Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 40
40 LAUGARDACUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö 0V Myndlistarmaðurinn Jón Óskar er nýlega kominn til landsins frá Kína þar sem hann var í þrjá mánuði. Hann segir Kínverjana hlæja mikið, mikla grínara, og þeir hikuðu ekki við að snarsnúa sér á götu, góna á hann, benda og hlæja að honum. „Kínverjarnir tóku mér mjög vel. En það var eins og ég væri að koma til útlanda í fyrsta skipti. Þarna talar enginn ensku þannig að öll tjáskipti fóru meira og minna fram á fingramáli," segir Jón Óskar myndlistarmaður. Hann er nýlega kominn heim til íslands frá Kína þar sem hann dvaldi í þrjá mánuði. Jón er enginn dvergur nema síður sé þannig að blaðamaður í fávisku sinni spyr hvort Jón Óskar hafi ekki verið þarna eins og Gúllíver í Putalandi. Jón segir svo ekki vera. Þeir séu hávaxnir margir hverjir og nokkrir í körfuboltastærð. „Þeir eru gríðarlega hjálpsamir, elskulegir og vingjarnlegir. Hlæja mikið. Þetta eru grínarar. Þama er lítið um Vesturlandabúa. Ég var að mestu í borginni Xiamen en þar búa um tvær milljónir. Ég skar mig úr og varð miðpunktur athyglinnar hvar sem ég fór. Þeir snarsneru sér á göt- unni ef þeir mættu mér. Svo er ég ljóshærður í ofanálag og það fannst þeim fyndið. Þeir báðu mig mjög gjarnan um að sitja fyrir á myndum með þeim. Svo voru þeir að benda á mig og hlæja. Það þykir ekki dóna- legt þama. Ekki málið. Það er viðtek- ið,“ segir Jón Óskar sem lét sér vel líka. Kvöddu með tárin í augunum Jón Óskar fór til að starfa í vinnu- stofu í eigu Sigurðar Guðmundsson- ar listamanns og Ineke, konu hans. Hún rekur það sem heitir Chinese Europian Ait Center og þau hjónin buðu Jóni að koma út og starfa þar. Kona Jóns Óskars, Hulda Hákon listamaður, er þar núna og verður fram eftir hausti. „Ég var að vinna að því sem ég er að sýsla auk þess sem mér bauðst að taka þátt í svona postulínsprójekti. Það sem út úr því kemur verður á samsýningu fimm listamanna sem þarna koma og vinna í postulínsverksmiðju þar sem fáanleg er öll sú tæknilega aðstoð Postulínsdrengirnir Eitt verkJóns var svo stórt aö þeir postuiinsdrengir gátu ekki sett það upp, verkið hrundi alitaf, og eftir átta tilraunir kvöddu þeirJón Óskar með tárin f augunum. Tilboð óskast í glæsibifreiðina Chevrolet Bel Air árgerð 1954. Til sýnis á planinu bak við Suðurlandsbraut 32, í dag laugardag frá kl.10-16 og sunnudag kl.13-16. Allar nánari upplýsingar í síma 898-8027, 568-8611 og 587-5603. CHEVROLET BEL AIR Jón Óskar í Kfna Hér erJón Óskar í vinnustofunni íKfna að vinna Ipostulín. Jón vakti hvarvetna athygli og Kinverjarnir bentu á hann og hlógu. sem hægt er að fá. Þar var ég í ágúst- mánuði ffam í september. Síðan verð ég með tvær sýningar í haust, einkasýningu með Huldu og svo verð ég á þessari samsýningu með öðrum listamönnum í postulíninu." Jón Óskar hefur ekki unnið mikið með postulín. Þó var það fyrir um þremur árum sem Steingrímur Eyfjörð listamaður hóaði saman góðum hópi til að vinna með þetta sérstæða efni. „En þá vorum við nú bara að mála postulín. En þama gerði ég 16 til 17 skúlptúra úr postu- líni. Sumir þeirra eru 40 x 40 sm, aðrir upp í einn og hálfan meter. Eitt verkanna var 1,30 x 1,50 metrar. Það er orðin hlussa og ég veit ekki hvað verður með það verk. Þeir hafa ekki gert svona stórt stykki áður og ég veit ekki hvort það tekst. Þeir eru búnir að gera átta tilraunir og það hrynur alltaf. Þegar ég kvaddi þá voru þeir með tárin í augunum." Svo virðist sem Jón Óskar sé búinn að taka Kínverjana í Postulínsverksmiðjunni alveg á taugum með þessum æfing- um sínum. Kapítalískt tilraunaverkefni Xiamen er staðsett í námunda við Tævan sem er þar út af ströndinni. Jón Óskar segir að ekki sjáist þang- að. Hins vegar eiga Tævanbúar margar litíar eyjar sem eru um tvo kflómetra frá ströndinni. „Þar eru þeir með virki og miða fallbyssum stanslaust á Kínverja. Hins vegar er þetta vinsæll sumarleyfisstaður Kín- verja sem fara í siglingatúra og sigla þá upp að Tævaneyjunum. Þar hrópa þeir til Tævanbúanna og segja þeim að koma og vera memm í Kína.“ Jón Óskar reyndi eftir bestu getu að kynnast borginni sem hann segir mjög spennandi. Þetta er ein af fyrstu þremur borgum í Kína þar sem leyfður er frjáls markaður. Kapítah'skt tilraunaverkefni. „Þarna er gríðarlega hröð uppbygging og þegar farið er um borgina má sjá annars vegar gamla Kína og svo gríðarlega nýtískuleg hverfi." Maturinn er frábær þarna að sögn Jóns Óskars. Borgin er sunnar- lega og þeir nota mikið ávexti og grænmetí í sína matargerð auk kjúklinga og svínakjöts. En einkenn- andi er einkum sjávarréttamenning. „Og þarna kostar lítið sem ekkert að vera til. Allt ákaflega ódýrt.“ Sígarettupakkinn á 30 krónur Jón Óskar nefnir sem dæmi um verðlagið að þarna kosti sígarettu- pakkinn aðeins þrjátíu krónur. „Ég ætlaði að hætta að reykja í sumar en gat ekki sleppt þessu tækifæri. Ætlaði að bíða með það þangað til ég kæmi heim. Nei, ég held að Þorgrímur hafi ekki heyrt af þessu." Að fara út að borða er ákaflega ódýrt og föt og slíkt kosta nánast ekki neitt. „Maður lætur sauma á sig föt þarna fyrir lítinn pening. Já, þetta er spennandi svæði upp á allt slíkt að gera. Ég uppgötvaði að ljós, kastarar sem mig vantar í vinnu- stofuna mína, mig vantar 15 slfka, Og þarna kostar lítið sem ekkert að vera til. Allt ákaflega ódýrt. þeir kosta á íslandi 15.000 stykkið en þarna úti fæ ég þá fyrir 1.500. Þetta er nú kannski gott dæmi um prísana." Þó svo að okkar maður í Kína hafi ekki mjög mikinn áhuga á calli- grafi'u, eða myndmáli þeirra Kín- verja, þá voru aðferðirnar sem þeir nota í myndlistinni forvitnilegar og ýmislegt sem Jón Óskar kynntist í Kína mun nýtast honum vel. „Ég fer líklega út aftur í vetur - skottúr vegna sýningarinnar. Og svo hef ég mikinn áhuga á að fara þangað aftur og jafnvel reglulega. Ég er að skoða þann möguleika." Menn eru um sólarhring að koma sér til Kína og hægt að finna sér flugferðir fyrir um 120 þúsund krónur. Á móti kemur svo að ódýrt er að vera í Kína. Jón Óskar mun sýna það sem hann var að vinna þarna úti í Gallerí 101. „En næstu helgi er ég að opna sýningu í Slunkaríki á ísafirði. Hjá Jóni Sigur- pálssyni sem rekur þar gallerí með glæsibrag. Þar verð ég með myndir sem ég var að vinna áður en ég fór út. Tengingar og meira út frá hinni alræmdu Ringó-sýningu sem ég var með í vor í Kling og Bang.“ jakob@dv.is Rúsínustelpurnar Eittþeirra tæplega 20 verka sem Jón Óskargerði úti í Kína.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.