Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Side 79
Þar kemur IV2 sauðkind á hvern ibúa. Hins vegar
er tiltölulega meira um sauðfé sums staðar í öðrum
heimsálfum, einkum i Ástralíu, þar sem koma 17
sauðkindur á mann, og i Nýja-Sjálandi, þar sem
20 kindur koma á mann. — Hrossafjöldi er líka
meiri á Islandi i samanburði við mannfjölda held-
ur en i nokkru öðru landi í Evrópu, þar sem hrossa-
talan er hér töluvert meir en þriðjungur af íbúatöl-
unni, en i Eystrasaltslöndunum, Lítaviu, Lettlandi
og Eistlandi, þar sem hrossafjöldinn er annars til-
tölulega mestur, er hann ekki nema um fimti hluti
íbúatölunnar. í Argentínu er hrossafjöldinn hins veg-
ar tiltölulega miklu meiri, eða um % hlutar íbúa-
tölunnar.
Auk sauðfjár, nauta og hrossa er einnig talið i bún-
aðarskýrslunum geitfé, svín, hænsni, endur og gæsir
og loks loðdýr. Geitfé hefir lengi verið i skýrslum,
en skammt er síðan farið var að telja hin. hænsni
1919, svín, endur og gæsir 1932 og loðdýr 1934. Það
er því hætt við, að framtalið á sumum þessum fén-
aði sé tæplega komið á fastan grundvöll ennþá.
1934—36 hefir tala þessa fénaðar verið svo sem hér
segir.
1934 1935 1936
Geitfé ......... 2 800 2 314 2 028
Svín ......... 224 284 289
Hænsni ........ 74 050 80 960 86 935
Endur .......... 1 917 2 008 2 292
Gæsir ........ 558 1 137 1 464
Loðdýr ....... 944 1 669 1 833
Geitfé var talið hér á landi rúml. 800 i byrjun 18-
aldar og svipað um miðja 19. öld, en síðan fækkaði
þvi og komst ekki upp í sömu tölu fyr en 1912, en
1920 var tala þess orðin rúml. 2000 og 1930 nálega
3000, en síðan hefir þvi aftur fækkað. Um % hlutar
af öllu geitfé á landinu er í Þingeyjarsýslu.
Hænsnum hefir fjölgað mikið á síðari árum. Þau
(73)