Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 55
Samkv. lögum samþ. á árinu voru dragnótaveiðar
leyfðar í landhelgi sumar og haust. — Fiskimálanefnd
voru fengnar til umráða 400 þús. kr. af útflutningsgj.
sjávarafurða til að styrkja með lánum og fjárveit-
ingum niðursuðuverksmiðjur, hraðfrystihús og ný-
tizku togara, ef félag sjóm., verkam. og annara réð-
ist i þá útgerð, — útflutningsgjald af saltfiski var
afnumið, — Skuldaskilasjóði vélbáta var leyft að
verja allt að 250 þús. kr. til skuldaskila linuveiða-
gufuskipa, lögboðin var vátrygging vélskipa allt að
70 smál. stærð (brúttó), — og loks voru ný lög sett
um síldarverksmiðjur rikisins, þar sem ákveðið var,
að stjórn þeirra, 5 manns, skuli kosin hlutbundnum
kosningum á Alþingi, aukningar á verksmiðjunum
verði að vera samþ. á Alþingi, útsvar skuli vera % %
af „brúttó“-andvirði seldra afurða (þó ekki yfir
25% af útsvörum bæjar- eða sveitarfélagsins) og að
yfirleitt skuli verksmiðjurnar ekki borga meira en
85% af áætlunarverði síldar við móttöku. Þó skyldi
leyft að kaupa sild föstu verði.
Verzlun þróaðist í sömu áttir og' 1930, innanlands
og út á við. Verðhækkun á erlendum vörum og
sumum útflutningsvörum hækkaði viðskiptaveltu i
krónutali. Gjaideyrishömlur voru óbreyttar. Verzl-
unarjöfnuður varð hagstæður um 7,2 millj. kr. Gengi
og vextir héldust eins og 1936. Seðlaumferð óx úr
10,6 í 13,6 millj. kr. í sept., en varð 12,1 millj. i árs-
lok. — Sbr. Fjárhag, Búnað, Iðnað, Útveg.
Markaðsleitir undanfarinna ára og breytingar á
framleiðslu beindu útflutningi meir en nokkru sinni
fyrr til Þýzkalands og til fjarlægra landa, einkum í
Suður-Ameríku. Einnig óx sala til Bretlands, Hol-
lands, Danmerkur og Noregs, en minnkaði við öll
lönd Suður-Evrópu (Spánarstyrjöld).
Innflutningur frá Ítalíu og Kúba varð einkenni-
lega mikill og verzlunarjöfnuður óhagstæður (en var
hagstæður við þau lönd 1936. Verðjöfn. við Dan-
(51)