Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.2004, Blaðsíða 44
Helgarblað DV * '44 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 Chevy Chase fæddist 8. október árið 1943 í New York. Hann var skírður Cornelius Crane Chase en fékk fljótlega viðumefnið Chevy eftir að amma hans uppnefndi hann eftir Chevy Chase, ríku bæjarfé- lagi í Maryland. Chevy lauk háskóla- prófi í ensku en hóf fljótlega að vinna fyrir sér með því að semja brandara fyrir grínhópa á borð við The Smothers Brothers og National Lampoon. Með síðari hópnum gerði hann seinna Vacation myndirnar. Fyrsta tækifæri sitt sem grínleikari tfífékk Chase með grínmyndbanda- hópnum Channel One, en það verk- efni þróaðist svo út í kvikmyndina Groove Tube árið 1974. Þetta hjálpaði Chase að koma sér á framfæri og í kjölfarið fékk hann vinnu við gerð fýrstu seríunnar af Saturday Night Live árið 1975. Hlaut Emmy-verðlaun sem leik- ari og höfundur Chase var upphaflega ráðinn sem höfundur fyrir þættina en kom sér fljótlega hinum megin við myndavél- ina. Fyrstaleikaraverkefni hans í þátt- unum var hlutverk fréttamannsins í Weekend Update, föstum liði í Satur- day Night Live. Chevy varð strax fræg- ur fyrir frasann sem hann notaði þar: **„Good Evening, I’m Chevy Chase and You’re Not." Auk þess þóttu eftir- hermur hans af Gerald Ford, fórseta Bandaríkjanna, hreint frábærar og í lok fyrsta ársins hlaut Chase Emmy- verðlaun, bæði sem leikari og höfund- ur. Hann hætti í þáttunum að ári loknu til að reyna fyrir sér í kvikmynd- um. Chevy Chase Grínleikarinn sem var frábær á niunda áratuginum en hefur verið á hraðri niðurleið frá því tíundi áratugurinn gekk í garð. Bestu myndir hans erFletch og Vacation. | Grínleikarinn Chevy Chase var á allra vörum á níunda áratug sið- 1 ustu aldar. Hann hafði slegið í gegn i sjónvarpsþáttunum Saturday | Night Live og leikið i vinsælum gamanmyndun og virtist stefna á | toppinn. Siðan þá er eins og hann geti ekki valið sér rétt hlutverk. Chase hafnaði meirá að segja aðalhlutverkinu í American Beauty I sem Kevin Spacy hlaut Óskarinn fyrir. Nú er hann að verða 61 árs I og lék siðast í myndinni The Karate Dog. Kaldhæðnin varð að vörumerki Chase sló ekki í gegn í kvikmynd- um fyrr en með Caddyshack árið 1980 þar sem hann lék sjálfsumglaðan og ríkan atvinnugolfara sem sló um sig með kaldhæðnislegum frösum. Slíkir frasar áttu eftir að verða vörumerki Chase. Við tökur á næstu kvikmynd sinni, Modern Problems frá árinu 1981, varð Chase fyrir raflosti þegar skamm- hlaup varð í lendingarljósum sem voru föst við líkama hans. Sagt var að hann hefði vel getað látið lífið og eftir þetta atvik lagðist Chase í þunglyndi. Það var ekki fyrr en tveimur árum síð- ar að hann hafði jafnað sig að fullu en þá var fyrsta Vacation-myndin frum- sýnd. Vacation-myndirnar urðu alls fjórar talsins og segja þær af hinni óborganlegu Griswold-fjölskyldu. Chase lék fjölskylduföðurinn Clark og gerði hann myndirnar óhemju vin- 4Bsælar. Hann hélt þeirri seríu gang- andi, jafnvel þótt ffamhaldsmyndirn- ar væru ekki allar eins góðar og fyrsta myndin. Chevy og eiginkonan Hér sést leikar- inn með seinni eiginkonu sinni.Jayni, en þau eiga tvö börn saman. Myndin er tekin árið 2000 þegar þau hjónin voru heiðruð fyrir störfsín iþágu umhverfis- verndar Á toppnum með Fletch Árið 1985 var kvikmyndin Fletch með Chevy Chase í aðalhlutverki frumsýnd. Flestir eru sammála um að þetta sé hans besta mynd, enda fær Chase þar að njóta sín fyllilega í skemmtilegum orðaleikjum og frös- um. Fletch er blaðamaður sem villir á sér heimildir og er alltaf með skjót svör við öllu, hann á safn fáránlegra dulbúninga og kaldhæðnin er aldrei langt undan. í Fletch bjó Chevy Chase til klassíska grínpersónu sem margir muna vel eftir. Framhaldsmyndin Fletch Lives kom árið 1989 og varð ekki eins vinsæl þótt hún sé vissulega nokkuð vel heppnuð. Stjarna hrapar Chase gekk ágætlega í félagi við aðra leikara úr Saturday Night Live í kvikmyndunum Spies Like Us (1985) og Three Amigos! (1986). Aðdáendur hans voru í skýjunum en gagnrýnend- um fannst þær ekki nærri því eins góðar og Fletch eða Vacation. Caddyshack II kom árið 1988 og þrátt fyrir frábæran leikarahóp þótti hún misheppnuð. í byrjun tíunda áratugarins var stjarna Chase að hrapa. Það var ekki lengur ávísun á góða gamanmynd að hann væri í aðalhlutverkinu. Nothing But Trouble (1991) var gott dæmi um þetta; hún þótti ömurleg. Næst var það Cops and Robbersons frá árinu 1994 sem fékk ekki góðar viðtökur. Árið 1993 ætlaði Chevy svo sann- arlega að snúa taflinu við með spjall- og skemmtiþætti á sjónvarpsstöðinni Fox. Skemmst er frá því að segja að þátturinn var tekinn af dagskrá innan við tveimur mánuðum eftir að hann fór í loftið. Árið 1995 var Chase hand- tekinn fyrir ölvunarakstur en á þess- um tíma, sem oft áður, var hann ansi gefinn fyrir sopann og eiturfyfin. Hafnaði óskarsverðlaunahlut- verki Á síðari árum hefur Chase snúið sér alfarið að fjölsky'ldumyndum. Hann lék í Man of the House árið 1995 og krakkamyndinni Snow Day árið 2000. Með því að einbeita sér að fjöl- skyldumyndum hefur Chase þurft að hafna einhverjum hlutverkum sem samrýmast ekki ímynd hans. Eitt hlut- verkið sem hann hafnaði hefði að öll- um líkindum breytt talsverðu fyrir hann. Það var hvorki meira né minna en hlutverkið sem Kevin Spacey hlaut óskarsverðlaunin fyrir í American Beauty árið 1999. Að vísu hefði sú mynd líklega orðið nokkuð öðruvísi hefði Chase tekið að sér hlutverkið. Undanfarið hefur Chase helst tekið að sér aukahlutverk í kvikmyndum, til að mynda í Dirty Work frá 1998 og Or- ange County frá 2002. Síðasta myndin sem hann lék í og hefur komist í kvik- myndahús er kannski lýsandi fyrir feril hans í dag. Hún heitir The Karate Dog og fjallar um lögreglumann sem rannsakar morðmál. Eina vitnið í málinu er hundur sem svo vill til að getur talað við menn. Chase leikur ekki aðalhlutverkið; hann talar fyrir hundinn. Chevy Chase býr í New York með eiginkonu sinni, Jayni, og þremur dætrum. hdm@dv.is Helstu myndir Chevy Chase Vegas Vacation (1997) FjórðaVacation-myndinogsúlakastaafþeim. ’j Wlan ofthe House (1995) £t§i Á móti Farrah Fawcett og Jonathan Taylor . Thomas. Misheppnuð. Cops and Robbersons (1994) WM Á mótiJack Palance og Dianne Wiest. Sæmi- \ leg. 0'j's Last Action Hero (1993) I ) Lítið gestahlutverk. Memoirs of an Invisibie IVIan (1992) ÆHijgfe Á móti Daryl Hannah og Sam Neill. Sæmileg. w ?- % » Nothing ButTrouble (1991) .1 Á móti Dan Aykroyd (sem samdi einnig hand- ritið og leikstýrði), John Candy og Demi Moore. Hörmuieg. m > Christmas Vacation (1989) i Á móti Beverly D'Angeio, Juliette Lewis og j Randy Quaid. Frábær. •* ’ó Funny Farm (1988) Sæmiileg skemmtun. Three Amigos! (1986) t ., Á móti Steve Martin og Martin Short. Fín ?/* ■ w ýlf • grínmynd á sínum tima, eldist ekkert sér- t „ ^ ',T staklega vel. § Spies Like Us (1985) fH&Vwlv Á móti Dan Aykroyd. Frábær. European Vacation (1985) Á móti Beverly D’Angelo. Nokkuð góð. ~ Elatrk HO#C> |||g Fletch (1985) | f£LJ Besta mynd Chevy Chase. Vacation (1983) jf Á móti Beverly D'Angelo og Randy Quaid. Næst besta myndin. ■ v #Seems Like Old Times (1980) Á móti Goldie Hawn og Charles Grodin. Gerð eftir sögu Neil Simon. Ágæt. Chevy og pólitíkin Chevy Chase er demókrati og sést hér með Bill Ciinton, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á fjáröflunarsamkomu flokksins árið 2000. Á stóru myndinni heldur hann á blaðaúrklippu afsinum manni,John Kerry, forsetaframbjóðanda Demókrata í kosningunum íhaust. J Caddyshack (1980) É^'% - Á móti Rodney Dangerfieldog Bill '"’jKrít Murray. Ágæt. Oh, Heavenly Dog! (1980) I Á móti Jane Seymour, Omar Sharifog hundinum Benji. Sæmileg. Framhaldsmyndin misheppnaða. Á móti Dan Aykroyd, Randy Quaid og fleirum. Hörmuleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.