Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 37
auki var tékknesk þjóðernistilfinning rik í honum og
einnig að pví leyti espaðist hann til andstöðu við hið
þýzka veldi Habsborgaranna. Viðkynning hans við
enskt og franskt lýðræði magnaði hjá honum van-
trúna á keisaraveldið heima fyrir og pau kynni, sem
hann hafði af rússneskum byltingamönnum í París
höfðu mikil áhrif á hann, en hann tók þátt í funda-
höldum þeirra og lagði upp frá því mikla stund á
það að kynnast rússnesku þjóðlífi og bókmenntum.
A þessum árum kynntist hann einnig jafnaðarstefn-
unni, rannsakaði hana mikið og hallaðist að sumu í
henni, og skrifaði i aðalblað jafnaðarmannaflokksins
og fór ávallt vel á með honum og jafnaðarmönnum,
en ekki vildi hann ganga í flokk þeirra.
Benes fékk fljótlega kennarastöðu, eins og hann
langaði til, varð prófessor í hagfræði í verzlunar-
skólanum i Prag, og seinna í þjóðfélagsfræði i há-
skólanum þar. Hann gat sér gott orð fyrir áhuga sinn,
dugnað og lærdóm og fór að fást allmikið við opin-
ber mál og varð hægri hönd Masaryks, sem meira
og meira varð forustumaðurinn í þjóðernishreyfingu
Tékka. Masaryk vann á þessum árum mikið og flókið
og oft erfitt verk í þjónustu þessa máls og Benes og
Stefanik gengu öðrum fremur fram fyrir skjöldu með
honum. Pegar heimstyrjöldin var skollin á, kom
fyrst fyrir alvöru tækifæri tékknesku þjóðernissinn-
anna, til þess að gera drauma slna að veruleika. Á
fyrsta ári ófriðarins fór Benes til Parisar og varð
þar aðalfulltrúi tékkneska sjálfstæðisflokksins. Peir
félagar allir og ílokkur þeirra hallaðist frá upphafi
eindregið að bandamönnum í þeirri von, að sigur
þeirra á miðveldunum mundi verða til þess, að Tékk-
ar fengju sjálfstæði. Sú varð líka raunin á, og eftir
hrun Austurríkis viðurkenndu bandamenn stofnun
Tékkoslovakiska ríkisins, og framkvæmdastjórn sjálf-
stæðisflokksins varð bráðabirgðastjórn ríkisins. Benes
hafði verið ritari flokksins og varð nú utanrikisráð-
(83) 3