Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Hangik|5t og grænar ••• Nokkuð vlst má telja að um næstu helgi hámi Islendingar I sig á einu bretti sama magn afgrænum baun- um og þeir hafa etið allt áriö sam- tals. Ertublómaættin kvlslast eins og runni útog suður og garðbaunir okk- ar Evrópumanna I enn fleiri kvíslum heita á fræðimáli Pisum vulgaris eöa grodda-ertur. Forfeður okkar, hellabúarnir, hámuðu i sig frumbaunir einhverjar og fundist hafa merki um baunaát meðal vatnabúa núverandi Sviss á brons- öld. Ekki bólar á grænu bauninni meðal Forn-Egypta en við uppgröft í þeirri eldfornu borg Tróju hafa fund- ist merki um baunarækt og -át. Þaðan barst baunasiöurinn i vestur, Grikkir og Rómverjar ræktuðu baunir löngum, en samkvæmt þeirra fornu handritum varertan ekki höfö I há- vegum. Engum sögum ferafgrænum baun- um á Bretlandseyjum fyrr en eftir inn- rás Vilhjálms bastarðs sigursæla og Normanna hans 1066. Á lista yfir birgðir korns og urta ískemmu rétt við Lundúni á 12. öld, er tekið sérstak- lega fram að þar séu geymdar græn- ar baunir til páskaföstu. Engin önnur tilskrif um grænar baunir finnast svo fyrr en árið 1536 suður á Frakklandi en þau eru líka ansi nákvæm. I lok 16. aldar voru alls konar baunir, þar á meðal grænar, ræktaðar í görðum garðyrkjufræðinga Belgíu, Þýska- lands og Englands en meðal almenn- ings og hefðarfólks voru þær svo sjaldséðarað Frakkar greiddu fyrir þær fúlgu fjár. Á 18. öld og allar götur síðan hafa menn aföllum stigum haft grænar baunir á boröum sínum, hér á íslandi eru þær algjörlega ómissandi á jóladag með hangiket- inu, kartöflunum og uppstúfinu. HVENÆR FÓRSTU SÍÐAST ÚT AÐ BORÐA? „Um síðustu helgi naut ég jóla- kvöldverðar á Hótel Óðinsvéum í dásamlegum faðmi fjölskyldunn- ar. Bornir voru til okkar ótal réttir af ýmsum gerðum, ég einbeitti mér sérstaklega að villibráðinni og hreindýrið var ógleymanlegt. Annars var allur mat- urinn frábær og félágsskápurinn ekki síðri." Bryndís Loftsdóttir, Á vefsíðunni pabbar.is taka karlar saman ýmsar upplýsingar og greinar handa kynbræðrum sínum um allt sem við kemur uppeldi, samböndum og fjölskyldum og er Hjörtur Sveinn Guðfinnsson einn þeirra. Hann segir eiginkonuna listakokk, að hann sé betri í bakstri og sunnudagsmorgnar séu á hans könnu. Sunnudagsbrons handa mömmum sem lá að sofa út „Ég og konan mín vorum að fara í gegnum glasafrjóvgunarferlið," útskýrir Hjörtur Sveinn. „Mér fannst mig skorta upplýsingar um eiginlega allt í því ferli, meðgönguna, fæðing- una, uppeldið og allt í framhaldi af því. Mér fannst vanta aUa þessa fræðslu fyrir feður og meira, allt sem varðar fjölskylduna og heimilið fyrir pabba og eiginmenn. Ég veit um mann sem notaði fæðingarorlof sitt til að koma lóðinni í stand en missti af þýðingarmiklum og nauðsynleg- um tíma með barni sínu, hann vissi eiginlega ekki betur. Þessu viljum við breyta." í fæðingarorflofi af fullri alvöru Hjörtur Sveinn segist hafa notið sex mánaða fæðingarorlofs með konu og dóttur til botns. „Ég vakn- aði til hennar á nóttunni og sótti hana þegar tími var kominn á brjóstagjöfina. Og þetta þurfum við feður að gera og læra að meta, vera með börnum okkar frá byrjun, þekkja þau, njóta þeirra og kenna þeim. Við þurfum að taka meiri ábyrgð á uppeldinu og átta okkur á því að við ertnn fyrirmyndir barna okkar. Nú fáum við fréttir af því að drengir dragist aftur úr í námi, ég tel það að miklu leyti okkur sjálfum að kenna, við verðum að axla okkar ábyrgð á heimilinu, foreldrahlut- verkinu og fjölskyldunni, jafnvel af meiri alvöru en aðrir." Tvö eldhús í eldhúsinu Hjörtur Sveinn hefur nú útbúið lítið eldhús með litlum heimilistækj- um í eldhúsinu á heimilinu því dóttirin er að verða tveggja ára og tekur hlutverk sitt í heimilislífinu mjög alvarlega. „Þar sýslar hún Við sína eldamennsku meðan við sinn- um okkar og svo býður hún okkur í gervimat og við henni í alvörumat. Hún sinnir líka sínum litlu alvöru- skyldum af fullri alvöru og samviskusemi. Konan mín, Áslaug Sveinn Hjörtur Guðfinns son „Konan min er lista- kokkur svo við sjáum ekki astæðu tilað hleypa meri eldhúsið nema stundum." % Guðmundsdóttir, er matartæknir, sérfræðingur í alls kyns sérfæði. En hún er listakokkur svo við sjáum ekki ástæðu til að hleypa mér í eldhúsið nema stundum. Sérstak- lega er veglegur sunnudagsbröns handa mömmum sem fá að sofa út á minni könnu, við feðginin hjálp- umst að við matreiðsluna og berum svo bakkann saman inn og vekjum mömmuna." rgj@dv.is Bröns allra pabba • 200 gr. nauta- eða blandað hakk. Þurrsteikt á pönnu. Litlu af salti og pipar stráð yfir. Sett (skál og lagt til hliðar. • 1/2 smátt skorinn laukur • 1/2 smátt skorin rauð paprika • 1 tsk. matarolía Grænmetið steikt mjúkt og gljáandi og s(ðan sett [ skálina með kjöthakkinu. • 10 -15 beikonsneiðar settar á smjörpappír og á bökunarplötu í ofn við mikinn hita. Muna að setja smjörpappír undir beikonið, þá ber ekkert á steikingarbrælu í húsinu og beikonið verður stökkt og gott. • 6 egg hrærð vel saman (skál, enga mjólk út f en örlítið af salti og pipar. • 2 msk. af smjöri af einhverju tagi sett á vel volga pönnu, alls ekki of heita og eggjahrærunni hellt út á. Þegar eggjakakan er farin að bakast vel er hakki og grænmeti stráð jafnt yfir helming kökunnar. Þá er kakan brotin saman og hitinn hækkaður vel meðan hún bakast áfram f 1 mínútu eða svo en slðan er hún sett á disk. Kartöfluræmur Andy frænda • 1 stör kartafla, ekki bökunar- kartafla. Afhýdd og rifin hrá niður í skál, því þegar búið er að steikja eggjakökuna má setja kartöfluræmurnar á vel heita pönnuna og steikja í smjöri.Þjappa ræmunum saman á pönnuna og mynd nokkurs konar kökur. Bakaðar brúnar báðum megin og leggja við hlið eggjakökunnar. Bera fram með stóru glasi af appelsínusafa og ísmolum, einni ristaðri brauðsneið og stökku beikonsneiðunum. Ekki gleyma einum eða tveimur konfekt- molum á bakkann! Rammíslenzkt sósueldhús Madonna við Rauðarárstíg er full af gervfrnarmara og öðrum leik- munum úr frauðplasti, svo og smá- dóti að hætti ítalskra ferðastaða og hefur pöstur og pítsur í matinn. Samt býður hún ekki ítalska mat- reiðslu, heldur gamaldags íslenzka matreiðslu frá sósutímanum eins og önnur hús hér á landi, sem seeiast vera ítölsk. Jafnvel vínin eru ítölsk, heldur spönsk. En espresso- kaffið er loksins orðið ítalskt og gott og þjónustan minnir þægilega á Ítalíu. Madonna hefur kosti í þessum hópi. Verð á venjulegum mat er lægra en annars staðar, 3900 krónur fyrir þriggja rétta kvöldmat með vali milli þriggja aðalrétta. í hádeginu eru súpa og réttur dagsins boðin á tæpar 1200 krónur. Pöstur kosta 1600 krónur og pítsur 1500 krónur. Einnig hefur maturinn batnað frá því, sem áður var, fiskur var til dæm- is ekki tekinn úr frysti og eldunar- tímar hafa stytzt. Dæmigerður íslenzkur réttur var bragðgóð lambasteik, hæfilega rauð að innan og lítið byrjuð að verða seig, borin fram ofan á gulrótum og spergilkáli, undir stórflóði af áfeng- issósu með sveppum, sem flaut um allan disk, svo og bakaðri kartöflu. Slík fylgdi einnig pönnusteiktri ýsu, sem hvorki var ofelduð né -krydduð, borinni fram með miklu af jökla- salati, afar íslenzkum rétti. Spergilsúpa dagsins var vel Madonna ★★ Veitingarýni krydduð hveitisúpa að íslenzkum hætti með miklum spergli, borin fram með volgu franskbrauði. Humarsúpa dagsins var tómat- blönduð súpa með þeyttum rjóma og miklu af humri, sem hafði verið of lengi í súpunni og var orðinn seig- ur. Það eyðilagði annars bragðgóða súpu. Súkkulaðifrauð reyndist vera einfaldur búðingtir með þeyttum rjóma að íslenzkum hætti. Allt er þetta eins gamalíslenzkt og það getur verið, laust við að vera ítalskt, því miður ekki einsdæmi. Senni- lega hafa ítölsku húsin í Reykjavík fundið leiðina að íslenzkum hjörtum um gamalkunna ís- lenzka matreiðslu, þrönga bása með brött- um sætisbökum og glerplötur í fangi gesta, kertaljós og daufa birtu, svo og heil- an gám af flóamarkaðsdóti í bland við gerviblómahaf. Jónas Krístjánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.