Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Page 37
ið á dögunum. Sjö vagnar brunnu hérna í garðinum
fyrir utan. Drengirnir", — og Miaja bendir á hina
rosknu aðstoðarmenn sína — „vildu fá mig til þess
að flytja burt. En hvers vegna? Til hvers? Ég var i
fyrradag úti á vígstöðvunum og lenti í kúlnaregni.
Vagninn steyptist ofan i sprengjugíg, og það kvikn-
aði i honum. Ég brákaði á mér handlegginn. Svo að
þarna sjáið þér! Til hvers er að flvtja? Svona er
styrjöldin.“
Við spyrjum hershöfðingjann nokkurra spurn-
inga um horfurnar við Madrid. — Hann sezt þá hægt
og rólega við borðið sitt. Enn hallar hann sér aftur
á bak í stólnum og þenur brjóstið, dregur djúpt and-
ann nokkrum sinnum. Það má skjóta því inn í hér, að
það er engum lækni leyft að skoða Miaja, það hefir
hann fyrirboðið í eitt skipti fyrir öll. Hinar sterk-
legu vopnasmiðshendur hans hvíla þunglega á borð-
inu fyrir framan hann. Og loksins segir hann orðin,
sem ég hafði einmitt verið að búast við: „Ritið það,
sem yður sýnist, það skiptir svo óendanlega litlu
máli, hvað skrifað er. En fjandmenn vorir hafa ver-
ið fyrir hliðum þessarar borgar mánuðum saman.
Og þeim hefir ekki tekizt að vinna á um þumlung.
Er þetta yður nóg? Ég er hermaður, herra minn, og
vér erum að byggja götuviggirðingar. Og eitt enn: Vér
látum aldrei hræða oss.“
Höfuð hershöfðingjans, sem er alveg hvítt fyrir
hærum, snertir nálega stórt kort af Madrid, sem
hangir á veggnum fyrir aftan hann. Hann hallar sér
aftur á bak og þegir stundarkorn. Þá segir hann:
„Ég er kominn af alþýðufólki, herra minn, og það
er alþýðan, fólkið, sem hefir sett mig á þennan stað.
Ég er ekki drottnari Madridborgar — ég er tákn
þess fólks, sem í borginni býr.“
Þetta er maðurinn, sem varið liefir Madrid og nú
stýrir öllum hervörnum af hálfu spönsku stjórnar-
innar. Sigarður Einarsson.
(33)
3