Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Helgarblaö DV Sjálfshjálparnámskeið ófagmenntaðra aðila geta hæglega orðið að költsamfélögum þar sem leiðtoginn beitir aðferðum sem líkjast heilaþvotti. Boðskapin* slíkra sam- félaga getur haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir líf þeirra sem fyrir honum falla. „Leitið og þér munuð finna,“ sagði Jesú. Og reyndist hafa rétt fyrir sér, eins og endranær. Sá sem leitar finnur alltaf eitthvað. Gallinn fyrir leitandi sálir er sá að það er ekki endilega víst að það sem maður finnur sé það rétta. Að minnsta kosti ekki fyrir viðkomandi leitandi sál. Leitina sjálfa geta hins vegar óprúttnir aðilar notfært sér; búið til gervilausnir og talið fólki trú um að einmitt þær séu það sem leitað var að. Þær feli í sér rétta svarið, bestu lausnina, sannleik- ann. Og þegar verst lætur geta hinar meintu lausnir haft í för með sér enn verri vanda en þann sem upphaflega var lagt upp með við leitina. Sigurður Guðmundsson land- læknir hefur nú sent frá sér við- vörun gegn „sjálfshjálparnám- skeiðum" þar sem forsvarsmenn hafa myndað um sig einhverskon- ar költ eða hirð (e. cult). í frétt frá embættinu segir: „Ábendingum hefur verið komið til Landlæknis- embættisins þar sem bent hefur verið á mikinn kostnað við þessi námskeið og ennfremur að for- svarsmenn hafi myndað um sig einhvers konar hirð (cultism) sem hafi sett fleyg milli fölks innan fjöl- skyldna." Sjálfshjálparnámskeið af því tagi sem Gitte Lassen hefur haldið í skúr sínum uppi á Vatns- enda, á Sólheimum í Grímsnesi og hjá Vetrarsól í Kópavogi þykja í meira lagi vafasöm og er varað við því að um Gitte gæti myndast ein- hvers konar „költhópur" sem getur verið hættulegur fólki og fjölskyldum. Leikskólastjóri vísar fólki á orkunámskeið Á dögunum birti DV viðtal við leikskólastjóra á einkareknum leikskóla í Reykjavík sem fallið hefur fyrir aðferðum Gitte Lassen og vísar foreldrum á hana eigi börnin við veikindi eða erfiðleika að stríða. í tilkynningunni þar sem Landlæknir varar við starfsemi Gitte segir ennfremur: „Land- læknisembættið hefur kynnt sér auglýsingabækling og upplýsingar sem frá forstöðumönnum þess hafa komið. Ástæða er til að benda fólki eindregið á að engin líffræði- leg eða sálfræðileg vísindaleg þekking liggur á bak við aðferðir þeirra sem að orkunámskeiðun- um standa. Hér virðist því miður vera um fremur óprúttna fjár- plógsstarfsemi að ræða og leyfir Landlæknisembættið sér því að vara fólk eindregið við því sem þarna er fram borið." Oklahoma-sprengingin Rústirstjórnsýslu- byggingarinnar í Oklahoma sem sprengd var í apríl árið 1995. Sagtvarað Timothy McVeigh hefði komið sprengjunni fyrir til aö hefna fyrir árás lögreglu á költsamfélagið f Waco í Texas tveimur árum fyrr. | Eldur 1 Waco Félagar f költsamfélagi I höfðu verið umkringdir af laganna vörð- | umf 51 dag I Waco I Texas árið 1993 þeg- I ar þeir kveiktu f húsinu. Költsamfélag Fórnarlömb költsamfélaga eru oftar en ekki leitandi sálir sem vilja bæta sjálfið með einhvers konar hugmyndafræði sem er komið til viðkomandi með aðferðum sem líkjast heilaþvotti eða dáleiðslu. I mörgum tilfellum verða mjög dramatískar breytingar á hegðun og karakter viðkomandi. Smám saman fer fólk að fylgja leiðtoga hugmyndafræðinnar sem einhvers konar lærisveinar. Leiðtoginn er oftar en ekki dýrkaður og dáður af fylgifólki sínu, sem fylgir hans/ -hennar hugmyndum í einu og öllu. Költsamfélög hafa nokkrum sinnum myndast á íslandi þannig að þau hafi haft afdrifaríkar afleið- ingar fyrir einstaklinga sem tóku þátt í þeim. Samfélag Paul Welsh Nærtækasta dæmið er samfélag Paul Welsh sem vísað var úr landi af útlendingaeftirlitinu fyrir fáein- um árum eftir að hafa féflett fórn- arlömb sín sem mörg hlutu andleg- an skaða eftir sjálfsstyrkingarnám- skeið hans. Paul Welsh byrjaði hér með saklaus sjálfsstyrk- ingarnámskeið sem þró- uðust út í það að verða samfélag stuðnings- manna hans sem sumir fylgja honum enn. Paul Welsh heldur nú til í San Diego í Suður-Kaliforníu þar sem hann býr með sjálfsstyrkingarsamfélagi sem kallar sig „Miracle of Love“. Nokkrir íslending- ar fylgja honum enn og eftir því sem heimildir DV I Kofi Gitte Gitte býr á Vatnsenda I í afskekktum kofa þar sem hun I heldur gjarnan námskeið sln. herma er um að ræða samfélag þar sem allir meðlimir búa saman og deila öllu í miklum kærleik. Sértrúarsöfnuðir Sumir vilja skilgreina samfé- lög sértrúarsöfnuða á íslandi sem költsamfélög, en mikil múgsefjun og lífsháttabreytingar fylgja sumum þessara samfélaga. Helst eru þá nefnd samfélög Votta Jehóva og Krossins. Erlendis eru slík samfélög til í öllum myndum. Þekktur er djöflasöfnuður, Charles Manson, regla Alister Crowley, Vísindakirkjan og félagsskapur um flata jörð. Mörgum er enn minnisstæður sá skelfilegi atburður í Texas í aprfl árið 1993 þegar leiðtogi költsamfélags sannfærði samfélag sitt um að brenna inni í byggingu sinni, í leit- inni að endurholdgun. 74 einstaklingar brunnu inni í byggingunni, karlar, konur og börn. freyr@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.