Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Blaðsíða 63
inn finnur þarna svampkennda holu i tannbeininu;
hún kann atS vera mjög lítil efst, en hefir kannske
grafið holbakka inn undir glerunginn (3. mynd B).
í slíkri holu er dautt tannbein, matarleifar og:
bakteriur, sem ætið eru í munninum, en finna þarna
notalega gróðrarstíu handa sér. Allt gerist með leynd
i byrjun, og kvöl hlýzt ekki af, fyrr en átan gengur
inn í tánnholið. Bakteriurnar ráðast strax á púlpa-
holdið þar inni og valda blóðsókn og bólgu. Tann-
pinan segir þá strax til sin (3. mynd C).
Orsakir til tannverksins eru þessar: Holdið í tann-
holinu þrútnar af auknu blóðstreymi; en vitanlega
er ekki neitt lát á beinholinu og þrýstingur verður
þá mjög mikill á taugaþræðina; af þvi kemur svo
kvölin, ásamt eitrun frá sýklunum. Tannpínan er
oft verst eftir háttatíma og á nóttunni; það kemur
til af því, að blóðstreymi verður meira að tönnunum,
þegar maðurinn liggur út af, með höfuðið lágt, held-
ur en þegar liann er uppréttur, á fótum.
Gangur sjúkdómsins getur orðið sá, að tannpinan
hætti af sjálfu sér, vegna þess að bólgan gerir drep
(,,gangræna“) í taugar og æðar í tannholinu. En
það er oft skammgóður vermir. Tannverkurinn kem-
ur á ný, eftir daga eða vikur. En nú er orsökin önn-
ur; það hefir rýmkað um bólguna. Bakteriurnar hafa
sem sé komizt eftir rótargöngunum og grafið sér ígerð
i kjálkabeininu, kringum tannrótina. Þetta má hæg-
lega sjá á röntgenmynd (4. mynd).
Afleiðingin af þvi, að leikurinn berst út fyrir tönn-
ina, til beinhimnunnar og inn i kjálkann, er stund-
um kýli undir tannholdinu, með ofsa hita og mikilli
vanliðan, stórri bjúgbólgu i andliti og þrota í liáls-
eitlum. Kýlið kann að springa af sjálfu sér, eða þá
að læknir eða tannlæknir sker i það. Sjúklingnum
léttir þá, og sjúkdómurinn kemst í rólegra, langvar-
andi (króniskt) ástand.
Stundum myndast smá-ígerðir um tannræturnar án
(57)