Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Qupperneq 35
armenn til undanhalds *á Cordobavígstöðvunum og
setti herlínu stjórnarhersins svo framarlega, að
þar hefir til skamms tíma verið ein af úrslitastöðv-
um styrjaldarinnar.
En ennþá var heimurinn ekki farinn að hafa
neitt að segja af Miaja og nafn hans var ennþá
ókunnugt. Það er ekki fyrr en í nóv. 1936, sem um-
heimurinn fór að veita þessum manni verulega
athygli. Það var þá í nóv. 1936 að uppreistarmenn
hófu tryllta sókn á Madrid, hugðust að taka horg-
ina í skyndi og binda þar með enda á styrjöldina.
Stjórnin fól þá Miaja að taka við vörn borgarinnar
og næstu vikurnar gat hann sér aðdáun allra, sem
skyn bera á hermál, fyrir þrautseigju sína, snilli
og snarræði. Uppreistarmönnum tókst ekki að
vinna þumlung af landi, þeir eyddu vopnum, mönn-
um og fé, án þess að vera nokkru nær vikum sam-
an, og að lokum fjaraði sókn þeirra út. Miaja var
þegar þar var komið sögu viðurkenndur allra
slyngasti herforingi stjórnarinnar og fékk hann
nú það hlutverk að skipuleggja og koma samræmi á
allan her stjórnarinnar, og tókst honum á skömmum
tíma að bæta mjög um aga hans og aðferðir. Snemma
á þessu ári var hann gerður að yfirforingja alls
stjórnarhersins, og er í rauninni sá, sem öllu ræður
í hermálum af hálfu spönsku stjórnarinnar.
Blaðamaður frá National Zeitung í Basel í Sviss,
heimsótti Miaja fyrir nokkru i vinnustofu hans í
bermálaráðuneytinu í Madrid. Hann var um-
hringdur aðstoðarmönnum sinum og símarnir
hringdu látlaust. Á meðan hershöfðinginn talar i
síma segir bróðursonur hans, Segundo Miaja, blaða-
Wanninum ýmislegt um háttu hans og skapgerð.
Hann segir frá á þessa leið:
>,Ég bið yður að spyrja einskis um fjölskyldu hans,“
hvíslar Miaja yngri í eyra mér. „Enginn af okkur
minnist nokkru sinni á það, og slík spurning gæti
(31)