Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 50
1 50 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Það verður kosið aftur í Úkraínu eftir mikið kosningasvindl. Og á meðan beðið er eftir nýjum kosningum reyna margir að búa til úr átökum tveggja Viktora, Júshjenkos og Janúkovit- sj, skýra og einfalda sögu. Annars vegar er maður sem vill lýðræði og tengsl við Vesturlönd, hins vegar Rússavinur og ofríkismaður, tengdur spilltum og nýríkum öflum. Sagan er að vísu mun flóknari - og inn í hana blandast bæði samtíma- hagsmunir og langtímaáform Rússlands, Evrópusambandsins og þó ekki síst Bandaríkjanna. Úkraína í heimstallinu Bæði Júshjenko, sá sem vann kosningarnar en tapaði talningunni, og Janúkovitsj tengjast með ýmsum hætti spilltum klíkum nýríkra manna sem hafa sölsað undir sig það sem eigulegast var í Úlcraínu, en efnahagur þess lands fór mun verr út úr umskiptunum eftir hrun Sov- étríkjanna en Rússland sjáJft. Báðir hafa verið forsætisráðherr- ar á tímum einkavinavæðingar í landinu. Hitt er svo rétt, að Júshjen- ko hefur mest fylgi í vesturhíuta landsins en Janúkovitsj í austurhlut- anum og þar er einmitt mjög mikið af Rússum. Það er einnig rétt að Rússar hafa lengi talið sjálfsagt að Úkraína sé þeirra megin í heimstafl- inu - t.d. taldi nóbelsskáldið Solzhenytsin það óráð á sínum tíma að landið fengi fullt sjálfstæði eftir hrun Sovétríkjanna. Samfléttuð saga Rússar og Úkraínumenn áttu sér framan af öldum sömu sögu og sömu fjandmenn og sömu tungu. A miðöldum skildu leiðir, m.a. vegna þess að Tyrkir réðu syðsta hluta Úkraínu en Pólverjar vesturhilutan- um og mállýskumunur þróaðist smán saman til þess að tala mætti um tvær mngur - eru rússneska og úkarínska þó næsta lík enn í dag (kannski eins og sænska og danska). Rússakeisari náði svo drýgstum hluta Úkraínu undir sig um miðja 17. öld og það var lengst af síðan stefna rússneskra yfirvalda að gera sem minnst úr sérstöðu og menn- ingu Úkraínumanna. Svo var komið rétt eftir byltingu bolsévíka, að manntal sýndi að fjórðungur Úkra- ínumanna sem bjuggu í borgum sögðu rússnesku vera sitt tungumál - en aðeins 2% þeirra sem bjuggu í sveitum. En stór hlutí Rússa sem í landinu bjuggu voru einmitt borgar- búar. Til varð tvöföld tvískiptíng: bæði í vesturhluta þar sem úkraínsk þjóð- ernishyggja var öflugust og austur- hluta þar sem rússnesk áhrif voru meiri - sem og í rússneskutalandi borgir og úkraínskumælandi sveitir. A Sovéttímanum var um tíma töl- vert gert til að styrkja úkraínska tungu og menningu, en þegar fram á daga Stalíns kom var aftur hert á „forrússneskun." Þar við bættíst að hin grimma samyrkjuvæðing Stalíns kom svo hart niður á úkraínskum sveitum, að fólk þar tók í fyrstu þýskum innrásarherjum sem frels- urum. Eftir stríð gerðist það svo að Stalín fékk því framgengt að Úkraína (og Hvítarússland lfka) fengu sér- staka aðild að Sameinuðu þjóðun- um - þetta skipti í raun ekki miklu máli, en minnti þó á sinn hátt á þetta stóra land með íbúatölu á við Frakkland. Rússar og Evrópusambandið Rússland Pútins hefur ekki áhuga á að reyna að leggja Úkraínu undir sig, þótt Pútín hafi stutt sem mest við bakið á Janúkovitsj í kosningun- um gölluðu. Ekki heldur á því að taka við austurhéruðunum þar sem Rússar eru flestír: þar eru stóriðju- borgir og kolanámur í mikilli niður- níðslu og ekki eftir miklu að slægj- ast. Aftur á móti vilja Pútín og hans menn að Úkraína verði, eins og Hvítarússland, áfram á áhrifasvæði Rússa. Leggja má út af því, að fyrir skemmstu hafa Rússar myndað efiia- hags- og tollabandalag með Úkraínu, Hvítarússlandi og Kazakhstan. Fréttaskýrandi Le Monde telur, að með þessu sé reynt að koma upp nýrri Evrasíublökk fyrir austan Evr- ópusambandið, þar sem ráðandi verði pólitískar hugmyndir Pútíns sem hann orðar svo að „stjómað sé í anda lýðræðis sem hefur verið lagað að sögulegum aðstæðum." Með því sé átt við öflugt forsetavald í einskon- ar ríkiskapítalisma, pólitískt kerfi sem í raun ætlar þingræði h'tíð hlut- skiptí. Að auki er hér um mjög praktísk mál að ræða: Úkraína er land sem rússnesk olía og gas fer um á leið á heimsmarkað og þar eru fimm af sex stórum oh'uhreinsunar- stöðvum í eigu Rússa. Orkuþarfir em að sínu leytí það sem gerir það nauð- synlegt fyrir Úkraínumenn að hafa sem best tengsh við Rússa. Evrópusambandið hefur látíð töl- vert að sér kveða í gagnrýni á þær for- setakosningar sem nú verða endur- teknar. En ES hefur í raun mjög tak- markaðan áhuga á Úkraínu. Evrópu- sambandið á meira en nóg með að „melta" ný aðUdarríki og deUa um hugsanlega aðUd Tyrklands - í Brússel yrðu fáir fegnir því að Úkra- ína „á vesturleið" legði inn aðildar- umsókn, svo fátækt sem ríkið nú er og iUa á vegi statt. Að vísu heyrast raddir (m.a. í Vestur-Þýskalandi) um að bjóða ætti Úkraínumönnum eins- konar aukaaðUd að Evrópusam- bandinu, en enn sem komið er em öU shk áform skrifuð með gaffli á sjóinn. Bandarískur gambítur Annað mál er að Bandaríkin leita færis tU áhrifa á Úkraínu, t.d. kom frá ýmsum aðilum þar í landi tölvert Árni Bergmann lýsir ástandinu I Úkraínu. Heimsmálapistill fé og önnur aðstoð við kosningabar- áttu Júshjenkos. Mark Almond, pró- fessor í nútímasögu í Oxford, telur að þau afskipti séu mjór mildls vísir. Hann minnir á það að strax eftir hmn kommúnismans, eða 1992, hafi háttsetir menn í Washington (meðal þeirra Dick Cheney núver- andi varaforseti) sett saman áætlun um að tryggja það um aUa framtíð, að engin rfki eða ríkjablakkir gætu í framtíðinni komist í þá stöðu að getá þvælst fyrir Bandaríkjunum. Átökin um framtíð Úkraínu beri að skoða í tengslum við þá stefnumót- un. Bandaríkjamenn hugsa tíl langs tíma. Ef Úkraína, segir Almond, fær- ist á áhrifasvið Nató, missir Rúss- land aðgang að flotastöðvum sínum við Svartahaf og olíu- og gasleiðslur þeirra verða að fara um bandarískt áhrifasvæði. En Rússland er ekki helsti mögulegi mótleikarinn í hinu nýja heimstafli. Þeir í Washington eru í rauninni að búa tfl leUcfléttu tU að koma í veg fyrir að Kínverjar komi sér fyrir í fyrrum Sovétríkjum, hvort sem er í Mið-Asíu eða Evrópu. Efnahagur Kínverja stendur í blóma en þeirra AkiUesarhæU er orkuskortur. Kína með sínum 1300 mUjónum íbúa stefnir á hlutverk risaveldis, en orkumálin veikja stöðu þeirra gagnvart Bandaríkjun- um. Það er beinn aðgangur Kínverja að olíu Rússlands og Mið-Asíuríkja, sem áður voru sovésk, sem getur losað Kína undan því að vera háð viðkvæmum flutningaleiðum á sjó. Því er „stóra taflið" á miUi Peking og Washington - og annað Asíuríki á uppleið, Indland, getur einnig skorist í þann leik. Sókn Bandaríkjanna, sem þegar hafa bækistöðvar í Úzbekistan og TadzhUcistan, í ítök í, og jafnvel for- ræði yfir, fyrrum sovétlýðveldum er áhættuspU eina risaveldisins í dag. Sú flétta miðar að því að tryggja sér verðmætustu spUapeningana á borðinu áður en Kína og Indland hafa gengið tU leiks í fúUri alvöru. Frægir Úkraínumenn Fótboltamenn, rithöfundar og fjöldamorðingjar anov 1998 Frægastur Úkraínumanna um þessar mundir áreiðanlega marka- kóngurinn Andrei Sjevtjenko hjá ítalska knatt- spyrnuliðinu AC Milan sem á dögun- um var vaUnn knatt- spyrnumaður Evrópu á síðasta ári. Fleiri Úkraínumenn hafa látið að sér kveða á fótbolta- velUnum, bæði fyrr og síðar, og tveir þeirra hafa áður hampað títli Sjevtjenkos, þeir Oleg Blokhfii árið 1975 og ígor Belanov árið 1986. AUir þrír hófu feril sinn hjá Dynamo Kiev, frægasta og besta knatt- spyrnuliði Úkraínu. Úkraínumenn hafa reyndar átt fleiri heims- þekkta íþrótta- menn og dugir að nefna Sergí Búbka stangarstökkvarann knáa sem enn á heimsmetið í sinni grein, 6,14 metrar, sett 1994. Barnungir skákmeistarar Þá eru Úkraínu- menn þekktir skák menn og er fram- tíðin sérlega björt á því sviði. Ruslan Ponom- varð árið yngsti stór- meistari sögunnar í skák, 14 ára. Það met var svo slegið 2002 af landa hans, jakin. _ Hann var 12 ára. Jafnaldra hans, Katerína Lahno, varð yngstí kvenkyns stór- meistari sögunnar sama ár. Á 19. öld var Nikolæ Gogol ffægasti smá- og skáldsagnahöfundur landsins. Hann er enn í miklum metum um víða veröld, ekki síst fyrir skáldsöguna Dauðar sálir, leikritið um Eftirlitsmanninn og smásögur á borð við Yfírfrakkann og Nefíð, en hann skrifaði líka merkUegar sögur um sveitalífið í Úkra- ínu. Minna þekktur á Vest- urlöndum en í vart minni met- um í Úkraínu er samtímamaður Gogols, Taras Sjevtjenko. Örlög þriggja rithöfunda í umrótinu eftir valdarán bol- sévíka í rússneska heimsveldinu 1917 komu fram þrír höfundar sem aUir lentu upp á kant við hin nýju yfirvöld. Það voru ísak Babel sem var af gyð- ingaættum og ákafur bolsévíki framan af en var tek- inn af h'fi 1940 enda hafði hann lent í ónáð fyrir lýsingar sínar á lífinu eftir valda- ránið, en þær voru taldar of óheflaðar - les sannar. Sama ár og Babel var drepinn dó Mikhafl Búlgakov en hann var þá lflca lentur upp á kant við Jósef Stalín eimæðisherra. Búlgakov skrifaði leikrit og sögur, oft í fantasíustfl, og hafði er hann lést lengi unnið að skáldsögunni Meist- arinn ogMargaríta sem þykir nú eitt mesta meistaraverk skáldsagna á 20. öld. Þá er ótalin Anna Akhmatova sem var ljóðskáld og lenti í marg- víslegum hremmingum en þykir eitt besta skáld á rússneska tungu á síðustu öld. Krútsjov, Trot- skí og Golda Meir... Á hinn bóginn var Nikita Krútsjov, leiðtogi Sovétrflcjanna eftir að Stahn dó, Úkraínumaður og eftirmaður hans, Leoníd Bré- snjev, fæddist reyndar lflca á úkraínskri grund þótt rússneskur hafi hann tahst. Annars flækir það mjög málin að fjöldi manna og kvenna sem fæddust eða rekja ættir sínar tU þess landsvæðis sem nú tilheyrir Úkraínu var af blönduðu eða öðru þjóðerni en beinlínis Úkraínu- menn. Mjög margir gyðingar sem síð- ar dreifðust víða um lönd fæddust tU dæmis í Úkra- ínu, aUt frá Lev Trotskí, einum helsta leiðtoga bolsévflca tíl Goldu Meir, forsætisráðherra ísraels. Tveir fjöldamorð- ingjar Söngkonuna Ruslönu þekkja margir um þessar mundir þar sem hún vann Eurovision- söngkeppnina á þessu ári en frægð hennar verður kannski hverful. sögu má frægasta glæpamann Anatolí Onopríenko, handtekinn 1996 og játaði um síðir á sig 52 morð. Hann stund- aði það að laumast vopnaður upp að einangruðum bændabýlum og myrða aUa íbúana, jafnvel börn. Morðin hafði hann framið á und- anförnum sex árum og kvað „innri raddir“ hafa skipað sér að gera þetta svo hann mætti verða afkastamestí fjöldamorðingi sög- unnar. Þá skorti hann eitt morð til að ná metí Andreis Tsjíkatílos sem er viðurstyggUegasti raðmorðingi Rússa og hafði verið tekinn af lífi 1994. Þótt Tsjfkatflo hafi verið Rússi var hann reyndar fæddur í Úkraínu. Sömu segja um landsins, sem var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.