Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1939, Síða 88
miðað er við sóttkvíunartímann í Marseille. En nú
kunna menn, þegar sóttvörnum er beitt, að hnit-
miða timann við meðgöngutíma þeirrar sóttar, sem
í hvert skipti er um að ræða.
Skurðlækningar 1500. Skurðlækningar voru lengi
taldar óæðri miklu en lyflækningar og ekki lærð-
um læltnum samboðnar. Við þær fengust rakarar,
flækingar, baðhúsaeigendur og jafnvel böðlar.
Hempuklæddir og háleitir læknar 1G. aldarinnar
höfðu hið mesta ógeð á að snerta við særðum
mönnum. Þeir bentu úr fjarlægð með löngum staf
á þann stað á sjúklingnum, sem skurðaðgerðar
þurfti við, þar sem rakarinn skyldi skera til. Kom-
ið var i veg fyrir blóðrennsli með því að nota
rauðglóandi eggjárn. Óstjórnandi kvalir voru þvi
samfara, sárin urðu ljót og úfin og greru seint.
Paré, frönskum lækni og ágætum manni, rann eymd
sjúklinganna mjög til rifja. Honum hugkvæmdist
að stöðva blóðrennslið með því að binda fyrir æð-
arnar með tvinna. Þetta var árið 1536. Með fjölda
annarra uppgötvana hóf hann skurðlæknismennt-
ina til fullrar viðurkenningar innan læknavísind-
anna. Hann hugsaði upp mjög margar snilldarlegar
skurðaðgerðir, sem engum höfðu hugkvæmzt áður.
Hann fann meðal annars upp á því, að nota gerfi-
limi, gerfiaugu og gerfitennur. Hógværð hans lýsir
sér í þessum orðum, er margir læknar, trúaðir og
vantrúaðir, hafa tekið og taka sér í munn enn í
dag, finnandi til smæðar sinnar gagnvart hinum
mikla Iækni, sjálfri náttúrunni, og jafnvel þegar
þeim tekst bezt: „Ég bjó um sár hans, en guð
græddi þau“.
Líffærafræði 1541. Á annarri öld e. Kr. var uppi
með Rómverjum Galenus læknir. Hann lét eftir sig
rit, sem talið var lýsing á líkamsbyggingu manns-
ins. Og í fjórtán aldir var hvert orð um lækningar
og læknismennt, er til hans var rakið, talið óskeik-
(82)