Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 77

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 77
DV Fréttir LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 77 Hrædd við hryðjuverk frá Grænlandi Höfuðborgarsamtökin óttast að hryðjuverkaárásir verði gerðar á flugvélum sem fljúga á Reykjavíkur- flugvöll. Þau vilja banna allt skemmtiflug, kennslu- og æfingaflug og miUilandaflug til Grænlands og Færeyja frá Reykjavíkurflugvelli vegna hryðjuverkaógnarinnar. „Með hliðsjón af breyttri heimsmynd í kjölfar hermd- arverka í Bandaríkjunum 11. september [2001] erlagt til að þingmenn og borgar- fulltrúar í Reykjavík hafi frumkvæði að því að undir- búinn verði flutningur allrar flugstarfsemi í Vatnsmýri..." segir í yfirlýsingu frá Emi Sigurðssyni, formanni sam- takanna, sem vill flugvöllinn burt fyrir 2006. Bætur hækka Um áramót hækka at- vinnuleysisbætur um 3% og verða að hámarki 4.219 krónur á dag. Há- marks- ábyrgð úr Ábyrgða- sjóði launa hækkarum 4% og verð- uralltað 270 þúsund krónum á mánuði síðustu þrjá mánuðina í starfi. Lág- marksgreiðsla í fæðingar- orlofi til foreldris í 25 til 49% starfi verður 67.184 krónur á mánuði og til foreldris í 50 til 100% starfi 93.113 krónur. Garðabær hafnar breikkun Bæjarstjóm Garðabæjar samþykkti samhljóða á fundi sínum á fimmtudag að banna Vegagerðinni að breikka Reykjanesbraut í gegnum Garðabæ. í tillög- unni segir að nauðsyn- legt sé að áður fari ffarn ítarleg greining á málinu með fulitrúum ríkis- valdsins þar sem þeim verði m.a. kynnt afstaða íbúa Garðabæj ar til fram- kvæmdanna. Áfram fólk á Jan Mayen Veðurathuganir á eyj- unni Jan Mayen munu ekki leggjast af eins og norska veðurstofan var búin að ákveða fýrr á ár- inu. Fjöldi hagsmuna- samtaka í Noregi, og raunar víðar, lagðist gegn því. Aðilar innan sjávar- útvegsins vom h'tt hrifiiir þar sem þeir sögðu þetta auka hættuna á slysum á sjó ef veðurþjónustan á eyjunni yrði íögð niður. Nú hefur verið tryggt að veðurþjónustan á Jan Mayen mun starfa í það minnsta í tvö ár enn. Lögreglan hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af Úkraínumanninum Leonid Kur- stak sem var visað úr landi í síðasta mánuði. Hann hafði nýlega kvænst íslenskri A konu þegar honum var vísað úr landi. Hann hafði ekki sótt um rétt leyfi og var vísað i burtu af þvi hann hafði lengi verið ólöglega í landinu. Stjúpfaðir hans, Volodymyr Dyachenko er steinhissa á öllu saman. „Ég veit ekki af hverju lögreglan sendi hann úr landi," segir Volodymyr Dyachenko, stjúpfaðir Úkraínumannsins Leonid Kurstak sem var vísað úr landi fyrir skömmu síðan. Volodymyr og Lyubov, móðir Leonids, hafa búið á íslandi í fjögur ár. Bæði eru þau með vinnu, Volodymyr vinnur hjá byggingafélaginu Eykt við að byggja háhýsi í Skuggahverfinu. Georg Lárusson Útlendingastofnun vlsaöi Leonid úr landi þarsemhann hafði lengi dvalist hér ólöglega. Volodymyr segir Leonid nú vera í Kiev en hann veit ekki af hverju svo þurfti að fara að Leonid skyldi vera rekinn úr landi. Hann kom hingað í fyrra til að nema íslensku að sögn stjúpans. Hann vísar öllum frekari spurningum á Margréti Kur- stak Kristinsdóttur, eiginkonu Le- onids. Hún vill liins vegar ekkert ræða málin. „Ég þakka ykkur fyrir áhugann en ég vil ekki ræða okkar mál í fjölmiðlum," segir hún. Ekki orðinn 24 ára Leonid var vísað úr landi eftir að hafa dvalið lengi ólöglega í landinu eftir að dvalarleyfi hans sem náms- maður var ekki endurnýjað þar sem hann hafði ekki stundað það nám sem til stóð. Þá sótti hann um að fá dvalarleyfi á þeim grunni að hann væri kvæntur íslenskri konu. Hon- um var synjað um það þar sem hann var ekki orðinn 24 ára í sam- ræmi við nýju údendingalögin. Ég þakka ykkur fyrír áhugann en ég vil ekki ræða okkar mál í fjölmiðlum. Hilmar Magnússon lögfræðingur segist vera að vinna í málinu fyrir þau hjónin en vill ekki úttala sig um það. Hefði getað sótt um annað leyfi „Það að fá synjun á makaleyfi þýðir ekki að ekki sé hægt að sækja um annarskonar dvalarleyfi,“ segir Hildur Dungal sem er yfir stjórn- sýslusviði Údendingastofnunar. „Hann sótti ekki um annað en þetta makaleyfi." Volodymyr heldur að Margrét hafi haldið á öllum þessum málum fýrir Leonid og veit ekki hvers vegna Leonid sótti ekki um dvalarleyfi á eigin forsendum en það hefði verið tekið til sérstakrar skoðunar, eins og önnur mál. Kom við sögu lögreglu DV hefur komist að því að Leon- id hefur ítrekað komið við sögu lögreglunnar eftir að hann kom hingað til lands. Hann hefur verið tekinn fyrir umferðarlagabrot, en einnig hefur hann legið undir grun um tollalagabrot. Sú rannsókn snerist um það hvort hann hefði aðstoðað sjómenn við að smygla hlutum hingað til lands. Þá hefur hann verið kærður fyrir líkamsárás, þjófnað og eignaspjöll. Þar mun hann hafa rústað bíl eftir að hann var rekinn úr starfi á bensínstöð þar sem hann var grunaður um að vera helst til fingralangur. Sam- kvæmt upplýsingum DV var rann- sókn í þjófnaðarmálinu hætt. Hann hafi verið kærður fyrir misnotkun á skjölum en því máli hefur ekki lok- ið með útgáfu ákæru frekar en hin málin sem verið hafa til rannsókn- ar. kgb@dv.is Söluátak fyrir Sakleysingjana Ólafur Jóhann kemur heim Ólafur Jóhann við skrifborðið Mun gera allt sem f hans valdi stendur til aö auka sölu á Sakleysingjum sínum um helgina. Ólafur Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og forstjóri í New York, kom til landsins í morgun ásamt fjölskyldu sinni. Um helgina mun Ólafur Jóhann gera allt sem í hans valdi stendur til að auka sölu á bók sinni, Sakleysingjunum, sem til þessa hefur fengið misjafna dóma. Helst er að bókinni sé hrósað í erlendum stór- blöðum ef marka skal sjónvarpsaug- lýsingar. „Bók Ólafs Jóhanns er í fljúgandi sölu og næst mest seld skáldsagan á eftir Kleifarvatni," segir Hrannar B. Amarson hjá Eddu, útgáfufélagi Jó- haima Ólafs hér á landi. „Við hljótum að vera ánægðir með það.“ Anna Ólafsdóttir, eiginkona Ólafs Jóhanns, sagði í samtali við DV í gær að fjölskyldan hlakkaði til að koma heim: „Það hefur að vísu verið slappleiki í fólki hér á heimilinu að undanfömu en við komum samt,“ sagði hún. Um helgina gengur Ólafur Jóhann inn í hinn raunverulega íslenska bókaslag fyrir jólin. Hann fer á milli bókaverslana og áritar auk þess sem hann er bókaður í upplestra víða. Að venju dvelur Ólafúr Jóhann og fjöl- skyldan hans í stórhýsi sínu á homi Freyjugötu og Barónsstígs á meðan á íslandsheimsókninni stendur. Þegar er búið að skreyta garð þeirra með marg- litum ljósaperum þannig að á fáum stöðum í Þingholtunum jólalegra. Býður börn- umíjólaboð Hinn meinti barnaníðingur Michael Jackson hefur boðið 24 börnum til jólaveislu á búgarði sínum sem hann kallar Never- y land. Jólaboð Jackon hefúr verið árviss viðburður og segja tals- menn kappans að þótt málaferl- in gegn yfir honum standi nú yfir sé engin ástæða til að leggja þessa hefð niður. Erlend- ir fjölmiðlar segja það þó vera óvíst hvort að Jackson sjálfur hygg- ist vera við- staddur jóla- boðið í ár en réttarhöldin gegn honum hefjast í janú- ar. X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.