Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 75
orðnir þvi vanir að miða ýmsa búnaðarhætti og
athafnir í daglegu lífi við sérstaka messudaga.
Menn höfðu og fengið töluverða trú á því, að veðr-
áttufar mætti marka eftir því, hvernig viðraði á
vissum messudögum, og helzt sumt af því við fram
á þenna dag, sbr. Pálsmessu og Kyndilmessu. Ýmis-
iegt fleira lagðist og á þá sveifina, að menn vildu
eigi missa messurnar kaþólsku úr almanökunum,
þótt sjálfir væri þeir orðnir Lútherstrúar, og þá
ekki sízt vegna þess að menn höfðu þá um langan
aldur byggt flestallar dagsetningar á kaþólsku messu-
dögunum, og héldu margir þeim sama sið áfram
lengi þar á eftir, þótt einstöku menn um þær mund-
ir færu að taka upp þá dagsetningu, sem nú er al-
menn, að tilgreina, hver dagur mánaðar sé. Dag-
setning eftir messudögum var gerð á þá leið, að
sagt var, að eitthvað hefði gerzt á tilgreindri messu,
eða ef dagatalið hafði enga messu þann dag, þá var
tilgreindur vikudagurinn og þess jafnframt getið að
hann væri næsti fyrir eða eftir tiltekna messu.
Þessi dagsetningaraðferð var handhæg, þegar hægt
var að miða við alkunnar messur eða helgidaga, en
á þeim tímum ársins, er voru svo fjarri merkum
dögum, að eigi varð við þá miðað, þá varð að leita
til hinna skrifuðu dagatala, og finna þar messudag
tilgreindan, sem hægt var við að miða. Dagsetning-
in gat þá auðveldlega orðið skökk, ekki sízt ef við-
vaningar áttu hlut að máli. Ómögulegt er nú að
segja um, hve miklar dagsetningavillur hafi skjal-
festst á þenna hátt, þvi að nú er sjaldnast hægt að
færa sönnur á viilur slíkar sem þessar. Hitt er þó
verra við þessa dagsetningaraðferð, að sumar dag-
setningar verða eftir henni tviræðar og leiða til
missagna. Alkunnugt dæmi upp á þetta er í sögum
Guðmundar góða Hólabiskups. Var Guðmundur vígð-
ur til biskups eins og segir í sögu hans „á messudag
heilagrar meyjar Evfemie“. Arngrímur ábóti gerir
(69)