Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 65
glerungnum. En strax og veila kemur þar á, ráðast
munnsýklar á garðinn, þar sem hann er lægstur. Þykja
nýlega gerðar rannsóknir í NorSur-SvíþjóS staðfesta
þá hugmynd, aS einhliSa mjöl- og mjólkurmatur valdi
tannátu, meS þvi aS ríkuleg mjólkursýra veiki gler-
unginn.
Á siSari árum eru svo fjörefnin komin á dagskrá,
einkum aS hve miklu leyti mætti rekja tannátuna til
C- eSa D- efnaskorts i fæSinu. Tannskemmdir eru
einmitt algengar og áberandi viS skyrbjúg, sem kemur
fram þegar C-efni er ónógt. Skemmdir á glerung eru
líka algengar viS beinkröm, þegar D-efniS er af
skornum skammti.
Tannátan er mismikil hjá konum og körlum. Kon-
unum er hættara, og má aS nokkru leyti setja þaS í
samband viS meSgöngutíma og þegar móSirin hefii-
barn á brjósti. Konan missir þá kalk til barnsins, úr
beinum sinum og tönnum.
Loks hefir veriS hugsaS, aS meira eSa minna kalk
i drykkjarvatni gæti ráSiS nokkru um tannátuna.
Eins og mönnum mun skiljast, eru margar ráS-
gótur óleysíar viSvikjandi orsökum tannskemmdanna.
MáliS er mikilsvarSandi, því i flestum menningarlönd-
um er ekki nema 1—2% af landsfólkinu meS alheilar
u tennur.
En þaS er engin regla án undantekningar. Á ein-
um staS suSur i heimi hefir hingaS til veriS Paradís
á jörSu, aS þessu leyti. ÞaS er á eynni Tristan da
| Cunha, sem er í SuSur-Atlantshafi, miSja vega milli
GóSravonarhöfSa og SuSur-Ameriku, óraleiSir frá
öSrum mannabyggSum. Á eynni eru um l(iO íbúar.
Karlmenn eru upprunalega af brezku bergi brotnir, cn
kvenfólkiS kreólar, fluttar þangaS frá Sct. Helena.
TannlæknafélagiS i borginni Kap í S.-Afríku lét athuga
tennur eyjarskeggja á Tristan da Cunlia áriS 1932.
Tennur þeirra reyndust vera svo hraustar, aS ekki
fannst tannáta nema hjá tæplega 2%, þar sem annars
(59)