Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Fréttir DV ■Þegar körfukjúklingur var fínn matur... Fyrir mörgum árum kom út bók sem hét Á matarslóðum. Skáld í bænum sem ég átti samtal við taldi þetta afar vondan titil; maður sæi fyrir sér mann sem rekur sig í gegn- um borgir Evrópu og étur upp úr öskutunnum. Síðan þá hefur matar- slóðunum fjölgað mikið. Engin sjón- varpsstöð er svo aum að hún bjóði ekki upp á marga matarþætti; í fréttatengdum útsendingum eru %iatreiðslumenn gestir - það er alltaf einhver að elda í bakgrunnin- um og svo er sest yfir krásirnar. Það eru meira að segja til heilar sjón- varpsstöðvar sem eru eingöngu helgaðar mat. Auglýsingabann Samfylkingarþingmenn leggja fram tillögu um að banna að auglýsa óhollan mat - sætan og feitan - þeg- ar böm em vakandi. í þessu felst hugsjónin um að ala þegnana rétt upp, að reka samfélagið eins og Egill Helgason skrifar um sósur og sitthvað fleira. Laugardagskjallari heimili þar sem er mamma sem aldrei sefur og allt veit betur. Þessi þráður er sterkur í jafnaðarstefn- unni og ekki síður meðal femínist- anna sem koma úr Kvennalistanum gamla. Flestum verður á að hlæja að þessu - þetta hljómar eins og grín. Líkt og þingmennirnir séu að skop- stæla sjálfa sig. Á bara að banna aug- lýsingar ffá McDonald’s eða á líka að meina Tomma að auglýsa góðu hamborgarana sem fást í Hamborg- arabúllunni? Hefur fólk engan klassa? Hvar á að draga mörkin? Ef menn Efmenn ætluðu að vera sjálfum sér sam- kvæmir væri kannski ástæða til að setja stórar Xiðvaranir á öll sjónvarpstæki heimsins: Hér streymir út óhollusta, ofbeldi, ómennska, þetta mun leiða til offítu, andlegs doða, þung- lyndis - jafnvel ótímabærs dauða. ætluðu að vera sjálfum sér sam- kvæmir væri kannski ástæða til að setja stórar viðvaranir á öll sjón- varpstæki heimsins: Hér streymir út óhollusta, ofbeldi, ómennska, þetta mun leiða til offitu, andlegs doða, þunglyndis - jafnvel ótímabærs dauða. Mjög hefur heimurinn breyst á stuttum tíma. í einhverju jólablað- inu - fullu af gourmetfæðu - var ég að lesa viðtal við ein- hvern sem ég man ekki hver er. Viðkomandi var að rifja það upp að þegar hann var lítill hefði verið tómatsúpa með eggi á borðum á jól- unum. Manni fannst þetta hálf brjóstumkenn- anlegt - hefur fólk engan klassa? Mamma fékk körfu- kjúkling En svo fór ég að rifja upp að hafa ekið um bæ- inn með fjölskyldu minni - þetta var sirka 1970 og við sjálfsagt ennþá á skodanum - í leit að Heinz fremur en Campbell uxahalasúpu. Það var semsagt dósasúpa á jólunum - gourmetmennskan fólst í muninum á Heinz og Campbells. Fjölskyldan fór í Naustið að borða í hádeginu á sunnudegi og Sku Digita/ Tilbodspakki 1 og heimurinn er þinn hátt í 300 sjórwarpsrásir f DVD my ndgædum og á milli 40*50 útvarpsrásir f CD gædum Fullkomin Panasonic Digibox TU-DSB50 sem er besti móttakarinn á markaðinum í dag. Diskursem er 1 metri. Móttökunemi fyrir disk (LNB). Veggfesting. Tilboðsverð aðeins 69.900 BOLTINNIBEINNIFYRIR ALLAISLENDINGA Tilbodspakki 2 ft. Loksins, loksins á Íslandí! Núgeturþúho(fláanagervð«iattarásogtei(iöuppaflraáSky+Doi>yÐigilal.þúge(urhafflábesnaúlsendnguogsettá pásu þegar að þér hertar á Sky+ DofcyOigitaL Þú þarfl eidd mymfcandstælá 8 a9 taka upp gervðmattarásir þw' það er innbyggðuríöGharðurdiskuriSky+Dobymótlakaíaruinsefflgeíffþaðfyrirþig. Sty* DofcyDigital móttakarinn er það sem þig heftr aKaf dreyml um. Fullkomin Page* gervihnattamóttakari - Að Miú tæknitimartia besti móttakarinn á markaðinum í dag. Tilboðsverð aðeins kr. 99.999- Listaverð kr: 123.700- Diskursem er 1 metri. Tvðfaldur móttökunemi fyrir disk (LNB). UirmfLnrfínm veggtesvng. skydigitap ísland —^ Sóni: 4213333,893 (861, fac 4218844. Uppiýsingar um áskríflaipakka og allar aðrar upplýsingar eni að finna á heimasíðu okkar www.skydigital.is. VISA móðir mín fékk sér körfukjúkling. Það þótti afskaplega fínt - hálfur kúklingur í bastkörfu. Mátti borða með puttunum, en samt ekki rífa í sig, heldur átti að halda pent á lær- inu með fingurgómunum. Ég sá í gær að hægt er að kaupa svipaðan skammt af þessari fæðutegund í Melabúðinni fyrir 250 krónur. Lifði á frónkexi Matarmenningin hérna var vissulega fábrotin - kannski að sumu leyti ógeðs- leg. Kjöt- boll- Við næsta borð stað- næmdist Mathieu hins vegar og var þar allt kvöldið. Konan sem þar sat hófað tala við hann um sósu, bara eina tegund afsósu. Þau héldu áfram að skeggræða sósuna. Við fórum út í göngu- túr, komum aftur og þá voru þau enn í hrókasamræðum um sósuna. ■ ■ - - m m ■■■■■ ■■ www.skydigital. i IS Og fars, brún sósa, soðin ýsa. Ég var í sveit þar sem var á borðum til skipt- ist saltkjöt og salt- fiskur, mjög lítið nýmeti. Ég lifði á frónkexi hálft sumar - var farinn að fá ranghug- myndir af næringarskorti. Nú er farið að tala um nýja norræna eldhúsið - það er markaðssett úti um allan heim sem tákn um ferskleika og gott hráefni. Meira að segja í Noregi hefur orðið matarbylt- ing. Þar var til skamms tíma versti matur í heimi - líklega verri en á íslandi. Norðmenn borðuðu kvöldmatinn klukkan fjögur á dag- inn, annað hvort hrökkbrauð eða ólystugt jukk, hnoðað saman úr hakki, sem þeir kalla karbónaði. Síð- ast þegar ég snæddi á veitingahúsi í Noregi skeit mávur í pitsuna hjá mér - gúanóið kom fljótandi ofan úr há- loftunum þar sem ég sat á veitinga- húsi við höfnina í Osló. En það gerði svosem ekki mikið til - það voru dósasveppir á pitsunni. Hvað ég og konan mín vor- um leiðinleg Fyrir fáum árum var ég gestur yfir helgi á sveitahóteli og veitingahúsi í Provence í Frakklandi - á stað sem heitir Residence de la Pinéde. Ég get hiklaust mælt með þessu. Staðurinn fékk góða umsögn í Gault Millau matarbiblíunni og eina stjörnu hjá Michelin. Matreiðslumeistarinn var ungur maður, síðhærður en farinn að grána furðu mikið, Xavier Mathieu er nafit hans. Eftir mikla gourmetmáltíð, sex rétti að minnsta kosti, gekk hann meðal gestanna og ræddi við þá. Við vorum jú öll stödd í húsi langt uppi í sveit. Mathieu komst fljótt að því að ég og kona mín vorum fullkomlega óintressant, höfðum sama og ekkert til málanna að leggja - lukum bara lofsorði á matinn með einhverjum almennum, illa völdum orðum. Talað um sósu, sósu ... Við næsta borð staðnæmdist Mathieu hins vegar og var þar allt kvöldið. Konan sem þar sat hóf að tala við hann um sósu, bara eina tegund af sósu. Þau héldu áffarn að skeggræða sósuna. Við fórum út í göngutúr, komum aftur og þá voru þau enn í hrókasamræðum um sós- una. Ég fór að álykta sem svo að Mathieu væri nú mesti blábjáni sem ég hefði nokkurn tíma vitað - að nenna þessu. Svo hugsaði ég aðeins betur og þóttist sjá að það væri pínu að- dáunar- vert að geta haldið uppi svona löngum samræðum um svo afmarkað efni - þóttist skilja að það útheimti ákveðinn and- legan aga. Leiðinn mikli Nú mætti skrifa langt mál um leiðann sem gegnsýrir heiminn. Að annars vegar skuli vera þettta matarfargan, eilíft snakk um hvað maður lætur ofan í sig - og svo á hinum endanum megrunaræðið: megrunarbækurnar, megrunar- þættimir, megrunarefnin. Það er eitthvað geldingslegt við þetta. Verður lífið þá svona tilgangs- laust þegar fólk þarf ekki lengur að hugsa bara um frumþarfir sínar? Eða á maður að læra að gleðjast yfir matnum eins og bláma himinsins, fegurð fjallanna og sólarlaginu. Samt er einhver tilfinning af synd sem fylgir allri þessari matarást. Ein dauðasyndin heitir græðgi: Hún felst varla í því einu að troða sig út af mat, heldur líka í öllu umstanginu, að vera sífellt að hugsa um skrokk- inn á sér og það sem fer ofan í hann eða út úr honum. Átveislan mikla Manni verður hugsað til kvik- myndar sem heitir La Grande Bouf- fe - Átveislan mikla. Hún fjallar um fjóra miðaldra karlmenn sem leiðist svo mikið að þeir ákveða að loka sig inni í húsi og éta og drekka sig í hel. En það er auðvitað jafn leiðinlegt og annað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.