Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Keith Richards er 61 árs í dag. Hljómsveit hans, Rolling Stones, hefur verið á fullri ferð í rúma Qóra áratugi og meðlimir virðast ekkert á leiðinni að hætta. Samband aðalmannanna tveggja, Keiths og söngvarans Micks Jagger, hefur oft verið í fréttunum og kallað ástar/haturssamband. Og það voru að sjálfsögðu kvennamál sem komu upp á milli þeirra kumpána. Það var þegar Jagger lék á móti Anitu Pallenberg sem var kærasta Keiths. Eins og við mátti búast enduðu þau í rúminu saman - og það var allt fest á filmu. Þetta leiddi meðal annars til heróínneyslu Keiths. Anita Pallenberg Kærasta Keiths Richards sem k mótiMick Jaggerí bíómynd. Þau enduðu írúminu an og Keith var bugaöur maður á eftir. Þeir sem fylgdust með Keith Richards á 7. og 8. áratugnum hafa varla búist við því að hann myndi ná 60 ára aldri. Álíka ólíklegt hefði þá þótt að Mick Jagger yrði aðlaður af breska heimsveldinu. En Keith Richards verður 61 árs gamall í dag, og Jagger ber titillinn Sir Mick. Þegar Keith var spurður hvort meðlimir Roll- ing Stones kölluðu hann nú Sir svaraði hann „Nei, við höfum önnur nöfn yfír hann.“ Svar- aði er lýsandi yfir það ástar/haturssamband mannanna tveggja sem staðið hefur í rúma fjóra áratugi og getið af sér sumar af bestu lagasmíðum rokksögunnar. Ást og hatur fþróttakennarasonurinn Mick Jagger kynntist Keith Richards, syni eftirlitsmanns í ljósaperuverksmiðju, árið 1951. Þá voru þeir báðir sjö ára gamlir og nýbyrjaðir í sama skóla. Þeir hittust ekki aftur fýrr en sumarið 1960, þegar Mick vann sem íssali fyrir utan bókasafn og Keith kom og fékk sér vanilluís. Rúmu ári síðar hittust þeir aftur á lestarstöð þar sem Mick var með blúsplötur undir höndum sem Keith kom auga á. Nú hófst vinátta þeirra fyrir alvöru. Þeir stofnuðu saman hljómsveitina Rolling Stones, og það sem á eftir kom tilheyrir rokksögunni. Ef ástarsamband Micks og Keiths hófst þennan haustdag árið 1961 vegna tónlistar hófst haturssamband þeirra um sjö árum síð- ar. Og þá var það stúlka sem kom við sögu. Kynlíf og kvikmyndir Haustið 1968 átti Mick Jagger í ástarsam- bandi við Marianne Faithfull sem var nýorðin ólétt. Hann var að leika í sinni fyrstu bíómynd, Performance, á móti Anitu Pallenberg. Anita hafði verið kærasta Stones-gítarleikarans Bri- an Jones, en var nú með Keith Richards. Jagger átti að leika úrkynjaða poppstjörnu en átti erfitt með að koma sér inn í hlutverkið. Marianne stakk upp á því að hann myndi leika persónuna sem blöndu af hljómsveitarmeð- limum Stones, myndi nota sjálfspyntingar- hvöt Brian Jones í bland við hinn svala Keith. Mick fór að ráðum hennar og kom sér inn í hlutverkið. En það sem Marianne sá ekki fyrir var að með þessu var hann að lfkjast tveimur mönnum sem Anitu þótti afar aðlaðandi. Ekki leik á löngu þar til Anita og Mick sváfu saman. Og ekki nóg með það, heldur var það fest á filmu. Og ekki nóg með það, heldur var það sett í bíómyndina. Oklippt útgáfa af atrið- inu vann meira að segja verðlaun á klám- myndahátíð í Ilollandi. Keith og eiturlyf Það fékk mikið á Keith þegar hann komst að því hvað gerst hefði á tökustað. Hann neit- aði að spila inn á lögin úr myndinni og gítar- leikarinn Ry Cooder kom í hans stað. Samstarf Rolling Stones lifði þó krísuna af, og árið eftir gáfu þeir út eina sína allra bestu plötu, Let It Bleed. En meðan á tökum myndarinnar stóð hafði Keith ánetjast heróíni, ef til vill til að deyfa sársaukann, og það leið næstum því áratugur þar til hann losnaði við fíknina. Tveimur árum síðar skildi hann við Anitu Pallenberg, og gift- ist fyrirsætunni Patti Hansen árið 1983. Jagger og Marianne skildu að skiptum árið 1970, en þá hafði hin kokkálaða Faithfull einnig ánetj- ast heróíni. Stolt og sjálfsmorð James Fox, annar aðalleikari myndarinnar, var ungur og upprennandi leikari en lék ekki aftur í bíómynd í rúman áratug. Ekki fór held- ur vel fyrir leikstjóra myndarinnar, Donald Cammeil. Hann leikstýrði ekki aftur mynd fyrr en 1977, og átti bara eftir að gera tvær myndir í viðbót meðan hann lifði. Kannski varð hann mest þekktur fyrir að leikstýra U2 myndband- inu Pride, en ffamdi svo sjálfsmorð árið 1996. Myndin Perfor- mance hneykslaði marga á sínum tíma, en er í dag orðin einhvers konar klassík. Meira að segja Keith Richards gat ekki afneitað út- komunni og sagði seinna: „Myndin er líklega það besta sem að Cammell gerði, fyr- ir utan að skjóta sig.“ vaiur@dv.is Keith Richards Byrjaöi að neita herólns eftir aö kærast an svafhjá Mick Jagger. Stones á sviði Mick og Keith eru enn saman I dag þrátt fyrir áföll slöustu áratuga. Mick Jagger Hélt framhjá óiéttri Marianne Faithfull með kærustu Keiths Richards.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.