Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 23
Mars er í ársbyrjun í merki metaskálanna og reikar fyrst austur eftir um
sporðdrekamerki, höggormshaldarann, bogmannsmerki, og inn í steingeitar-
merkið. Þar snýr hann við 22. júní, og reikar aftur vestur í bogmannsmerkið,
en snýr aftur austur á leið þ. 23. ágúst og fer um steingeitarmerki inn í vatns-
beramerkið, en við árslok er hann kominn inn í fiskamerkið. Hann er í há-
suðri frá Reykjavík kl. 8 f. m. þ. 21. janúar, en þ. 4. marz kl. 7 f. m., 13.
apríl kl. 6 f. m., 13 maí kl. 5 f. m., 8. okt. kl. 8 e. m., 11. nóv. kl. 7 e. m.
og 20. dez. kl. 6 e. m.
Júpíter er í vatnsberamerki í ársbyrjun og reikar fyrst austur á bóginn
inn í fiskamerki. Þar snýr hann við 29. júlí og heldur vestur eftir til 24.
nóvember. Þá snýr hann aftur austur á leið. Hann er enn í fiskamerki við
árslok. í ársbyrjun er Júpíter kl. 4 e. m. í hásuðri frá Reykjavík. en þ. 19.
jan. kl. 3 e. m., 8. febr. kl. 2 e. m., 8. ágúst kl. 4 f. m., 6. sept. kl. 2 f. m.,
2.-3. okt. kl. 12 á miðnætti, 29. okt. kl. 10 e. m., 28. nóv. kl. 8 e. m.
og 30. dez. kl. 6 e. m.
Satúrnus er í fiskamerki við upphaf ársins, og reikar austur eftir. Þegar
hann snýr við þ. 14. ágúst, er hann kominn inn í hrútsmerkið. Frá 14. ágúst
til 28. dezember reikar hann vestur eftir, en við árslok er haun aftur á austur-
leið. Hann er þá í fiskamerki. Satúrnus er í hásuðri frá Reykjavík: Þ. 9.
jan. kl. 6 e. m., 11. febr. kl. 4 e. m., 29. ágúst kl. 4 f. m., 27. sept. kl. 2 f.
m., 25.-26. okt. kl. 12 á miðnætti, 22. nóv. kl. 10 e. m. og 22. dez. kl. 8 e. m.
Úranus sést næstum aldrei með berum augum. Hann er allt árið í hrúts-
merki og verður gcgnt sólu 13. nóvember. Hann er þá í hásuðri frá Reykja-
vík um lágnættið 43° yfir láréttan sjóndeildarhring.
Neptúnus og Plútó sjást ekki með berum augum. Neptúnus er við upp-
haf ársins og í árslok vestarlega í meyjarmerkinu, en um tíma er hann samt
austarlega í ljónsmerkinu. Gegnt sólu er hann 13. marz og er þá í hásuðri
frá Reykjavík 30® yfir sjóndeildarhringinn. Plútó er gegnt sólu 22. janúar 49°
á lopti um lágnættið.
(21)