Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 20
I 20 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Ég er búin aö ganga í gegnum þetta allt; meðferð sem gengur mjög vel og svo með- ferð sem gengur ekki og leiðir til dauða. Það er vonandi einhvers virði fyrir fólk að sjá að það er hægt að standa % í fæturnar eftir ' A svona hrika- fm legtáfall. / / j V*- svo mikið af frumudrepandi lyfjum að ónæmiskerfið hrynur og þau mega því ekki vera mikið í kringum önnur böm. Þessir krakkar einangrast mjög mikið. Félagið hefur reynt að minnka einangmnina með því að setja upp fjarfundabúnað þannig að þau geti verið í tengslum við sinn skólabekk. Svo er svona eitt og annað sem við gemm eins og að bjóða börnunum í leikhús og annað skemmtilegt," segn Rósa um þann fjárhagslega og félags- lega stuðning sem Styrktarfélagið veitir skjóistæðingum sínum. Syrgir afa, ömmu og bróður Fjölskylda Rósu þekkir hörmungar krabbameins betur en margb aðrir. Margrét, tengdamóðir Rósu, lést úr krabbameini fyrir 11 árum. Guðbjart- ur faðir hennar greindist svo með lungnakrabbamein skömmu eflir að Bjartmar litli lauk fyrri meðferð sinni. „Pabbi studdi okkur óendanlega á meðan á veikindum Bjartmars stóð og foreldrar mínir sáu nánast um Sigurgeir, eldri son okkar, á þessum tíma. í veikindum sínum leið pabbi hræðilegar kvalir og dó hálfu ári eftir að hann greindist. Sigurgeir tók dauða hans mjög nærri sér enda voru þeir mjög nánir og mikfir vinir. Hann var oft þungur og saknaði afa sfns mjög mikið." Drengurinn syrgði afa sinn djúpt og var meðvitaður um að hann hefði dáið úr þessum hræðilega sjúkdómi sem krabbamein er. „Þegar sjúkdómurinn greinist svo aftur í Bjartmari var áfailið ólýsan- legt fyrir hann eins og okkur öll,“ segir Rósa sem reynir að styðja eftir- lifandi son sinn í sorginni sem hefur herjað á hann, kornungan drenginn, aftur og aftur. Sá bróður sinn deyja „Börn eru svo næm og finnst þau þurfa að hlífa foreldrunum við sínum eigin sorgum skynji þau mikla sorg foreldranna. Hvers konar minning er það fyrir barn að sjá bróður sinn og besta vin bara dáinn heima í rúmi? Þetta er svo harkalegt að maður getur ekki sett sig í hans spor. Svona fitill strákur, að þurfa að uppfifa þetta allt saman," segir Rósa og bendir á að það sé oft á tíðum auðveldara fyrir full- orðið fólk að vinna sig út úr áföllum. „Sjálfur á maður vini sem hægt er að leita til þegar manni líður illa. Krakkarnir geta hins vegar ekki talað við vini sína eins og við. Dauðinn er svo fjarlægt fyrirbæri í dag og ekki síst hjá ungum krökkum. Barn sem var hérna úti að leika sér fyrir nokkrum vikum með öllum krökk- unum er bara allt í einu dáið. Horfið, og kemur aldrei aftur. Þetta er svo óskiljanlegt fyrir aðra krakka og ofboðslega fjarlægt í raun og veru,“ segir Rósa sem ákvað að bregðast við þessu með einhverjum hætti og hef- ur nú komið á laggirnar námskeiði fyrir börn sem misst hafa systkini sín úr krabbameini. Hjá Styrktarfélaginu hafði um ára- bil verið starfandi stuðningshópur foreldra sem misst hafa böm úr krabbameini en aldrei hafði verið komið á fót stuðningshópi fyrir systk- inin þar sem þau hittust og fengju samfellda meðferð með fagaðilum. Systkinasorgin erfið „Þegar ég stóð í þessum sporum allt í einu sjálf fann ég betur en áður hvað þetta vantaði og fór að leita að einhverjum vettvangi fyrir börn sem höfðu misst nánustu ástvini sína, for- eldra eða systkini. Ég komst að. því að þetta væri ekki til. Það em til allskyns stuðningshópar fyrir fullorðið fólk í þjóðfélaginu, en það virðist ekki til neitt skipulagt, faglegt hópstarf fyrir böm sem þurft hafa að glíma við svona missi. í skólunum er oft til eitt- hvert áfallateymi og bömum gefst kostur á að fara í viðtal til skólasál- fræðings eða annars sérfræðings. En það gagnast ekki öllum og þau eiga rétt á að hitta bam í sambærilegri stöðu. Ef maður hefur hitt einhvem sem hefur lent í því sama verður til einhver samkennd sem hjálpar manni mikið. Ég hugsaði hversu gott væri ef Sigurgeir og aðrir krakkar í félaginu sem hafa misst systkini sín, fyndu að það væm til krakkar sem hefðu sömu reynslu og þau og gætu deilt tilfinningum sfnum. Ég hafði að- eins heyrt af starfi Systkinasmiðjunn- ar sem samanstendur af félagsráð- gjafa, barnasálfræðingi og kennara." Systkinasmiðjan Hjá Systkinasmiðjunni er unnið eftir bandarískri fyrirmynd og hafa verið haldin námskeið fyrir systkini barna með sérþarfir, einkum fatl- aðra. Börn sem upplifa að eiga systk- ini sem em öðmvísi en önnur böm. „Ég setti mig í samband við stúlk- umar sem stjórna Systkinasmiðjunni og spurði þær hvort þær gætu hann- að námskeið fyrir félagið sem ég starfa fyrir, m.a. fyrir þennan hóp bama sem hafa misst systkini sín. Það fannst þeim vera mjög spenn- andi í faglegu tilliti og þær notuðu sumarið í að undirbúa fyrsta nám- skeiðið sem byrjaði nú í haust. Þau hafa nú hist þrisvar sinnum og þetta gerir þeim mikið gagn. Það sagði manni ótrúlega mikið þegar við upp- lifðum hvað þau vom í raun hissa á að hitta önnur böm sem höfðu misst systkini sín. Það er notuð ákveðin tækni við að fá þessa krakka sem hafa gengið í gegnum þessa miklu sorg, til þess að fá þau til að nálgast hvert annað, tjá sig og deila reynslunni til þess að hjálpa þeim í sorg sinni." Syrgjandi börn saman Þetta starf með börnunum hefur gengið framar öllum vonum. Það byrjaði sem tilraunastarfsemi en er alveg ömgglega eitthvað sem félagið mun halda áfram að vinna með. „í framhaldi af þessu stefnum við að því að bjóða systkinum barna sem em í krabbameinsmeðferð á svona námskeið. Það er mjög mikilvægt fyr- ir þessi böm að þau fái að hitta hvert annað," segir Rósa sem hafði tekið eftir því að systkini látinna barna leituðu til sálfræðinga Styrktarfélags- ins mörgum ámm eftir að þau upp- lifðu fráfallið. Syrgjandi börn með kvíða og þunglyndi Félagið er með sálfræðinga á sínum snæmm en slík aðstoð hins opinbera er af skornum skammti. Sér í lagi þegar kemur að aðstand- endum, systkinum og foreldrum. Þessi þjónusta er hins vegar mjög mikilvæg að mati Rósu því mjög erfitt er að komast yfir það áfall að missa systkini eða barn. „Tökum sem dæmi strák sem hafði misst systur sína þegar hann var 10 ára. Hann á kannski ofboðslega erfitt 5-10 árum seinna þar sem þetta er allt að koma fram. Ofboðsleg kvíðaköst, jafnvel þunglyndi - þá brýst þetta út á þessum viðkvæma aldri, um og eftir gelgjuskeið, og jafn- vel fram á fufiorðinsár. Þau eru búin að byrgja þetta inni, í mörg ár. T0- finningar sem springa svo út mörgum árum seinna með miklum ósköpum. Þetta fannst mér rosalega sláandi og sorglegt að horfa upp á,“ segir Rósa. Unnið úr sorginni „Barn getur ekki unnið úr svona sorg nema með markvissum hætti. Það er sama hvernig foreldri eða aðr- ir aðstandendur vinna með barninu það er allt öðruvísi að fá svona stuðning frá öðrum börnum með sambærilega reynslu og undir hand- leiðslu fagaðila. Það er svo mikilvægt að þau geti rætt þetta við hvert ann- að á sínu bamamáli og útskýrt líðan sína og bara finna að það eru aðrir sem eru með sömu reynslu. Það eru sjaldnast aðrir krakkar í kringum þessi börn, í skólanum eða vina- hópnum, sem hafa gengið í gegnum svo skelfilega reynslu. Þeim finnst þau vera eitthvað öðruvísi en allir hinir," segir Rósa og heldur áfram: „Mér fannst það svo sterk upplif- un hjá þessum bömum hvað þeim létti við að finna að til væm aðrir í sömu stöðu. Það er hópur barna úti í þjóðfélaginu sem hefur misst systkini eða unga foreldra af slysförum eða úr sjúkdómum. Það væri mjög verðugt að koma á fót einhverjum vettvangi þar sem þau fengju stuðning og með- ferð eins og hér um ræðir. Forvamar- starf af þessu tagi hefur gríðarlega þýðingu. Krakkamir sem em á nám- skeiðinu hjá okkur núna em á aldrin- um 6-11 ára, en gætu verið upp að 16 ára aldri. Sum vom ekki einu sinni fædd þegar systkyni þeirra létust en em samt að upplifa sorgina í gegnum foreldrana og umhverfið. Þau skynja það m.a. í gegnum afmælisdag látna bamsins og minningar þeim tengd- um á heimili sínu. Einnig em þau sorgmædd yfir því að hafa ekki fengið að kynnast systkini sínu,“ segir Rósa. Minningin mikilvæg Hún segir láma barnið alltaf verða hluta af daglegu lífi fjölskyld- unnar og finnst mikilvægt að það lifi sterkt í minningunni og verði þannig áfram hluti af fjölskyldunni. „Það vantar alltaf einhvern við borðið, í sófann og í bílinn. Margrét Lovísa, yngsta dóttir okkar, var 16 mánaða þegar Bjartmar bróðir hennar dó. Hún talar mikið um hann, þó að ég efist um að hún muni eitthvað eftir honum, þannig lagað. Hún ólst upp með honum fyrstu mánuði lífs sín. Hún sér myndir af honum hér heima og syrgir hann þannig á sinn hátt,“ segir Rósa en henni finnst mjög mikilvægt að viðhalda minningunni og gott að tala um Bjartmar dagsdaglega. „Bestu vinir hans koma stundum ennþá í heimsókn að spjalla og fara svo kannski upp í herbergi að leika. Mér finnst það voðalega notalegt. Hann átti mjög trausta vini á leik- skólanum og þeir léku sér oft hér inni eða úti í garði. Það gefur mér mikið að fá að fylgjast með þeim og sjá hvernig þeir munu þroskast. Auð- vitað getur það verið erfitt en mér finnst samt betra að halda þessum tengslum en að missa einhvern veg- inn allt sem honum tengdist á einu bretti. Það er lfka svo yndislegt að heyra þá tala um Bjartmar og hvað svona litlir guttar spá og spekúlera og eru raunverulegir vinir hans.“ Há skilnaðartíðni foreldra langveikra barna Alagið sem lendir á fjölskyldum langveikra bama er margþætt. „Þetta er náttúrulega ofboðslegt álag á fjölskylduna alla að lenda í þessu. Fólk sem á langveikt bam lendir mjög oft í erfiðleikum í hjóna- bandinu sem endar með skilnaði í 70- 80% tilvika. Þetta er svo mikið álag að fólk heldur það ekki út. Hjón skilja víst örugglega af minna tileftú. Það er mikil vinna undir þessu álagi að halda hjónabandi í lagi og er því mikilvægt að hjónin geti gefið sér einhvem smá tíma fyrir hvort annað. Það er líka alþekkt að kynin, karl og kona, taka oft mjög ólíkt á áföllum sem þessum og fólk þarf því að bera gæfti til að reyna að skilja það, þótt það geti ver- ið hægara sagt en gert." segir Rósa. Nýtt líf kviknar Rósa og Jónas maðurinn hennar hafa bmgðist við sorginni á annan hátt og reynt að halda þeim mark- miðum sem fjölskyldan hafði sett sér. „Við höfum alltaf viljað eiga mörg börn og íjórða barnið var alltaf inni í myndinni," segir Rósa sem á von á sér í nóvember. „Auðvitað breytist sorgin svofitið við það að finna nýtt líf kvikna. Mér finnst gott að hafa þessa tilhlökkun eftir nýju barni með sorginni, þótt auðvitað komi enginn í staðinn fyrir Bjartmar. Þetta hefur gert okkur öll- um mjög gott og ekki síst bróðurn- um. Okkur langaði í meira líf. Við ákváðum að reyna að halda áfram að njóta þess að vera til og fita til þess góða sem fifið hefur þrátt fyrir allt upp á að bjóða. Það er fika svo mikið í anda Bjartmars sem mátti ekkert aumt sjá og vildi að allir væm glaðir," segir Rósa sem finnst það mikilvægt að fólk haldi áfram að lifa fifinu eftir að hafa gengið í gegnum svona erfið- leika. Sækir styrk í lífið Rósa hefur sýnt ótrúlegan styrk, þrátt fyrir þessa ólýsanlegu sorg og þennan miida missi. Hún segist reyna að sækja styrkinn í lífið sjálft. „Ég hef bara reynt að halda áfram og lifa með þessa sorg á bakinu. Auð- vitað er þetta hægara sagt en gert, það væri líldega auðveldara að gefast bara upp. Kannski fær maður einhvem aukinn kraft eða styrk þegar svona kemur upp. Ég held að maður læri með tímanum að lifa með sorginni en yfirbugi hana kannski aldrei eða kom- ist yfir þessa reynslu," segir Rósa sem starfaði við fjölniiðla áður en sonur hennar veiktist. Hún hefur undanfar- in sex ár unnið talsvert fyrir Gest- gjafann þegar aðstæðirr hafa leyft. Fengist þar við aðaláhugamálið, mat- argerð, og skrifað greinar þar um. Aðspurð segir hún fjölmiðlabakt- eríuna og fréttaáhugann enn vera til staðar og segist ekki útiloka að starfa aftur á þeim vettvangi síðar. .Aldrei að segja aldrei," segir hún. „En ég er ánægð í því sem ég er að gera núna og á meðan mér finnst ég geta gert eitthvert gagn held ég hér áfram." Hann syrgði afa sinn djúpt og var meðvitaður um að hann hefði dáið úrþessum hræðilega sjúkdómi sem krabbamein er. Þegar sjúkdóm- urinn greindist svo aftur í Bjartmari var áfallið ólýsanlegt fyrir hann eins og okkur öll. saman. Sigurgeir og Bjartmar Bræðurnir voru miklir vinir, áttu sömu áhugamál og léku sér mikið Systkinin; Sigurgeir, Margrét Lovfsa og Bjartmar Á góðri stund i Disneylandi i Flórida i félagskap Gosa. Bjartmar f tjaldútilegu Félagslifið er gott hjá Styrktarfélaginu sem skipuleggur ýmsa atburði fyrir meðlimi félagsins. Sæt og samheidin systkin. f fallega garðinum heima í hrauninu i Hafnarfirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.