Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 54
I V 54 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 „Sá er haldinn forræðishyggju * semvillhafavitfyriröðrumfullorðn- um einstaklingum í málum sem varða athaftiir sem einungis skaða þá einstaklinga sjálfa, ef þær skaða þá einhvem á annað borð. Þá er for- ræðishyggjumaðurinn gjarnan að þröngva gildismati sínu eða skoðun- um upp á annað fólk, hvort sem því líkar betur eða verr,“ segir ívar Páll Jónsson biaðamaður um það hvað felst í hugtakinu forræðishyggja. fvar Páll hefur látið til sín taka innan Frjálshyggjufélagsins en þau samtök em gegnheilir andstæðingar ' þess sem felst í hugtakinu forræðis- hyggja. ívar sver sig í ættina og segir íslenskt þjóðfélag gegnsýrt af for- ræðishyggju og að hún sé viðtekin. „Hið opinbera setur reglur um hitt og þetta til að vemda fólk fyrir sjálfu sér. Þessi forræðishyggja hefur haft svo mikil áhrif á hugsanagang þjóðarinnar að fólk er að miklu leyti hætt að taka ábyrgð á eigin gjörðum. Um leið og eitthvað bjátar á er lýst ábyrgð á hendur „yfirvöldum", sem eigi að „grípa til aðgerða". Blaðamaðurinn kýs að taka svo djúpt í árinni að segja að með þessu sé unnið gríðarlegt tjón á ábyrgðar- tilfinningu fólks fýrir eigin lífi. Þegar allt kemur til alls er heillavænlegast ^ fýrir hvem og einn að taka ákvarðan- ir um eigin hag sjálfur. „Þannig lærir maður af mistökunum; þroskast og hefur möguleika á að verða betri manneskja. Ef „stóri bróðir" ákveður hvaða mat við eigum að borða, hvaða íþróttir við megum stunda og bannar okkur að taka áhættu í lífinu verður það lítils virði. Þá emm við eins og forrituð vélmenni, með lítil einstaklingseinkenni. Við gætum þá alveg eins verið flokkuð eftir númer- um.“ Kærleiksofbeldið Heimir Már Pétursson er upplýs- ingafulltrúi Flugmálastjómar en hef- ur einnig starfað innan Samfylking- arinnar. Ljóst má vera að þar hlýtur að vera tekist á um ýmsa ríkisforsjá. Heimir hefur verið ódeigur í baráttu sinni gegn ýmsum óvönduðum meðulum Tóbaksvarnaneftidar sem að hans mati hafa oftar en ekki grip- ið til fasískrar aðferðarfræði - til- gangurinn helgar ekki meðalið að hans mati. „Forræðishyggja er sú skoðun að yfirvöld eigi á sem flestum sviðum að hafa vit fýrir einstaklingunum og jafnvel beita þvingunum til að fá þá til að annaðhvort hætta einhverri hegðun eða hegða sér á einhvem til- tekinn hátt. Forræðishyggja getur stundum verið eðlileg og þá þegar hún er meira í ætt við umhyggju og fýrirhyggju, eins og til dæmis ræður för við setningu umferðarlaga. Þegar forræðishyggjan verður hins vegar mjög stæk verður hún eiginlega að bannhyggju. Þeir sem em illa haldn- ir af forræðishyggju hafa mikla til- hneigingu til að leysa öll mál með bönnum," segir Heimir Már. Hann segir jafnframt að þegar þeir sem vilja banna til að leysa vandann setji með því óeðlilegar hömlur á hegðun einstaklinga, oftast ^ í nafni kærleika. Þegar forræðis- hyggja er orðin verulegur sjúkdómur og er kominn á hæsta stig er sjúk- lingurinn iðulega tilbúinn til að beita kærleiksofbeldi. „Það er að segja, hann er tilbúinn til að beita þá ein- staklinga sem hann ætlar að hjálpa ofbeldi til að fá þá til að þiggja hjálp- ina. Ofbeldið kemur þá fram í óeðli- legum hindrunum og afskiptum á *. því sem verður að teljast einkalíf fólks og forráðaréttur yfir eigin lífi og líkama." Bara einn einfaldan Heimir telur ekki vafa á því að margt sé það í íslensku þjóðfélagi sem sé drifið áffam af forræðis- hyggju en sem betur fer ekki allt. „ís- lendingar em frjálslyndir á mörgum sviðum og það má segja að þessi tvö öfl, fijálslyndið og forræðishyggjan takist á á mjög mörgum sviðum." Almennt má segja að þeir sem em hvað verst haldnir af forræðishyggju treystí fýrirvöldum betur en einstak- lingunum sjálfum til að taka skyn- samlegar ákvarðanir varðandi þeirra eigið líf. „Við íslendingar horfum gjarnan til hinna Norðurlandanna þegar við leitum að aðferðum til að Helgarblað TtV Nýverið lögðu sex þmgmenn Samfylking- arinnar til að undirbúnar verði reglur um takmörkun auglýsinga á matvöru sem inniheldur mikla fitu, sykur eða salt. Fimm konur undir forystu Ástu Ragn- heiðar Jóhannesdóttur auk Össurar Skarphéðinssonar sýnist sem svo að ein- staklingar kunni ekki fótum sínum forráð og ganga hugmyndir þeirra undir nafn- inu „fitubolIufrumvarpið“. Jakob Bjarnar Grétarsson leitaði til fjögurra einstak- linga sem hafa eitt og annað að segja um hugtakið - flest slæmt. gera eitt og annað. Margt af því er gott en margt af því er lika aifavit- laust eins og fjölmörg dæmi hafa sannað. í Noregi hafa forræðis- og bannhyggjumenn t.d. gengið svo langt að banna fólki að kaupa meira en einn einfaldan af sterku áfengi á veitingahúsum. Þar ræður sjálfsagt för sú kærleikshugsun að enginn hafi gott af því að drekka áfengi og þá al- veg sérstaklega ekki áfengi sem er sterkara en einhver tiltekin prósenta. Vilji fólk samt drekka áfengi er því best að gera þeim það fyrirferðar- meira með því að banna því að kaupa meira en einn einfaldan í einu.“ Spennandi óhollusta Heimir Már talar jaftiffamt um það sem hann kallar valkvæma for- ræðishyggju. Það þykir til dæmis eðlilegt að merkja tóbaksvörur með sterkum viðvörunum um áhrif þeirra á heilsu fólks, en það þykir ekki jafn sjálfsagt að setja slíkar viðvaranir á bifreiðar sem eiga stærstan þátt í að eyða ósonlaginu og þar með öllu lífi á jörðinni - eða á kókið, kjötfarsið, saltkjötið og brennivínið (svo eitt- hvað sé nefnt) sem allt steindrepur fólk ef það neytír þessara vara í of miklu magni. „Þá þykir líka eðlilegt að fela tóbaksvörur fyrir neytendum, en það yrðu margir langleitir ef breytt yrði yfir allar óhollustuvörur í verslunum. Þá myndi maður ganga inn í Hagkaup og Nóatún þar sem blastí ekkert við nema ávextír og grænmetí og svo mikil og breið svört tjöld. Svo þyrftí fólk að kíkja á bak við tjöldin til að sjá hvaða spennandi óhollusta leyndist þar á bak við. Gæti vissulega gert verslunarferðir meira spennandi - en lengri. Eitt einkenni þeirra sem eru haldnir forræðis- og bannhyggju er að þeim finnst nánast undantekningarlaust auðveldara að banna eitthvað sem þeir gera ekki sjálfir.“ Ferlega þreytandi fyrirbæri „Forræðishyggjan er þessi árátta sumra að vilja hafa vit fýrir öðrum og þeir láta sér ekki nægja að predika og vinna málstað sínum fylgis þannig heldur vilja þeir beita ríkisvaldinu. Ferlega þreytandi fyrirbæri," segir Sigríður Á. Andersen lögfræðingur hjá Verslunarráði fslands. Sigríður hefúr meðal annars látíð til sín taka á VefÞjóðviljanum þar sem menn hafa horn í síðu forræðishyggjunnar. „Það fer tvímælalaust minna fyr- ir forræðishyggju á íslandi í dag en fyrir áratug en hún er þó fráleitt á undanhaldi. Það sem virðist hafa gerst er að afleiðingar forræðis- hyggjunnar bitna síður á öllum al- menningi í einu lagi með áberandi hætti en meira á einstökum hóp- um. Bjórbannið var dæmi um for- ræðishyggju sem allir fundu fyrir en í dag hefur forræðishyggja af svip- uðum toga fundið farveg í til dæm- is banni við bjórauglýsingum sem snertir ekki marga með beinum hætti. Menn verða sem sagt ekki eins varir við það með áþreifanleg- um hætti að það er einhver þarna úti að reyna að hafa vit fyrir þeim - eða réttara sagt stjórna þeim, því það er ekki alltaf vit í rökum for- ræðishyggjunnar. Það er auðvitað óhugnanleg staðreynd. En það væri kannski ofsagt að segja að íslenskt samfélag einkennist af forræðis- hyggju.“ Rétturinn til að taka heimsku- legar ákvarðanir „Mér finnst það vera forræðis- hyggja þegar sett eru lög og reglur sem sem taka af mér réttinn til að taka ákvarðanir sem engan skaða nema sjálfan mig, s. s. varðandi hvað ég má láta ofan í mig, hvar og hvenær, hvernig ég á að haga mér heima hjá mér, hvað ég má lesa og svo framvegis," segir Davíð Þór Jóns- son þýðandi, rithöfundur og skemmtikraftur. Davíð hefúr látíð til sín taka í stjórnmálaumræðu um langt skeið og hefur helst verið orð- aður við Vinstri græna. Sá flokkur er reyndar af mörgum talið eitt vígi for- ræðishyggju á íslandi en þess sér ekki stað í orðum Davíðs Þórs sem hefur augljóslega hom í síðu fyrir- bærisins. „Forræðishyggjan á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi en fer sem betur fer hopandi fyrir auknu frjáls- ræði. í dag held ég að íslenskt samfé- lag einkennist ekki af meiri forræðis- hyggju en önnur vestræn samfélög, alla vega em bæði Bandaríkjamenn, Bretar, írar og Skandínavar mun dýpra sokknir í að taka af fólki rétt- inn til að taka heimskulegar ákvarð- anir en við. Illu heilli virðist þó ákveðin afturför yfirvofandi, sbr. ffumvarp Samfylldngarinnar um auglýsingabann á óhollum mat og frumvarp um bann við reykingum í húsnæði sem er hinu opinbera jafh- óviðkomandi og eldhúsið heima hjá mér.“ ívar Páll Jónsson Segirllfiö lítils viröi ef„stóri bróðir" ákveður hvaöa mat viö eigum að borða, hvaða íþróttir viö megum stunda og bannar okkur aö taka áhættu íllfinu. Topp 3 forræðishyggjulisti ívars Páls 1. Hallbrlgtbkcrfit Rfltíð velur hverjir lifa og deyja í þessu landi. Heilbrigðiskerfið er rekið með áætlunarbúskap, eins og tíðkaðist í Sovétríkjunum á meðan þau vom og hétu. Þess vegna verða stjórnendurnir hálfpartinn að meta hvort „hag- kvæmt" sé að lækna fólk. Mesta hagsmunamál íslensku þjóðarinnar er að frelsa heilbrigðiskerfið, þannig að þeir sem veita þjónustuna græði á því að veita hana með sem minnstum kostnaði og á sem lægstu verði. Ég fæ ekki séð að heilbrigðiskerfið sé að neinu leyti frábrugðið smásölu með matvömr. Fólk deyr ef það hefur ekki efni á að kaupa mat. Vildum við hafa svipaðan áætlunarbúskap í sölu matvara? Áætlunarbúskap fylgja óhjákvæmilega biðraðir og skortur. 2. SniBRskálaniir í öðru lagi verð ég að neftia grunnskóla landsins. Þeir em svo sannarlega í viðjum forræðis- hyggju. Fólk fær ekki að ráða því hvernig menntun börn þess fá. Samkeppni milli skóla er engin og allir verða þeir að fylgja aðalnámskrá. Engin samkeppni er á milli skólanna um kennara og þess vegna eru þeir láglaunastétt. Sá kenn- ari sem vill brydda upp á einhverjum nýjungum í kennslu, ef til vill vera svo djarfur að miða kennsluna við þarfir nemendanna (sem eru mismunandi), hefur lítið svigrúm til þess. Sökum for- ræðishyggju. 3. Afcngiogtóbak f þriðja lagi má nefna boð og bönn um gjörðir sem eiga ekki að koma neinum við nema einstaklingnum sjálfum. Reynt er að koma í veg fyrir að fólk drekki áfengi og neyti tóbaks, með því að leggja þvflflcar álögur á þær vörur að verulega skiptir máli og banna sölu áfengis annars staðar en í sérstökum einokunarverslunum ríkisins. Þá er reynt að fá fólk til að drekka frekar bjór og léttvín en sterk vín, með því að leggja enn þá brjálæðislegri gjöld á sterka vínið en það létta. Bannað er að aug- lýsa þessar vörur, sem þó eru báðar löglegar. Bara sú staðreynd að orðið „manneldismarkmið" sé til er uggvæn- leg; eins og við séum svín sem þurfi að ala og megi ekki verða of feit. Sumar bar- dagaíþróttir eru bannaðar. Fjárhættuspil eru bönnuð í vissri mynd. Fíkniefni eru bönnuð. Vændi til framfærslu er ólöglegt, þótt þingmenn stundi kynlíf að staðaldri, gegn ýmis- konar ívilnunum frá maka sínum. Konum og körlum er bann- að að dansa í lokuðum klefa þegar annað þeirra er nakið. Svona mætti áfram telja. i t I.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.