Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblað DV Samkvæmt nýju leiðakerfi Strætó hafa ekki einungis leiðir vagnanna tekið stökkbreytingum í takt við nýja tíma, nöfn vagna og númer koma spánskt fyrir sjónir á götum höfuðborgarsvæðisins. Mestur miss- ir hlýtur auðvitað að vera í þeirri elstu: Leið 2 Grandi - Vogar. Hún mun heita Leið 14 Grandi - Hlemm- ur - Vogar - Kringlan en Leið 2 Salahverfi - Hamraborg - Hlemmur. Árið 1931 var fyrirtækið Strætis- vagnar Reykjavíkur hf. stofnað og þar með hófst saga almenningssam- gangna í Reykjavík. Fyrsta ferðin var farin 31. október það ár og var rekst- ur fyrirtækisins fyrstu árin í höndum hlutafélagsins en árið 1944 keyptu bæjaryfirvöld í Reykjavík reksturinn. Byggðasamlagið Almenningsvagnar í eigu Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Bessastaðahrepps, hóf starfsemi 1991 en Mosfellsbær dró sig út úr fé- laginu 1997 og fól SVR umsjón með þjónustunni. Þá lagðist og af sérleyfisakstur milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og milli Mosfellssveitar og Reykja- víkur. Byggðasamlagið Strætó hóf starfsemi í júlí fyrir þremur árum og tók við verkefnum SVR og AV en SVR hafði þá sinnt samgöngum í Reykja- vík, á Seltjarnarnesi og í Mosfellsbæ. Með nýju leiðakerfi Strætó bs hverfa gömul og gróin nöftiin á gulu drek- um höfuðborgarsvæðisins. Elsta þeirra var Leið 2, Grandi - Vogar, sú sem flutti flskvinnslufólk til vinnu vestur á Granda og íbúa Vogahverf- isins og nemendur í MS og MT til og frá vinnustað. Hin nýja leið 2 fer um Salahverfi og Hamraborgina í Kópa- vogi niður á Hlemm en vagnin sem fer um fornar slóðir leiðar 2 verður leið 14 og fer frá Granda inn á Hlemm og í Vogahverfið en heldur svo rakleiðis í Kringluna áður en hún fer vestur úr aftur. Nöfn vagnanna segi til um leiðina „Ég hef ekki tilflnningar til þess- arar leiðar sérstaklega, hún ók ekki um hverfið sem ég ólst upp í. Vissu- lega er nokkur sjónarsviptir að klassískum nöfnum eins og Grandi - Vog- ar og Hagar - Sund, en vonandi koma einhver skemmtileg í staðinn. Og nöfn vagnanna verða að segja til um leiðir þeirra um borgina, það segir sig sjálft," segir Ásgeir Eirfks- son, ffamkvæmda- stjóri Strætó bs. „Sam- kvæmt þessu nýja leiðakerfi aka vagnar á stofnleiðum, aðalleiðum og , úthverfa- eða þjónustu- * leiðum. Þær síðasttöldu aka innan eða milli hverfa og sveitarfé- laga en fara ekki í miðbæinn. Stofn- leiðir aka á stofnbrautakerfmu til þess að vera fljótari í förum og aka allar inn til miðborgarinnar. Aðal- leiðirnar fara um stærri hverfi á höf- uðborgarsvæðinu og tengja þau saman. Þeir vagnar hafa allir við- komu á Hlemmi og flestir einnig á Lækjartorgi. Stofnleiðirnar bera fyrstu númerin, aðalleiðirnar frá 11 upp í 17 og hæstu tölurnar eru svo úthverfa- eða þjónustuleiðirnar," segir Ásgeir. Þetta var svona súld Ekki eru allir sammála Ásgeiri Ei- ríkssyni framkvæmdastjóra Strætó bs. Þeim ftúltrúum lands- frægrar Vogaklíkunnar sem DV hafði sam band við urðu þessi tíðindi til- efni vangaveltna, - og eftirsjár. „í leið tvö í- settist ég helst alltaf í sama sæt- ið, hæfllega mið- svæðis til að geta látið notalegt þvaðr- ið í gömlu konunum líða inn um annað eyrað og út um hitt, strætósamræður er jafn gaman að hlusta á og það er erfitt að taka þátt í þeim,“ segir Guð- mundur Andri Thorsson rithöfund- ur. „í vagninum var oft römm fiski- lykt því þarna var mikið um fisk- vinnslufólk, - þarna voru líka menntskælingar, fulltrúar hjá Skatt- inum, hverfislúserar, konur sem aUtaf voru - og eru - eins og Kristján Benediktsson borgarfuUtrúi var þarna líka. Guðmundur Haraldsson var fulltrúi mennta og lista, sveiflaði lítflli tösku, sendi konum tóninn eða sagði stundarhátt: „það er nefiiUega það“. Sjálfur bíltúrinn var tíðindalít- Ul, enda satt að segja einstaklega fátt að sjá í austurbænum. Eiginlega var maður aUtaf í þægUegu og mjög sér- reykvísku og mjög gráu hugará- A leið vestan af Granda inn í Voga Búinn að skila afsér fiskvinnslufólkinu vestur frá og á leið með menntskælinga í skólann standi í þessum strætis- vagni. Þetta var svona súld. Það er okkur öUum tfl vansa að strætisvagna- samgöngur séu smám saman að leggjast af. Fólk fær sér farkost sem miðast við að komast yfir óbrúaðar ár og kemst fyrir vUdð varla miUi bæjarhluta. Bráðum verða sjálfsagt aUir komnir á vörubíla," segir Guð- mundur Andri. Traðkað á öllu sem máli skiptir „Þetta er eins og hundurinn Snoopy sagði: „They are parking on my memories." Ég tók þennan vagn rlaolfwTQ á monntaclr^lQánim mínnm og segi nú bara að aUt sem ein- hverju máli skipt- ir í þessu lífi, - það er traðkað á því. Eins og leið 13 Kleppur - Hraðferð en það er eitthvert al- faUegasta nafn á strætis- vagnaleið sem um getur, fyrir nú utan hversu margfalt það er í merk- ingunni. Það er sjónarsviptir af leið 2 Grandi - Vogar, jafnvel þó maður komist sömu leið á öðru númeri með öðru nafni, þá gerir það ekki sama gagn. They are parking on my memoires," segir Einar Kárason rit- höfundur. rgj@dv.is Leið 2 Grandi - Vogar Fyrir löngu stoppaði þessi virðulegi vagn við bifreiðastöð Steindórs f Hafnarstræti. SKIPULAGS- OG BYGGINGARSVIÐ BORGARTÚN 3-105 REYKJAVÍK - SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219 Leiðrétting á auglýsingu, sem birtist í dagblöðum 22. september sl., um breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík. [ samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með auglýst til kynningar tillaga að breytingu á deiliskipulagsáætlun í Reykjavík. Sigtún 38, Grand Hótel. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Grand Hótel að Sigtúni 38. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingareitur, fyrir bílgeymslu neðanjarðar, vestan við aðalbyggingu minnki úr 2700m2 í 2200m2, gert er ráð fyrir nýjum byggingarreit fyrir bílgeymslur neðanjarðar, allt að 45 stæðum, norðan við núverandi hús með aðkomu um rampa. Stæðum mun því fjölga um 4 neðanjarðar en að sama skapi fækka um 4 ofanjarðar. Ekki er um aðrar breytingar á deiliskipulagi að ræða. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna. Tillagan liggur frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar í Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8.20 - 16.15, frá 22. september til og með 3. nóvember 2004. Einnig má sjá tillöguna á heimasíðu sviðsins, skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillöguna. Ábendingum og athugasemdum við hana skal skila skrif- lega til skipulags- og byggingarsviðs (merkt skipulags- fulltrúa) eigi síðar en 3. nóvember 2004. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillöguna. Reykjavík, 25. september 2004 Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur Elsta leiðin í strætis- vagnakerfinu Þartil nýja kerfið tekur gildi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.