Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 32
þeir skjóta!“ hrópuðu þeir, sem fremstir gengu í
fylkingunni, og brást þá bráðlega flóttinn. Daladier
hafði gefið fyrirskipun um að skjóta, og hann hefir
aldrei dregið neina dul á, að það var hann, sem
ábyrgð bar á þeirri ráðstöfun. Það hefir á mjög
skemmtilegan hátt verið gerður skapgerðarsaman-
burður á helztu mönnum Frakklands, með þvi að
hugsa sér þá standa í sporum Daladier við þetta
tækifæri: Herriot mundi hafa fengið taugabilun og
leitað einveru. Sarraut hefði haldið glymjandi ræðu.
Chautemps hefði hótað. En Daladier gaf fyrirskip-
un um að skjóta. En það var ekki harðara í Dala-
dier en svo, að hann tók þenna atburð afar nærri
sér. Þrjátíu lágu dauðir á Cancordtorginu og hundr-
uð manna voru sárir. Hann vissi, að hann hafði
bjargað franska lýðveldinu, en hann hafði ekki
þrek og geð til þess að verja verk sitt. Hann hvarf
inn í þögnina, brennimerktur sem morðingi af fas-
istunum og fjölda andstæðinga. Og út í blómagarð
sinn í Nimes var öldungurinn Doumergue sóttur til
þess að taka við stjórnartaumunum.
En stjórnmálaferli Daladier var ekki lokið, og
landið varð rórra á ný. Tilraun fasistanna til þess
að koma á byltingu skóp alþýðufylkinguna og hún
varð voldugasta pólitiska aflið í Frakklandi. Hún
vann sigur í kosningunum 1936 og Leon Blum,
sem þá var þjóðhetja Frakklands, kallaði Daladier
til þess að takast á hendur yfirstjórn hermála í
ráðuneyti sinu.
Hann byrjaði þegar á hinu mikla endurreisnar-
verki sínu innan hersins. Hann er hvorki hégóma-
gjarn né tilfinninganæmur. Hann bar engan kala
til þeirra, sem höfðu hrakið hann frá 1934, og liann
krafðist frá upphafi samstarfs við hvern þann
mann, sem meta vildi styrk og öryggi Frakklands
meira en allt annað, eins og það væri sjálfsagður
hlutur. Stefnuskrá hans er ákaflega stutt, hún er 3
(28)