Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 72
í þessari dagsetningu V. idus Jan. Það sem kemur
nútímamönnum einkennilegast fyrir sjónir við þess-
ar dagsetningar er, að i siðara hluta mánaðarins,
eftir idus, eru dagarnir heimfærðir upp á calandæ
næsta mánaðar, svo að t. d. jóladagurinn, 25. des-
ember, verður eftir þessari rómversku dagsetningu
VIII. cal. Jan. og þó er sá 1. jan. sem talið er til
hér, ekki einu sinni á sama ári, heidur á næsta ári.
í fremsta dálki dagatals almanaksins er og bent
á vikudaginn með upphafsstafnum i nafni hans, svo
að S. merkir sunnudag, M. mánudag o. s. frv. Þau
heiti vikudaganna, sem almanakið notað, eru nú not-
uð nær eingöngu hér á landi, en fyrr á tímum voru
önnur nöfn höfð, sem nú eru að mestu lögð niður.
Á fyrstu öldum byggðar hér á landi voru daganöfn-
in þessi: Sunnudagur, mánadagur, týsdagur, óðins-
dagur, þórsdagur, frjádagur og laugardagur, en Jóni
helga Ögmundssyni, Hólabiskupi, þótti þau minna
um of á hin heiðnu goð og vildi þvi láta taka upp
önnur nöfn, í meira samræmi við hin latneslcu nöfn
kaþólsku kirkjunnar. Þessi nöfn voru: Drottinsdag-
ur, annardagur viku, þriðji dagur viku, miðvikudag-
ur, fimmti dagur viku, föstudagur og þváttdagur.
Almenningur lét sér skiljast, að það myndi sizt vera
sáluhjálplegt að nefna sífellt hin gömlu goðanöfn í
daganöfnunum og lagði þvi þau nöfnin fljótlega nið-
ur. En hitt þótti mönnum meiri óþarfi að amast
við nöfnum, sem minntu ekki beinlínis á goðin,
svo sem sunnudagur, mánadagur, laugardagur og
jafnvel frjádagur, sem minnti menn naumast á
Freyju, þótt þaðan muni það nafn runnið. Hin nýju
nöfn gátu þvi ekki þokað þessum daganöfnum úr
mæltu máli, og síðustu aldirnar eru þau notuð í
ræðu og riti, nær eingöngu. Föstudagsheitið mátti
sín þó meira en frjádagsnafnið, líklega vegna þess
einkanlega, að það var á kaþólsku tímunum rétt-
nefni í raun og veru vegna föstuhaldsins. Frjádags-
(66)