Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 HelgarblaB 0V Kínverskir krakkar Litlar dekurdúilur foreldranna enda ndnast öll einbirni. Apóteki bLítiðerum pillur en meira af þurrkuðum dýrum. Sjúkrabflarnir þeirra Göturnar eru svo þröngar að sjúkrabflarnir eru hjól. Lið í karókí Menn leigja sér herbergi fyrir sllka skemmtun. MMergi, hpsjumilar og silíkon í rassinn Ég sá auglýsingu frá ferðaskrif- stofunni Kuoni í dönsku dagblaði fyrir um mánuði síðan undir yfir- skriftinni „Juleshopping i Beijing". Vikuferð sem kostaði skít og ingent- ing. Hló mig máttlausa. Hver fer til Kína til að versla jólagjafir? Enginn hélt ég, en klippti auglýsinguna út og hengdi hana á ísskápinn til að sambýlingar mínir gætu hlegið að þessu með mér. Sendi mömmu sms: „Kemurðu ekki með mér í verslunarferð til Kína?“ Svarið kom um hæl: „Kína, af hverju ekki? En ekki í verslunarferð... “ Núna sit ég á netkaffihúsi í Beijing, búin að vera í viku og búin að kaupa jóla- og afmælisgjafir handa öllum sem ég þekki - fyrir næstu tvö árin. Kem samt sem áður vel út í samanburði við dönsku hjónin sem eru með 80 kíló í yfirvigt og fullar töskur af nuddtækjum, „Rolex”-úrum og silkisloppum. Hugga mig við að það sé til hvítara rusl en ég. Kínamúrinn lengri en áætlað var Beijing er mögnuð borg. Torg hins himneska friðar, Himnahofið og Forboðna borgin eru staðir sem allir verða að upplifa að sjá. Kína- múrinn er í algjörum sérflokki enda sagði Mao víst einu sinni að menn væru ekki alvöru menn íyrr en þeir hefðu stigið fæti á Kínamúrinn. Ég hef ailtaf staðið í þeirri meiningu að múrinn væri 6350 metrar að lengd og fannst heilmikið til þess koma. Múr sem er byggður fýrir hundruð- um ára, lengst uppi í fjöllunum af litlum, horuðum Kínverjum. „Það er svipað og Ilvalfjarðargöngin," man ég að ég hugsaði einhvern tím- ann - ótrúlegt. Komst svo að því að múrinn er nákvæmlega þúsund sinnum lengri (6350 kílómetrar) og slagar hátt í vegalengdina frá Danmörku til Kína. Hann er heldur ekki heil lengja, heldur í mörgum mislöng- um bútum og það er einungis út- breiddur misskilningur að múrinn sjáist frá tunglinu. Það væri eins og að sjá tvinna úr 800 metra íjarlægð. Þetta mesta mannvirki sögunnar sést reyndar utan úr geimnum, bara ekki alla leið frá tunglinu. Þá vitið þið það. Laga til fyrir ólympíuleikana Ölympíuleikarnir verða haldnir í Beijing árið 2008 og Kínverjar eru stoltir af því. Þeir eru m.a.s. búnir að koma fyrir „niðurtalningarskilti" við Torg hins himneska friðar þar sem má sjá að rúmlega 1300 dagar, einhverjar klukkustundir, slatti af mínútum og aðeins færri sekúndur eru í að leikarnir hefjist (að minnsta kosti þegar ég kfkti). Þeir sem hafa áhuga á að sjá Beijing eins og hún er í dag ættu að drífa sig strax því nú er unnið hörðum höndum að því að rífa öll gömlu hverfin og byggja ný og fín hús í staðinn áður en allt ólympíuliðið mætir. Bannað að vera með Ijós á hjólunum Það eru hjól hvert sem litið er í Kína. öfugt við yfirvöld í Danmörku kunna þau kínversku ekki að meta Sigrun Ósk Kristjánsdóttir segir afferð sinni til Kína. þessa hjólamenningu og hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur í staðinn. Þau hafa brugðið á það ráð að láta fólk borga fyrir að eiga hjól, sem öll eru svo skráð og númeruð. Hjólreiðamenn þurfa að borga í stöðumæla þegar þeir leggja hjól- unum sínum og það er harðbannað að vera með ljós á þeim - það trufl- ar bílana. Mengun er samt sem áður mikið vandamál í Beijing enda fjölgar bflum á götunum um 2000 stykki á hverjum einasta degi. Bara leigubflarnir eru 120 þúsund talsins (til samanburðar eru 30 þúsund í NewYork). 6 fullorðnir um hvert barn Við mamma ákváðum á fjórða degi að það væri nauðsynlegt að kíkja í dýragarðinn til þess að skoða pöndurnar sem reyndust lítið spennandi. Hins vegar var mjög spennandi að fylgjast með gestun- um í garðinum; slatti af börnum en með hverjum krakka fylgdu 5-6 full- orðnir - mömmur, pabbar, ömmur og afar. Eins og alkunna er mega Kínverjar bara eiga eitt barn. Þó eru undantekningar frá regl- unni. Úti á landi eru yfirvöld stund- um tilbúin að líta til hliðar ef hjón eignast stelpu í fyrstu tilraun, þá fá þau annan séns. Eins má fólk eign- ast tvö börn ef foreldrarnir eru báð- ir einbirni og svo er hægt að detta í lukkupottinn með því að eignast tvíbura. Dætur og synir Kína í dag eru þess vegna nánast öll einbirni, litlar dekurdúllur sem eiga athygli foreldra sinna og ömmu og afa óskipta. Gaman að spá í áhrif þess á samfélagið síðar meir. Sjúkir í karókí Kínverjar reykja eins og stromp- ar. Þeir eru 20% af mannfjölda í heiminum og reykja 30% af sígar- ettunum. Þeir drekka hins vegar lít- ið og skemmta sér ekki á sama hátt og við eigum að venjast. Komst að því þegar íslensk stelpa í kínversku- námi bauð mér með sér og vinum sínum út á lífið. Ferðinni var heitið á karókístað. Þegar við mættum á svæðið reyndist vera þónokkur bið. „Bið eftir hverju?" spurði ég. „Herbergi," var svarið. Jább, Kín- verjar leigja sér nokkurs konar karókíhótelherbergi. Þeir syngja ekki fýrir framan fullan sal af ókunnugu fólki heldur smala sam- an vinum sínum, kaupa sér snakk og öl, leigja karóklherbergi og syngja sig hása fram á nótt. Loksins fengum við herbergi og eltum einn starfsmanninn eftir löngum gangi. Á hverri hurð er nokkurs konar kýrauga og inn um þau gat maður séð allt upp í tuttugu Kínverja, marga með hristur og tambúrínur, í banastuði. Furðulegt. Sækja sjúklinga á hjólum Það eru spítalar af öllum stærð- um og gerðum í Beijing. Við heim- sóttum einn. Úti voru hjól með bólstruðum sætum aftan á. Það voru sjúkrabflarnir takk fyrir takk. f eldri hverfum borgarinnar eru göt- urnar margar svo þröngar að sjúkrabflar komast ekki í gegn. Þá er ekkert annað að gera en að sækja liðið á hjóli. Fyrir utan sjúkrahúsið var líka kona með borð hlaðið ým- iss konar mat og stóra vigt. Sjúk- lingarnir fá nefnilega ekki mat á spítalanum og ef þeir eiga ekki ætt- ingja sem koma með eitthvað að borða verða þeir að gjöra svo vel að rölta út til að kaupa matinn sjálfir. í anddyrinu er „fræðslubás". Þar voru áður bæklingar um SARS en nú er höfuðáhersla lögð á að fræða fólk um alnæmi. í lyfjageymslunni var ýmislegt fróðlegt að finna. Lítið um pillur en mun meira um þurrk- uð dýr eins og sporðdreka og eðlur, slönguskinn (notað til að lækna húðsjúkdóma) og jurtir. Rassinn stækkaður og augun „opnuð" Amerísk og vestræn áhrif leyna sér ekki í Beijing. Þar eru víða McDonald’s- og KFC-staðir og það er undantekning ef fyrirsætur á auglýsingaspjöldum eru asískar. mengunarskýi. Vinsælustu lýtaaðgerðirnar í land- inu eru sílikon í rasskinnar og að- gerð sem gerir augun kringlóttari. Buxur með fóðri á rassinum seljast eins og heitar lummur. Kínverjar halda samt fast í gaml- ar hefðir og á hverju morgni mæta þúsundir þeirra út á götur borgar- innar, stilla kasettutækinu upp og gera Tai Chi-æfingar af miklum móð. Við gátum samt ekki annað en velt því fyrir okkur hvort þeim væri ekki hollara að halda sig innan dyra en að standa og gera leikfimis- æfingar í mengunarskýinu sem myndast þegar þær milljónir manna sem búa í borginni halda til vinnu eða í skóla. Sporðdrekar, sæhestar og lirfur Aðalverslunargata Beijing- borgar heitir Wangfujing. Þar er á hverju kvöldi nokkurs konar úti- grillmarkaður þar sem sölumenn mæta í bása með bakka hlaðna af grillspjótum. Upp á þau þræða þeir ýmiss konar kjöt og jafnvel dýr í heilu lagi. Þannig má finna sporð- dreka-, sæhesta-, lirfu-, froska- lappa-, slöngu- og fuglafóstur- spjót. Það síðastnefnda er eitt það ógirnilegasta sem ég hef séð fyrr og síðar. Lítil rauð og krumpuð fuglafóst- ur sem eru tekin úr eggjunum rétt áður en þau klekjast út. En á þessu smjöttuðu innfæddir með bestu lyst. Ég svipaðist um eftir hunda- spjóti en fann ekkert. Við mæðgurnar lögðum ekki í neitt af þessum kræsingum og afsökuðum tepruskapinn fyrir sjálfum okkur með seddu. En ég ætla mér að smakka þetta allt saman í næstu heimsókn til Beijing sem verður ör- ugglega farin einhvern tíma. Múrinn Magnað mannvirki og mögnuð upplifun að sjá hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.