrfld. Síðan gerist það að með auknu atvinnuleysi og uppeldi í sérstökum útíendinga- hverfirm að næstu kynslóð flnnst í vaxandi mæli að hún sé sett utan við samfélagið. Þá fer þetta fólk að leita enn meir tíl trúarinnar, tíl íslams, en menn gerðu í heimalandi sínu. í moskunni finna þeir kannski trúar- lega merkingu h'fí sínu. En um leið magnast einangrun innflytjandans frá samfélaginu sem hann býr í og klerkarnir brýna fyrir honum að sé siðspUlt og úrkynjað og honum beri að forðast. Sjálfsgagnrýni á Norðurlönd- um Aje Carlborn og fleiri á Norður- löndum segja sem svo, að tíl skamms tíma hafi öU umræða um múshma og aðra innflytjendur verið mjög þvinguð. Lengi vel mátti ekkert segja nema eitthvað jákvætt og yfirborðs- lega notalegt um innflytjendur, ann- ars voru menn strax stimplaðir kynþáttahatarar. En ýmis U1 tíðindi, t.d. ærumorð á múslimskum stúlk- um sem ekki hlýða fyrirmælum fjöl- skyldunnar um það hverjum giftast megi, hafa orðið tíl þess að nú tala menn af meiri hreinskUni. Meðal annars séu menn að átta sig á því, að of mikið umburðarlyndi eða þolin- mæði gagnvart öUu sem afsakað hef- ur verið með því að „þetta er þeirra menning" geti haft skaðleg áhrif. Ekki síst vegna þess að þar með sé tekin frá múslimum hvatning tU að gerast virkur hluti af samfélaghiu. Það sé lflca misráðið hjá sænskum yflrvöld- um að setja aUmikið fé í að bæta sér- þjónustu við innflytjendur í völdum útíendingahverfum - úr þessu verði „velferðargettó". Umburðarlyndi er gott og virðing fyrir máli og siðum aðkomumanna - en það getur um leið viss vanvirðing verið í því fólgin að halda (með velvUd!) íbúum vel- ferðargettóa inni í sínu lokaða um- hverfi. mæli að hún sé sett utan við samfélagið. Standa fyrirfram með innflytj- endum í þeim orðum lesnum kemur á tölvuskjá grein úr danska blaðinu Politiken eftir tyrkneskan tónhstar- kennara sem hefur búið lengi í Dan- mörku. Hann segir sem svo: Það erfiðasta fyrir okkur hér í Danmörku er ekki þessi tíltölulega Ufli hópur kynþáttahatara, ekki heldur sá rriikU fyöldi Dana sem er orðinn hundleiður á útíendingaumræðunni - heldur að tala við þá Dani sem standa fyrirfram með innflytjendum hvenær sem þá ber á góma. Þetta ofurvelvUjaða fólk er haldið þeirri meinloku að Danmörk sé hið versta kúgunarland - svo mjög að ef ég sjálfur gagnrýni ýmislegt í fari landa minna, t.d. nauðungargiftingar og fleira sem tengist íjölskyldumál- um, þá hrökkva menn í kút eins og ég hafl gengið í Uð með rasistum. Upp kemur hljóðheldur múr sem byggður er á jákvæðum fordómum - hinir velvUjuðu fegra fyrir sér menningu og fjölsfy'ldumynstur okkar, halda að það sé aUt svo gott og traust og betra en hjá Dönum sjálfum. Þetta góða fólk áttar sig ekki á því, að með þessu er verið að gera okkur innflytjendur ómynduga, halda okkur von úr viti í stöðu safngripa eða viðfangs félags- legra rannsókna en umfram aUt í stöðu fómarlamba. Þegar svo ég og mfnir hkar sættum okkur ekki lengur við að vera framandi fómarlömb en vUjum láta koma fram við okkur sem hverja aðra Dani og meta okkur eftir eigin verðleUotm - þá vita menn ekki sitt ijúkandi ráð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.