Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 HelgarblaS DV Vesalings útlendingarnir eiga bara einn jólasvein. Hér á íslandi þekkjum viö þrettán slíka meö nafni en í raun eru þeir miklu, miklu fleiri. Það sem meira er; sumir landshlutar eiga sér sína sérstöku jóla- sveina sem ekki þekkjast annars staöar á landinu. Og að sumir eru frekar jólameyjar en jólasveinar. Flest eru þau þó: Pönnuskuggi Litli-Pungur örvadrumbur Stekkjarstaur Litli-Drumbur Stúfur? Svartiljótur Efri Drumbur/Stóri Drumbur Drumburfyriralla Svellabrjótur Steluþiófar eða hrekkjusvín Eins og við vitum öll kom fyrsti jólasveinninn af þrettán, hann Stekkjarstaur, til byggða 12. desem- ber síðastliðinn og lagði glaðning í skó ungmenna um allt land. Bræður hans hafa svo komið á eftir í ein- faldri röð í sama tilgangi, Hurðar- skellir var á ferðinni í nótt og kannski hafa einhverjir krakkar vaknað upp af værum blundi við lætin í honum. Sá síðasti kemur aðfaranótt að- fangadags, það er Kertasníkir. Hann setur eitthvað skemmtilegt og gott í skóna en eins og nafnið bendir til hefur hann ekki alltaf gert það og reyndar er það líka ástæðan fyrir því að hann fær að koma á aðfangadag. Því jólasveinar eiga sér sína jóla- sveinasögu rétt eins og við eigum íslands- og mannkynssögu. Hver gerir hvað? Fyrr á öldum komu sveinar þess- ir hreint ekki til byggða til að gleðja börn með gjöfum. Flestir voru örg- ustu steluþjófar og hrekkjusvín en um ieið vandfysnir og sérvitrir. Stekkjarstaur var kominn til byggða í þeim tilgangi einum að komast í fjárhús bæjanna og sjúga mjólkina beint úr spenum ánna. Bróöir hans Giljagaur skundaði hins vegar beina leið í fjósin en þar voru ekki mjalta- vélar í þá daga. Kýrnar voru hand- mjólkaðar í tréfötur, gómsæt og volg mjólkurfroðan lá ofan á. Henni stal sveinninn og gæddi sér á. Stúfur litli var kannski stuttur til hnésins en ákaflega knár. Hann fór beint í eldhúsin og stal matarögnum af steikarpönnum. Þvara er gamalt orð yfir sköfu eða stöng með blaðí en hún var not- uð til að hræra í matarpottum, eins konar sleif. Þá er líka augljóst hvers vegna Þvörusleikir kom við á bæjum, hann sleikti þvörurnar eða sleifarnar í pottunum. Pottasleikir vildi frekar alla afganga innan úr pottunum en Askasleikir leit ekki við öðru en öskunum. Askar voru lítil tréílát undir mat og notaðir á íslandi áður en diskar bárust hingað. Eins og áður segir kom Hurðarskellir með fyrirgangi, látum og hurðar- skellum svo fólk gat ekki sofið. í gamla daga geymdi fólk skyrið sitt í stórum tunnum, það vissi Skyrgámur, skaust inn í matar- geymslurnar eða búrin og hámaði í sig. Bjúgnakrækir stal bæði bjúgum og pylsum úr búnmum, en af tómri forvitni lá Gluggagægir á gluggum fólks og það sem verra er, hann stal þeim leikföngum barna sem honum leist best á. Með risastóru nefinu þefaði Gáttaþefúr upp nýbökuð laufabrauð og kökur og hafði á brott með sér, Kjötkrókur kom niður eld- hússtrompinn og stal heilu hangi- kjötslænmum eða bitum úr pottum. Síðastur var svo Kertasnfldr, en hann stal nú frekar en sníkti. Fyrr á öldum voru kerti nefnilega skær- ustu, sjaldgæfustu og dýrustu ljós sem hægt var að fá. Böm kættust því óskaplega þegar loksins var kveikt á þeim á jólunum. En þetta vissi Kertasníkir og þess vegna kom hann á aðfangadag, í þeim eina tilgangi að stela þeim öllum. Fyrst í bókum frá 17. öld Siðir, venjur og alls konar átrún- aður fólks kallast þjóðhættir. Ámi Björnsson þjóðháttafræðingur hefur skoðað ýmislegt um jólasveinana og segir að sr. Stefán Ólafsson í Vallar- nesi minnist fyrst á jólasveina í kvæði í lok 17. aldar en það útiloki ekki að þeir hafi þekkst fyrir þann tíma. Ekki kemur þó fram hvað þeir em margir en þar em þeir taldir börn Grýlu og Leppalúða. Árið 1746 sendi Danakóngur ís- lenskum þegnum sínum húsagatil- skipun; þar var meðal annars fjallað um uppeldi barna og fullorðnum MATGOGGAR HREKKJALÓMAR UMHVERFISFYRIRBR. STRANDAÞULA MANNANÖFN UTAN FLOKKA Kattarvali Stúfur? Askasleikir Bandaleysir Bitahængir Tífill/Tífall/Tfgull Guttormur Bjúgnakrækir Faldafeykir Fannafeykir Tútur Stelngrlmur Flautaþyrill Gangagægir Glljagaur Baggi/Baggalútur Þorlákur Flotgleypir Gáttaþefur Hlöðustrangi Lútur/Hnútur Flotnös Gluggagægir Klettaskora Rauður/Refur Flotsleikir Hurðaskellir Lampaskuggi Redda Flotsokka Lunguslettir Lækjaræsir Sledda Flórsleikir Stigaflækir Moðbingur Bjálminn/Bjálminn sjálfur Froöusleikir Þambarskelfir Móamangi Bjálmans/Bjálfans barnið Kertasleikir Kertasnfkir Ketkrókur Kleinusnfkir Lummusnfkir Pottaskefill Pottasleikir Pottaskerfi Pönnusleikir Reykjasvelgur Rjómasleikir Skefill Skófnasleikir Skyrgámur Skyrjarmur Smjörhákur Syrjusleikir Þvörusleikir Heimlld: Erindi eftir Árna Björnsson birt á ornefni.is bannað að hræða böm með jóla- sveinunum. í Grýlukvæði frá síðari hluta 18. aldar em jólasveinamir sagði þrettán en það er eldri heimild um þann fjölda en þjóðsögur Jóns Árnasonar frá 1862 en þar em þrjár nafnarunur með jólasveinanöfiium. Elsti heimildarmaðtrr Jóns var al- inn upp í Dölunum en var prestur í áratugi á Norðurlandi. Að hans sögn hétu jólasveinarnir sömu nöfnum og við þekkjum nema Hurðarskellir. f hans stað nefnir Jón Faldafeyki. Nöfnin Giljagaur og Stekkjarstaur koma fyrir í Grýlukvæðinu frá 18. öld en þar em þeir ekki kallaðir jóla- sveinar. Giljagaur er sagður bróðir Grýlu en Stekkjarstaur hluti af „hyski Grýlu" og sérstaklega vondur við stráka. Ólík hlutverk og nöfn Annar heimildarmaður Jóns þjóðsagnasafnara var prestur í Fljót- um, alinn upp í Skagafirði. Hann sagði jólasveinana níu talsins en þekkti nöfn á átta þeirra. Pottasleiki, Gluggagægi og Gáttaþef þekkti hann eins og sá fyrri en hinir hétu Pönnu- skuggi, Guttormur, Bandaleysir, Lampaskuggi og Klettaskora. Þriðju nafnamnuna fékk Jón svo úr Steingrímsfirði og í tveimur gerðum, í annarri vom sveinarnir þrettán talsins en hinni fjórtán. Jólasveinarnir norður á Ströndum hétu Tífail, Tútur, Baggi, Lútur eða Hnútur, Rauður, Redda, Steingrím- ur, Sledda, Bjálminn eða Bjálfinn sjálfur, Bjálmans eða Bjálfans barnið, Lækjaræsir, Litli-Pungur, örvadmmbur segir í þrettán nafna mnunni en hin hefur Bitahængi, Froðusleiki og Syrjusleiki í stað þriggja síðustu í þeirri fyrri og þar bætist Gluggagægir við. Árið 1970 var svipuð þula skráð eftir konu sem fædd var á Snæfjalla- strönd 1898 og hún þekkti Baggalút, Ref, Litla-Dmmb, Efri-Drumb og Lungusletti. Og úr Árnesi á Ströndum hafa síðan bæst við Tígull, Stóri-Dmmbur og Drumbur fyrir alla. í lok 19. aldar fréttist af Pottaskefli og Pönnusleiki og Jónas frá Hrafhagili Jónsson bætti Kerta- sleiki, Hurðaskelli og Moðbing við. Hann hafði lflca fréttir cif níu jóla- sveinum norður í Mývatnssveit, þeim Gáttaþef, Gluggagægi, Kerta- sníki, Pottaskefli og Pönnusleiki en þar hétu fjórir hins vegar FlórsleiJdr, Þvenjgaleysir, Hlöðustrangi og Móa- mangi. Á Austurlandi kom sérstakur hópur jólasveina utan af hafi en ekki af fjöllum en aðeins einn þeirra var nafhgreindur og hét hann Kattarvali. Jólasveinaheitin „lögfest" Jólasveinavísur Jóhannesar úr Kötlum og teikningar Tryggva Magnússonar listmálara komu út árið 1932 og með þeim má segja að Jóhannes hafi lögfest þau jóla- sveinaheiti sem við þekkjum. Og það var Jóhannes sem setti Hurðar- skelli í stað Faldafeykis en hann not- ar líka Pottaskefil í stað Pottasleikis og Skyrjarm fyrir Skyrgám. Á þjóðháttadeild Þjóðminjasafns hafa menn safnað heimildum um ýmsar jólavenjur og frá Staðarsveit á Snæfellsnesi koma Smjörhákur, FlautaþyriU, Flotgleypir og Rjóma- sleikir, í Suðureyjum á Breiðafirði þekktu menn Skefil og í Dölunum Fannafeyki, Kleinusnfki, Lummu- sníki og Pottskerfi. Af Skarðströnd bættust Skófnasleikir og Þambar- skelfir í hópinn en í Barðastranda- sýslu Reykjasvelgur. Á landinu norðvestanverðu stelur jólasveininn Þorlákur hangi- kjötinu, í Breiðdal var Stigaflækir nefndur og undir Eyjafjöllum birtust Flotsleikir, Gangagægir, SvartUjótur og SveUabrjótur. í Strandasýslu hafa menn einnig þekkt Langlegg og Völustegg, á Austurlandi Dúðadurt og í Biskupstungum Skrám, Skrepp, Skrögg og Völustegg. Jólameyjarnar eru þær Redda og Sledda úr Stein- grímsfirði, Flotsokka úr Dýrafirði og Flotnös úr Önundarfirði. rgj@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.