Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 65

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 65
DV Sport FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2004 tS Upp á toppinn Eggert Magnússon, formaður KSl, hefur gífurlegan metnað fyrir hönd kvennalandsliðsins og sættir sig ekki við neitt annað en liðið sé d meðal bestu þjóða heims. DV-mynd Teitur kvennaknattspyrnunnar, var r aö- stöðu til að segja mína skoðun og gerði það. Ég sé ekki eftir neinu en það má kannski leiða að því líkum að ég væri í annarri stöðu í dag ef ég hefði þagað og verið þæg,“ sagði Helena og bætti við að fljótlega eftir þessa uppákomu hefði hún skynjað ákveðna kúvendingu í samkiptum hennar við forystuna. „Menn hærtu að heilsa mér og nánast sniðgengu mig. Það sem ég gerði var þeim ekki að skapi og þeir létu mig svo sannarlega finna fyrir því." Meira í orði en á borði Spurð um áhuga Eggerts Magnús- sonar og félaga hans í forystu KSÍ á kvennaknattspymu sagði Helena að KSÍ gæfi sig út fyrir að hafa mikinn áhuga og vilja veg kvennaknattspym- unnar sem mestan. „Það vantar í það minnsta ekki metnaðinn því Eggert hefur talað um að við eigum að vera á svipuðum stað og hinar Norðurlandaþjóðimar, Dan- mörk, Svíþjóð og Noregur. Þessar þjóðir em meðal þeirra bestu í heiminum og um leið og ég fagna þessum memaði þá spyr ég mig hvort þetta sé raunhæft. Það hefur ekkert verið gert til að bæta deildarkeppnina hér heima og ég vísa í góða grein hjá Víði Sigurðssyni íMorgunblaðinuþar sem hann fer yfir stöðu mála. Það hefur lengi verið knýjandi þörf að fjölga alvöruleikjum hjá bestu lið- unum enda verður lítil framþróun ef hjakkað er í sama farinu. Það hefur hins vegar ekkert gerst í þessu og menn geta spurt sig hversu djúpt áhuginn ristir og hvort hann sé meira í orði en á borði. Ég hef reyndar ekki orðið vör við mikinn áhuga frá Eggerti og félögum en það er eitthvað sem þeir verða að svara sjálfir. Hann sá nokkra leiki með liðinu á þessu ári en það er ekki eins og hann hafi lifað og hrærst í þessum heimi. Hann hefur sniðgengið mig síðan atvikið kom upp í sumar og heilsaði mér meðal annars ekki þegar ég mætti á hófið sem KSÍ hélt síðast- liðinn mánudag þegar leikmenn ársins vom valdir. Hann tók stóran sveig til að forðast mig og það skyldi þó aldrei vera að hann hefði eitthvað á samviskunni. Hann hefur í það minnsta ekki dug til að heilsa mér,“ sagði Helena. Ingibjörg gróf undan mér Helena segir farir sínar ekki sléttar þegar kemur að samskiptum sínum við Ingibjörgu Hinriksdóttur, meðlim landsliðsnefiidar kvenna og einu konuna í stjóm KSÍ. „Það segir sig sjálft að hún hefur ansi mikil völd þegar kemur að kvennaknattspymunni. Hún er eina konan í stjóm KSÍ og ég hélt að hún myndi styðja mig af heilindum. Hún var dugleg við að lýsa yfir stuðningi við mig á meðan baráttunni stóð en seinna frétti ég að hún hefði gengið á milli herbergja sama dag og síðasti leikurinn gegn Noregi fór fram og spurt þær stelpur, sem ekki vom í byrjunarliðinu hvort þær ætluðu virkilega að sætta sig við þetta. Það er ekki auðvelt að vinna f svona um- hverfi og í raun ótrúlegt að manneskja í þeirri stöðu sem hún var skuli haga sér á svona undirförulan hátt," sagði Helena sem íhugar jafiivel að hætta að þjálfa. „Ég stend á tímamótum og það getur vel verið að ég hætti að þjálfa - þetta er kannski orðið gott." oskar@dv.is www.flugfelag.is ! 570 3030 Chelsea mætir Barcelonar Sjáumst á vellinum David Barnard (til hægri), stjórnarmaöur Chelsea, og Javier Faus, stjórnarmaður Barcelona, voru mestu mátar eftir dráttinn i gær. Það var mikil spenna í Sviss í gær þegar dregið var f 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Má segja að drátturinn hafi verið tvískiptur þar sem fjórar mjög áhugaverðar viður- eignir fara fram en hinar fjórar em ekki eins aðlaðandi. Stóru viðureignirnar em klárlega viðureignir Real Madrid og Juventus, AC Milan og Man. Utd„ Arsenal og Bayern Miinchen að ógleymdri risaviðureign Chelsea og Barcelona. Þær viðureignir sem þykja minna aðlaðandi em Liverpool gegn Bayer Leverkusen, Porto gegn Inter, Werder Bremen gegn Lyon og svo PSV gegn Monaco. Sú viðureign sem vekur mesta athygli við fyrsti sýn er rimma Barcelona og Chelsea. „Við berum mikla virðingu fyrir Barcelona sem er frábært lið menn eins og Eto’o og Ronaldinho," sagði David Barnard, stjórnarmaður Chelsea og fulltrúi félagsins á drættinum. „Við eigum harma a&o hefna eftir að þeir slógu okkur út árið 2000." Joan Laporta, forseti Barca, var nokkuð spenntur. „Þetta verða ffábærir leikir sem hefur allt til að bera sem stórleikir verða að hafa." til og frá öllum áfangastöðum • fjöldi ferða daglega • hratt og örugglega • frysti- og kæligeymslur á helstu áfangastöðum L- FRAKT Mikilvæg sending hratt og örugglega Jólatilboð fraktflugs Flugfélags íslands gerir þér kleift að senda pakka frá 1-10 kg, af hverju sem er, á alla áfangastaði fyrir aðeins 700 kr. Tilboðið gildir frá 10. til og með 20. desember. / FLUGFELAG ISLANDS Taktu flugið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.