Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Qupperneq 81
eitthvað annað en allur hégóminn og tildrið, sem
tíðkast hér á iandi. í Rvík komast víst fáir ofan
í jörðina fyrir minna en 6—8 hundr. krónur, enda er
ekki dýrara að senda lík til útlanda, til bálsetningar,
heldur en að grafa pað í höfuðstaðnum. A s. 1. ári
var send kista héðan til bálstofu í Khöfn, par sem
likið var brennt. Allur kostnaður varð ísl. kr. 570. —
Af pessari upphæð fóru 150 kr. í flutningskostnað á
skipinu. Fargjaldið fyrir dauðan mann er sem sé pað
sama sem fyrir lifandi farpega, á fyrsta plássi, með
öllum pægindum.
Rotnunin í gröfinni. Þegar menn vilja gera sér skyn-
samlega grein fyrir, hvermg heppilegt sé að ganga
frá dauðum líkama, verður að athuga, hvaða um-
myndun likið tekur i gröfinni. Menn leggja hinn
framliðna í dýra og skrautlega kistu, og peir, sem
barnalegastir eru í trúnni, hugga sig við, að par muni
hann hvíla, unz holdið ris upp aftur. Menn reyna að
blekkjast í lengstu lög, og fæstir gera sér grein fyrir
peirri hörmung, sem kirkjugarðarnir hafa að geyma.
— Læknar hafa athugað gaumgæfilega hvernig líkið
ummyndast, pví að] stöku sinnum kemur pað fyrir,
að læknar gera líkskoðun löngu eftir andlátið.
Menn kannast við, að rotnunareinkenni koma fram
skömmu eftir dauðann, og halda pau áfram í gröf-
inni. Skinnið losnar frá holdi, en neglur og hár dett-
ur af. Vegna rotnunarlofts í holdinu, blæs líkið upp
og verður ópekkjanlegt. Kviðurinn penst út af Iofti,
og getur sprungið. — Smám saman leysist líkið al-
veg í sundur, og útlimirnir losna frá kroppnum.
Beinin ein varðveitast lengi. Fyrir nokkrum árum
var hér á landi opnuð gröf konu, sem legið hafði
um 40 ár í gröfinni. Líkið var pá orðið að dökkri
leðju, en beinin lágu á kistubotninum.
Próf. Holst í Osló segir, að pessar hörmulegu um-
myndanir taki a. m. k. 8—10 ár, i heppilegum jarð-
vegi, en allt upp í 50 ár, ef grafreiturinn er deiglend-
(77)