Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 61

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 61
DV Fréttir LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 6 7 Fangelsi fyrir kvótasvindl Agnar Norðfjörð Haf- steinsson, framkvæmda- stjóri útgerðarfyrirtækisins Bervíkur í Ólafsvík, og Mar- geir Jóhannesson skipstjóri hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að veiða margítrekað í fiskveiðilögsögunni án afla- heimilda. Þess utan var Agnar dæmdur fyrir um- boðssvik og brot gegn lög- um um virðisaukaskatt og lögum um staðgreiðslu op- inberra gjalda. Hæstiréttur ákvað refsingu Agnars þriggja mánaða fangelsi og 18 milljóna króna sekt í rík- issjóð. Refsing Margeirs er hins vegar tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og 800 þúsund króna sekt. Vilja afslátt á leikskóla Ingunn Alexanders- dóttir hefur sent bæjar- stjórn Borgarbyggðar bréf með áskorun um að niðurgreiða daggæslu til foreldra í vígðri og óvígðri sambúð sem og að veita systkinaafslátt. Með bréfi Ingunnar fylgir undirskriftarlisti frá for- eldrum og „öðru áhuga- fólki“. Bæjaráðið skoðaði bréfið á fundi sínum á fimmtudag en sagði mál- ið nú þegar vera til með- ferðar hjá fræðslunefnd. Bréfi Ingunnar og undir- skriftalistunum var því vísað til fræðslunefiidar. Metfjöldi í Papey Farþegar Papeyjarferj- unnar Gísla í Papey munu aldrei hafa verið fleiri en í sumar. f lok ágúst höfðu ríflega 1400 manns farið með ferjunni út í Papey. Allt sumarið í fyrra urðu farþegarnir 1260. Síðasta ferðin í Papey var áætluð 18. september og má því búast við að heildartala sumarins hafi hækkað eitt- hvað frá því í ágústlok. Að sögn útgerðar Gísla í Papey er þegar búið að bóka nokkrar ferðir fyrir næsta sumar. „Við fyrstu sýn lítur út fyrir enn betra ferðasumar en það sem er nú að líða," segir um Papeyjarferðirnar á heima- síðu Djúpavogshrepps. Sala upp en ekki verð í viðtali við Özur Lár- usson framkvæmdastjóra Landssambands sauð- íjárbænda í blaðinu í fyrradag misritaðist eitt orð sem breytti samhengi umíjöllunarinnar. Þar stóð í lokakafla að verð á lambakjöti væri hækk- andi en þar átti að standa sala. Það er sumsé salan á lambakjötinu sem hef- ur farið upp, ekki verðið. Jón Steinar Gunnlaugsson umsækjandi um Hæstarétt skrifaði í gær bréf til Geirs H. Haarde með andmælum sínum við umsögn Hæstaréttar. Bréf til stuðnings Jóni Steinari var samið á lögmannsstofu hans, hjá samstarfsmanni hans til margra ára. Á annað hundrað lögmenn skora á Geir að velja Jón Steinar. Sluöningsbrél samifi á skriístofu Jéns Steinars Jón Steinar Gunnlaugsson Skráður höfundur að stuðn- ingsbréfí við sig. Neitað að \ hannhafi samið bréfið. Bréfið sem gengur milli manna þar sem mannkostum Jóns Steinars er lýst og ástæðurnar fyrir því að hann ætti að verða dómari eru raktar, er merkt Jóni Steinari sem höfundi. Höfundar stuðningsbréfs þar sem skorað er á Geir H. Haarde að velja Jón Steinar Gunnlaugsson sem hæstaréttardómara, hittust á lögmannsstofu Jóns Steinars til að semja bréfið eftir að einn hafði skrifað drög á sinni stofu. Þeir segja Jón sjálfan hvergi hafa komið nærri þótt nafn hans sé skráð sem höfundur bréfsins í tölvu. Jón skrifaði í gær settum dómsmálaráðherra bréf með andmælum sínum við umsögn Hæstaréttar um umsækjendur. Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði í gær Geir H. Haarde bréf þar sem hann gerði sínar eigin athugasemdir við umsögn Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda um Hæstarétt. „Ég nýti mér réttinn til að gera at- hugasemdir og þetta er leiðin sem ég hef,“ segir Jón Steinar. Hann vill ekki upplýsa efnis- lega hvað sé í bréf- inu til Geirs en honum mun þykja meðferð Hæstaréttar á sér ósanngjörn. Þannig fær Geir H. Haarde skot- færi til að rök- styðja það ef ipgsg hannskipar Jón | Steinar dómara I eftir helgina. Á annað hund- rað lögmenn hafa skrifað undir áskomn til Geirs um að skipa Jón Stein- ar. Þeir telja víst að Geir muni taka tillit til sjónarmiða lögmannanna um að hunsa álit Hæstaréttar. í bréfinu sem valdir lögmenn ganga með á milli lögmanna segir að mat manna sé að Jón Steinar væri afar vel að því kom- inn að verða skipaður dómari við Hæstarétt. Jón skráður höf- undur bréfs Bréfið sem gengur milli Li « manna þar sem mannkostum Jóns Steinars er WSM lýst og ástæðum- ar fyrir því að hann ætti að verða dómari em ■ raktar, er merkt Jóni Steinari sem höfimdi. Það gæti bent til þess að endanleg útgáfa hafi verið samin á tölvu Jóns Steinars eða að hann sé skráður Karl Axelsson segir að Jón Steinar hafi lesið bréfið yfir áður en það varsentút og hugsanlega hafi hann haft einhverjar athugasemdir og ábendingar. fyrir tölvum samstarfsmanna sinna. Bréfið var meðal annars samið af hæstaréttarlögmönnunum Sveini Andra Sveinssyni, Helga Jóhann- essyni og Karli Áxelssyni eftir því sem DV kemst næst. Helgi skrifaði uppkast en hópur manna kastaði á milli sín drögum að bréfinu. Stuðningsmenn Jóns Steinars hittust á Lögmannsstofu Jóns Stein- ars og Karls, Nestor, að Laugavegi 182 til að fara yfir bréfið. Karl Axelsson segir að Jón Steinar hafi lesið bréfið yfir áður en það var sent út og hugs- anlega hafi hann haft einhveijar at- hugasemdir og ábendingar. „Jóni var sýnt plaggið áður en hann kom ekki nálægt því að semja það. Bréfið var hvorki samið né stílfært af Jóni Stein- ari Gunnlaugssyni," segir Karl sem skilur ekki áhuga manna á að vita um hvernig bréfið varð til. Meira máli skipti hverjir skrifi undir. Feimnir j við að skrifa undir Að- stand- endur undirskriftasöfiiunarinnar segja suma vera feimna við að skrifa undir listann þar sem þeir séu hræddir um að Hæstiréttur muni mismuna þeim í málflutningi. Lög- menn sem ekki styðja undirskrifta- söfnunina óttast á hinn bóginn að ef Jón Steinar verði skipaður, verði erfitt að reka mál gegn Hæstarétti gegn einhverjum þeirra sem skrifuðu und- ir hstann. Ekkert samband við dómara Jón Steinar neitar því alfarið að hafa haft samband við dómara Hæstaréttar eftir að umsögn þeirra lá fyrir. „Því get ég svarað neitandi. Ég hef ekki haft samband við neinn þeirra, hvorki skriflega né munnlega, ekki einu sinni með táknmáli," segir hann. Hann hafi á hinn bóginn kosið að greina settum dómsmálaráðherra frá athugasemdum sínum, eins og fyrr greinir. Þegar Jón Steinar lagði inn um- sókn til Hæstaréttar lét hann fylgja ^ nöfri fjögurra meðmælenda sem unnið hafa náið með honum. Um- sagnirnar áttu að vitna um sam- starfshæfni lögmannsins. Hann vill ekki gefa upp hveijir hafi mælt með honum og aímennt vill hann ekki tjá sig um umsókn sína og álit Hæsta- réttar. kgb@dv.is I Helgi Jóhannesson, Karl Axelsson | og Sveinn Andri Sveinsson Höf- j undar bréfsins hittust á lögmannsstofu I I Jóns Steinars til að fara yfir bréfið. Það | var síðan borið undir Jón Steinar sem 1hafði athugasemdir og ábendingar. Skólalausa sumarbústaðarfj ölskyldan í Bláskógabyggð býður hefðinni byrginn Fái dæmt lögheimili í frístundabyggð „Rökin hjá okkur eru þau að það sé engin bein lagaheimild til þess að hafrta því að skrá lögheimili í fri- stundabyggð," segir GuðjónÆgir Sig- urjónsson, sem er lögmaður hjón- anna Guðlaugs Hilmarssonar og Guðbjargar Rósar Haraldsdóttur. Guðlaugur og Guðbjörg búa í heilsárs fristundahúsi í landi Iðu við Laugaás í Bláskógabyggð. Þijú böm þeirra hjóna hafa ekki fengið inni í grunnskóla í haust þar sem sveitarfé- lagið neitar að heimila fjölskyldunni að skrá lögheimili í húsi sínu. Bömin hafa einnig fengið afsvar um skólavist í nágrannabyggðarlaginu Grímsnes- og Grafningshreppi. Hjónin hafa nú stefnt Bláskógabyggð og Hagstofu ís- lands til að fá sig skráð í sveitarfélag- inu. „Það er í lögunum ákvæði þar sem bannað er að eiga lögheimili í gisti- húsi, í fangelsi, verbúð eða einhveiju slíku. Við getum ekki sætt okkur við að flokka þetta hús þeirra undir slfkt," segir Guðjón Ægir sem geri skýra kröfu fyrir hönd sinna umbjóðenda. „Það er verið að krefjast viðurkenn- ingar á því að lögheimili þeirra sé á lóð númer ellefu í landi Iðu," segir hann. Mál Bláskógahjónanna var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- vfkur á föstudag og veitt flýtimeðferð. Dómari gaf sveitarfélaginu og Hagstof- unni frest til 4. október að skila greinargerð um sín sjónarmið í málinu. Guðjón játar því að ef málið vinnst hefði það eflaust mikið fordæmisgildi: „Sveitarfélögin hafa hingað til túlkað lögin þannig að ekki megi skrá lögheimili í svona húsum. En þetta er heils- árshúsogkjarni málsinsersáað þau hafa ekki lagaheimild til að synja þeim umþetta." Guðjón Ægir Sigurjónsson „Það er verið að krefjast viðurkenningar á þvíað lögheimili þeirra sé á lóð númer ellefu ílandi Iðu," segir lög- maður hjónanna sem ekki fá skóla- vist fyrir börnin sln iBláskógabyggð. ■ Stútur með ökuréttindi Fimmtugur maður sem tek- inn var dauðdrukkinn undir stýri á Kleifarheiði í Barðastranda- sýslu verður að sætta sig við að missa ökuréttindum í eitt ár frá og með deginum í gær. Hann taldi sig hafa verið sviptan rétt- indum um leið og lögreglan stöðvaði akstur hans 31. maí árið 2003. Hann hafi ekki ekið frá þeim tíma og fram til 10. desem- ber sama ár þegar mál hans var þingfest fyrir héraðsdómi. Dóm- arinn sagði manninn ekki hafa verið sviptan réttindum á staðn- um. Hann á einnig að greiða 130 þúsund króna sekt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.