Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1935, Page 83
hurðar, bregða upp raynd af því, sem gerist í líkofn-
inuro á bálstofunni, þegar likið er brennt. Pað er
fjarri þvi, að iíkaminn taki neinum hroðalegum mynd-
breytingum sem í gröíinni, en hann eyðist á l^/a—2
klst. í heitu, tæru lofti, sem veitt er inn í brennslu-
klefann. Eldstæðið, þar sem kyndingin fer fram, er
aðskilið frá klefanum, þar sem líkið brennur. Elds-
logum slær upp í byrjun, þegar kviknar í líkklæð-
um og kistu. En skjótt hvarflar reykurinn frá, og
gegnum ofurlítið gluggaop — lokað með glimmer-
rúðu — má líta líkið í fullkominni ró, í rauðglóandi
steinhvelfingunni. Likið brennur ekki í reyk eða
svælu, en í heitu, tæru Iofti gufa upp og hverfa leifar
hins framliðna manns. Holdið breytist í ósýnilega
kolsýru og vatnsgufu, og hverfa þessi efni út í geim-
inn gegnum loftrásir frá líkofninum. Eftir verða að-
eins nokkrir hnefar af ösku.
Pað er eins og Stgr. Matthíasson héraðslæknir tek-
ur réttilega fram í áður umgetinni »Skírnis<(-grein
sinni — að Iokum eru úrslitin þau sömu, hvort sem
likið er grafiö eða brennt — það breytist að siðustu
í kolsýru, vatn og steinefni.
Ég heíi séð líkbrennslu oftar en einu sinni. Af
eiginsjón og reynd flnnst mér sem flestir myndu
geta horft rólegir inn í líkofn, meðan brennsla fer
fram. En fáum væri treystandi til að líta i kistu,
sem grafin væri úr kirkjugarði, án þess að verða
mikið um þá sjón.
Rœklarsemi. í fljótu bragði kann það að þykja lítil
ræktarsemi að stinga vini eða vandamanni inn í ofn
eftir andlátið, i stað þess að leggja hann í skraut-
lega kistu, og fína svo til leiðið á eftir, eða steypa
hvelfingu utan um allt saman. En litla ihugun og
þekking þarf til að skilja, að þrátt fyrir mikinn til-
kostnað og ytra skraut, er likami þess manns, sem
undir legsteininum hvílir, árum saman i hinu aum-
legasta ástandi, þangað til beinin ein eru eftir. Ef
(79)