Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblaö J3V Fréttaskýring ________Steingrímur Njálsson komst í fréttirnar í vikunni fyrir að berja konu. Brotaferill Steingrims nær allt aftur til ársins 1963 þegar hann var fyrst dæmdur fyrir mis- notkun á ungum drengjum. Síðan þá hefur hann hlotið á fjórða tug tóma. Brotaferill þekktasta barnaníðings Islands nser fjörutíu ár attur í tímann Hvað segja nágrannar Steingríms? Steingrímur Njálsson komast aft- ur í fréttirnar í vikunni þegar hann réðst á Sigrúnu Guðmundsdóttur sem býr í sömu blokk og Steingrím- ur að Skúlagötu 70. „Ég var bara að taka þvott þegar hann réðst á mig. Hann spurði mig hver væri alltaf liggjandi á bjöllunni hjá sér. Ég hafði ekki hugmynd um það og reyndi að tala við hann. Þá kýldi hann mig skyndilega fast í magann," sagði Sig- rún við DV í vikunni og bætti því við allir íbúar hússins vildu að Steingrímur færi í burtu hið fyrsta. Á fjórða tug dóma Umfjöiiun um kynferðisbrota- menn hefur sífellt verið að aukast síðustu ár. Umræða um þyngri refs- ingar hefur verið áberandi samhhða þessu, en flestir eru sammála um að þyngja þurfi dóma vegna kynferðis- brota og finna fleiri úrræði fyrir þá sem gerast sekir um slíkt. En ekkert gerist. Síbrotamenn eins og Stein- grfmur, sem augljóslega eru sjúkir á geði, fá nokkurra mánaða dóma og eru svo settir aftur á götuna þar sem þeir brjóta nánast undantekningar- laust af sér aftur. Steingrímur Njálsson hefur á löngum glæpaferli sínum hlotið á fjórða tug dóma, flesta fyrir ölvun- arakstur eða þjófnað. Steingrímur hefur sex sinnum verið dæmdur fyr- ir kynferðisbrot gagnvart börnum. Mál Steingríms komu fyrst inn á borð lögreglunnar árið 1963 þegar Steingrímur var 21 árs. Þá var hann dæmdur til refsingar fyrir kynferðis- lega misnotkun á tveimur 11 ára gömlum piltum. Síðan liðu mörg ár án þess að hann væri kærður fyrir samskonar brot, en árið 1977 var Steingrfmur hefur ekki átt f nein hús að venda sfðustu ár. Fyrir nokkrum árum hélt hann til Iþessari sendiferðabifreið. Fyrst í Skerjafirði, síðan i Öskjuhllð og loks við Rauðavatn. Á öllum stöðunum varhann hrakinn á brott og I eitt skipti var reynt að kveikja I bifreið hans. hann aftur kærður - þá fyrir að nauðga níu ára dreng. Ári síðar réðst hann á 12 ára pilt og fyrir þessi tvö brot hlaut hann tveggja ára fangels- isdóm. Dæmdur til vistar á „viðeig- andi hæli" Árið 1985 lokkaði Steingrímur blaðburðardreng inn í íbúð sína, hélt honum þar í nokkum tíma og kom síðan fram vilja sínum við hann. í viðtali við DVlýsti faðir fórn- arlambsins viðbrögðum sínum þeg- ar drengurinn skilaði sér ekki heim. „Þetta var allt skipulagt - fyrst byrj- aði hann á því að bíða eftir syni mín- um við garðshliðið heima hjá sér og kaupa af honum blaðið. Svo gerðist hann áskrifandi. Tveimur mánuð- um síðar lokkaði hann drenginn okkar inn til sín þegar hann var að rukka, skellti í lás og kom fram óeðli sínu ... Ég hafði það sterklega á til- finningunni að þessi maður væri á einhvern hátt viðriðinn hvarf drengsins ... Skömmu síðar komumst við að því að grunur minn hafði reynst réttur, drengurinn okk- ar hafði verið inni í húsinu og þolað „Máí Steingríms komu fyrst inn á borð lög- regiunnar áríð 1963 þegar Steingrímur var 21 árs" kynferðislegar misþyrmingar með- an við stóðum á tröppunum fyrir utan. Ef ég hefði farið inn væri þessi maður ekki í tölu lifenda." Árið 1998 var Steingrímur svo dæmdur í 9 mánaða fangelsi fyrir brot gegn þremur ungum piltum og að því loknu skyldi hann vistaður á „viðeigandi hæh" í 15 mánuði. Það hæh var þó ekki til og er ekki enn. Steingrímur fékk því ekki viðeigandi vistun og að sjálfsögðu átti hann eft- ir að brjóta af sér aftur. Vantar úrræði Eins og áður hefur komið fram þekkja allir nafn Steingríms Njáls- sonar og gjörðir hans. Vegna þessa er hann ekki mjög vinsæh og því hef- ur hann ítrekað verið hrakinn á brott þaðan sem hann sest að. í fýrra frétt- ist af honum í Grindavík og leist íbú- um ekki á blikuna. Eina nóttina hélt hópur manna að loknum dansleik í „Steingrímur hefur sættstöðugum of- sóknum og hrakist á milfi bæjarfélaga síð- ustu árín. Hann hefur margsinnis verið bar- inn til óbóta og reynt hefur verið að kveikja í híbýl- um hans svo eitt- hvað sé bænum að húsinu sem Steingrímur var sagöur búa í. Það var Stein- grími til happs að hann var ekki heima því ann- ars hefði getað farið iha. Steingrímur hefur sætt stöð- ugum ofsóknum og hrakist á mihi bæjarfélaga síð- ustu árin. Hann hefur margsinn- is verið barinn til óbóta og reynt hefur verið að kveikja í híbýlum hans svo eitthvað nefnt. Þetta sýnir glögglega að almennheg úrræði vantar fyrir barnaníðinga því þar eru augljóslega á ferðinni fársjúkir einstakhng- ar sem almenningur á erfitt með að sætta sig við að gangi lausir. Fangelsisvist dregur sjaldnast úr pervertískum hvöt- um þeirra th að koma fram vhja sínum við böm og því getur al- menningur htið annað gert en að hafa augun opin þegar dæmdir kyn- ferðisbrotamenn losna úr fangelsi og reyna að fóta sig á ný í samfélag- inu. Þmsí mynd var tekin af Steingrími á Reykjavíkur- !***; sumar þegar hann var að koma frá Grænlandi, en þar var hann sakaður um að hafa reynt að tæla til sín börn með tóbaki og bjór. Rasisti sem öskrar á þeldökka nágranna „Maðurinn er náttúrulega ras- isti,” segir Cristopher Bundeh sem býr í sama stigagangi og . Steingrímur Njálsson á Skúlagötunni. Steingrímur hefur ofsótt Christopher og áreitt hann stöðugt sökum litarhafts síns, en Cristopher er frá Afríku. Hann segir grasið ekkert grænna á ís- landi þó svo að hann hafi upphallega komiö hingað í leít að betra líf- ið. „Lífið er alls staðar erfitt," segir Cristoph- er setn lítið hefur getað unnið eftir að hann flutti til ís- ands þar sem hann lenti fljótlega í vinnuslysi sem gerði hann af óvinnufærum ör- yrkja. „Hér em miklir fordómar eins og annars staðar. Ég hef þó sjaldan lent í því að það sé lirópað á eftir mér eins og Steingrímur gerir þegar ég mæti hon- um hér á göngunum," segir Cristopher sem finnst erfitt að heyra stööugt að hann sé ekki velkominn í landinu þar sem hann hefur búið í nálægt tíu ár. „Hann öskrar á eftir mér: „Svarti maður farðu heim, svarti maður farðu heim", sem mér finnst mjög leiðinlegt, sérstaklega þar sem ég er heima hjá mér. Ég veit ekki hvers vegna haim þarf að of- sækja mig af því að ég er svartur. Svona er þetta bara," segir Cristopher. Hann segir vandræðin í kringum Steingrím vera margs konar, þó svo að kynþáttafordóm- anúr bitni helst á honum. „Þaö eru stöðug vandræði hér í húsinu og það hverfur allt sem maður geymir í þvottahúsinu eða í sam- eign hússins, hvort sem það er vegna hans eða annarra veit ég ekki með vissu. Það er erfitt að vera útlendingur hér eins og alls staðar annars staðar en í sínu heimaland," segir Cristopher. Þvælist um stigaganginn á tippinu Annar nágranni Steingríms sem vill cklci láta nafris sfns getið segist oft hafa reynt að tala um fyr- ir Steingrími og reynt að fá hann til að vera til fr iðs. „Ég sat inni með honum á Litla-Hrauni fyrir mörg- um árum. Hann hefur alltaf verið veikur maður og gat aldrei hagað sér eins og maður þegar hann sat inni. Það hefur ekkert breyst," seg- ir maðurinn sem bjargaði kon- unni sem Steingrímur réðst á í sfö- ustu viku með þeim afleiðingum að hún er öll marin og blá eftir barsmíðamar. „Ég tók hann bara og sleit hann lfá henni. Svo gekk ég þannig frá honum að hann hreyfir sig varla úr rúminu næstu daga. Við höfum reynt að útskýra íyrir honum að þetta sé eini stað- urinn sem hann getur búið á þar sem hann niætir engum fordóm- um og fær að vera f friði svo fram- arlega sem hann er sjálfur til ffiðs. Hann lúustar hins vegar ekki og er með stöðugt ónæði. Hann spilar háa tónlist og þvælist hér urn gangana drukkinn og nakinn að neðan," segir nágranninn sem hefur boðað fund hjá Félagsmála- stofnun í þeim tilgangi að fá Stein- grím út úr húsinu svo hægt sé að hafa frið fyrir ólátum hans yfir jól- in. I I WW I I Djúpsteiktar rækjur með súrsætri sósu 1™ Hg . gjf i^J | | 1— EigPli.................................................n w Svínakjöt og grænmeti í Drekasósu Stórhöfða 17 • Suðurlandsbraut 6 • Hlíðasmára 12 Pöntunarsími 588 9899 Kjúklingur og grænmeti í Satay hnetusósu Eggjanúðlur með eggjum og grænmeti Hrísgrjón og soya sósa "'S -• < • WKgB^Vinsæltlilid 1k1245 k2490 Athl TUboóin eru eingðngu afgreidd fyrir 2 eða fleiri Ef þú hringir og sækir fylgir 21. Coke meðtilboðinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.