Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 14
74 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Hvaðan ' ertu? Höfuðborgarsvæðinu. \ ' Hvað hefurðu helst unnið þértil frægðar? Kattakonungur í barnaleikriti. Hvar eigum við eftir að sjá þig i framtíðinni? I heita pottinum i Breiöholtslauginni. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð í Dan■ mörku? Tveir blindir vinir að rölta um siöla dags. Hvað þurfa allir að sjá sem koma til Kaup- >►. mannahafnar? Ekki„litlu“ hafmeyjuna. Von- ns_ brigði! ------_ Baitasar eða Friðrik _____ \ Þór? Baltasar. 24ára Sindri Birgisson, Steinsson, 29 ára Ylfa Ösp Ás- kelsdóttir, 24ára Marfa Stefanfa Dalberg, 26 ára Hvaðan Hvaðan ertu? HafnarfirÖi. Hvað hefurðu helst unnið þér til frægðar? Hefverið props I Borgarleikhúsinu. Hvar eigum við eftir að sjá þig I framtlðinni? Alls staðar. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð i Dan- mörku? Finnbogi. Hvað þurfa allir að sjá sem koma til Kaup- mannahafnar? Hovedbanegárden. . Baltasar eða Friðrik Þór? Annar hvor. Berglind Ellý Jóns- I Davfð Freyr I Þórunnarson, 26 ára j 24 ára Hvaðan r'ertu? Seltjarnarnesi. Hvað hefurðu helst unnið þér til frægð- ar? Spilaði á sög í hlutverki vændiskonu i leikrit- inu„Sweeney Todd". Hvar eigum við eftir að sjá þig i framtiðinni? Að synda í Seltjarnarneslauginni. Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð i Danmörku? Sigga Birna vinkona mín að hjóla d„Skralla“. Hvað þurfa allir að sjá sem koma til Kaupmanna- hafnar? Plnulitla baðherbergið mitt. Baltasar eða Friðrik Þór? Get ekki gert upp á milli.báðirgóðir. -sör Hvaðan ‘'ertu? Islandi!?! Hvað hefurðu helst unnið þér til frægðar? Sýndi nærföt á t/skusýningu f hléi á sveitaballi. Hvar eigum við eftir að sjá þig í framtíðinni? Hva, er það ekki á Kaffibarnum og í mótmæiaaðgerðum á Austurvelli? Hvað er það fyndnasta sem þú hefur séð i Danmörku? Mér fínnst allt sem tengist þessari blessuðu konungsfjölskyldu svolítið hjákátlegt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Iþeim efnum var brúökaup þeirra Fredriks ogMaryívor alveg yfírdrifíð. Hvað þurfa allir að sjá sem koma til Kaupmannahafn- ar?„Stlnu“. Baltasar eða Friðrik Þór? Leikarinn Jialtasar og laxveiðimaðurinn Friðrik Þór. I Steingrfmur Þor- Hvaðan ertu? Hafnarfirði. Hvað hefurðu helst unnið þér til frægðar? Bara jólasveinninn, alltaffræg- uridesember... Hvar eigum við eftir að sjá þig i framtíðinni? Bara vfða. Hvað erþað fyndnasta sem þú hefurséð i Danmörku? Svartur kvendvergur að taka lest. Hvað þurfa allir að sjá sem koma til Kaupmanna- hafnar? ...að sér I öldrykkjunni. Baltasar eða Friðrik Þór? Báðir bara finir karlar. ertu? Reykjavík. Hvað hefurðu helst unnið þér til frægðar? Bjó með manni úr Leiklistarskóla Is- lands. Hvar eigum við eftir að sjá þig i framtíðinni? I Danmörku. Hvað erþað fyndnasta sem þú hefurséð i Danmörku? Finnbogi. I Finnbogi Þor- I kell Jónsson, 23 ára Hvaðan ertu? Reykjavik. Hvað hefurðu helst unnið þér til frægð- ar? Mér sésf bregða fyrir í Fóstbræðrum, ég er mjög stolt af því. Hvar eigum við eftir að sjá þig í framtíðinni? Bara hér' og þar. 300 manns þreyta inntökupróf í Holberg kvikmynda- og \ Hm?rkeu?ÞZBgæflZZð™md?ursé6IDan' leiklistarskólann í Kaupmannahöfn ár hvert. Aðeins 20 y 0Zð„alZar?7tls£de?okomatllKaup' komust inn að þessu sinni. Þrátt fyrir það hófu hvorki \Fr,ðr,kKann ve'aðmefa fleiri né færri en 7 íslendingar þar nám í lok ágúst, jafnmargir þeim dönsku, og því greinilegt að leikaraefni skortir ekki hér á landi. Leiklistar deild Listaháskóla íslands tók ekki inn nýnema á þessu ári. Krakkarnir njóta lífs- ins í Kaupmannahöfn og segja kostina við leiklistarnám erlendis óteljandi. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir í Kaupmannahöfn heimsótti islensku leiklistarnemana. FILM/Theaterskolen Holberg er annar tveggja leiklistarskóla í Kaup- mannahöfn og sá eini sem er einka- rekinn. Hann var stofnaður fyrir níu árum og á þeim tíma hafa aðeins tveir íslendingar stundað þar nám. Árið í ár er því algjör íslendinga- sprengja. Fyrsta árs nemendur í haust koma úr öllum áttum; frá Bosníu, Rúss- landi, Svíþjóð, Færeyjum, Danmörku og íslandi. Á fyrsta ári eru aðeins sjö Danir. Það hlýtur að teljast nánast ótrúlegt að íslenskir nemendur séu jafnmargir vitandi það að fleiri hund- ruð manns sækja um inngöngu á hverju ári, mikill meirihluti Danir. Krakkarnir hafa ýmsar skýringar á þessari yfirtöku íslendinga á skólan- um. „Við erum miklu opnari en Dan- irnir. Erum ákveðnari og þorum," segja þau og halda áfram: „Stjórn- endur skólans sjá líka að okkur er full alvara með náminu og kunna að meta það að maður sé tilbúinn að leggja það á sig að flytja til annars lands og læra nýtt tungumál til þess eins að læra leiklist, það sýnir ákveð- inn metnað og viljastyrk. Þeir taka það klárlega með í reikninginn, enda eru þeir að leita að fólki sem ætlar sér að komast í gegnum öll þau þrjú ár in sem námið tekur. Það gefast margir upp. Hér byrja 20 manns á fyrsta ári en það eru yfirleitt ekki nema 8-10 sem útskrifast." í sófaspjall hjá skólastjóranum Stjórnendur skólans leggja greini- lega mikinn metnað í að sigta út rétta fólkið því hver og einn umsækjandi mætir í inntökupróf sem stendur yfir í heilan dag. „Heima fær maður þrjár mínútur til þess að sýna hvað í manni býr. Þegar maður labbar út eftir inntökuprófin hér hefur maður virkilega á tiJfinningunni að maður hafi sýnt allt sem maður kann. Skóla- stjórinn tekur mann meira að segja í sófaspjall til að tékka á manni. Heima romsarðu bara upp úr þér þínum texta og svo er það bara takk og bless. Auðvitað er rökréttara að taka sér svona góðan tíma í þetta. Þú nærð að sjá leikarann leika, dansa, syngja og spjallar við hann á persónulegum nótum. Það er engin leið að sjá hvað fólk getur á örfáum mínútum." Leika eins og Gene Hackman „Það eru ekki bara inntökuprófin sem eru ffábrugðin. Námið er upp- byggt á allt annan hátt og í Holberg skólanum er höfuðáhersla lögð á svokallaða „method" leiklist. „Gene Hackman, Robert DeNiro, A1 Pacino og Meryl Streep eru meðal þeirra leikara sem nota þessa aðferð. Hún er að verða ein sú algengasta í kvik- myndum í dag en er tiltölulega ný af nálinni. Þetta byggist allt á því að grafa inn í eigin tilfinningar og sálar- líf. Ef þú grætur til dæmis í senu ertu í raun að gráta í alvörunni. Þú notar bara eitthvað til að koma því af stað. Heima eru kenndar mjög bland- aðar stefnur og þótt það sé gott að kynnast mörgu er örugglega gott að geta einbeitt sér að einni ákveðinni aðferð." Læra drottningardönsku í dönskutímum fyrir útlendinga Eins og gefur að skilja er nauðsyn- legt að vera með dönsku- kennslu í skóla þar sem minna en helmingur nemenda er inn- fæddur. Krakkamir vom einmitt að koma úr tíma í dönsku fyrir út- lendinga þegar blaðamaður hitti þá í skólanum. „Það er rosalega erfitt að læra danska framburðinn og mikið á sig lagt,“ segja þau og hlæja. „Við eyðum aðallega tíma í að læra réttar áherslur og hljóð. Það er líka allt ann- að að tala tungumál á sviði heldur en að spjalla við náungann. En þetta er fi'nt, við læmm mjög flotta dönsku, svona drottningardönsku." Þau em þó sannfærð um að tungumálið sé einn helsti kosturinn við leiklistarnám erlendis. „Þetta margfaldar atvinnumöguleika að námi loknu. Þú ert þarna kominn með annað tungumál og maður yrði örugglega fljótur að aðlagast hvort sem maður færi til Svíþjóðar eða Noregs. Hins vegar dregur það ör- ugglega úr möguleikum manns á að komast að heima að hafa ekki lært í Listaháskólanum. Maður er að heyra af því að leikarar sem lærðu í London fóm bara út í það að stofna sína eigin leikhópa af því þeir komust ekki að í stóm leikhúsunum. En kannski er það kostur að vera svona mörg. Það er ömgglega auðveldara fyrir heilan hóp að koma sér á framfæri heldur en einn einstakling."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.