Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 58
um þessi efni; en vel verður að muna, að á þessu
aldursskeiði geta steðjað að ýmsir kvillar, sem valda
svipuðum vandræðum. Þessar fyrstu tennur eiga sér
ekki langa æfi, því um 6 ára aldur fer barnið að
fella þær aftur. — Hér fer á eftir skrá um tanntöku
og tannfelli:
Barnatennur Tanntaka Fellir tönnina
Framtönn ........ á 6.— 8. mánuði á 7. ári
Hliðarframtönn . - 7.— 9. — - 8. —
Augntönn ......... - 17.—18. —• - 12. —
Fremri jaxl .... - 14.—15. — - 10. —
Aftari jaxl .... - 18.—24. — -11. —
Eins og skráin ber með sér, eru 2 framtennur, 1
augntönn og 2 jaxlar í hverjum kjálkahelming (1.
mynd). Barnatennurnar eru venjulega þétt settar,
þangað til á 5.—6. ári. Þá fara þær að gisna, vegna
þess að kjálkabeinin vaxa og lengjast, enda þarf að
gera ráð fyrir meira plássi handa fullorðinstönnun-
um, sem eru í vændum.
Þegar athuguð er tönn, sem barnið fellir, mætti
halda, að barnatennurnar væru rótlausar og veiga-
litlar. Þvi er þó eltki svo varið. En þegar fer að líða
að tannskiptum, sér náttúran fyrir leið handa full-
orðinstönninni, með þvi að rótin undir barnstönninni
visnar og eyðist; jafnframt rýrnar beinið kringum
tannhálsinn, og tönnin losnar.
Það er augljóst, að fullorðinstennurnar reka burt
með harðri hendi þær tennur, sem fyrir eru; því það
kemur fyrir, að fullorðinstennur eru ská- eða þver-
settar í kjálkann, og komast því ekki fram. Þegar svo
er, að ekkert rekur á eftir, fellir barnið ekki tönn-
ina. Það kemur því fyrir að fullorðnir menn hafa
eina eða tvær barnatennur; en þær eru veigalitlar og
auðþekktar úr hinum. Þar undir er svo fullorðins-
tönnin, og kemst kannske aldrei fram. Þetta má sjá
á röntgenmynd. Tannlæknar geta með listum sinum
hjálpað fram þessum leyndu tönnum.
(54)