Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblað TtV Helstu myndir Clooneys Allt í blóma I Blómaverslun • Laugavegi 61 • Sími: 551 4466 m Veitum einstaklingum og fyrirtœ þjónustu í vali ó gjöfum við Sjóum um innpökkun og allai ■Hið Hver munur er einstakur vandaö og fagurt handbragö.. Three Klngs (1999) South Park: Bigger Longer & Uncut (1999) (rödd) TheThin Red Line(1998) Outof Sight (1998) The Peacemaker (1997) Batman & Robin (1997) One Fine Day (1996) From DuskTill Dawn (1996) The Harvest (1993) Unbecoming Age (1992) RedSurf (1990) Return of the KillerTomatoes! (1988) Grizzly II: The Predator (1987) Return to Horror High (1987) Goodnight, and Good Luck (2006) (I framleiðslu) Syriana (2005) (í tökum) Ocean'sTwelve (2004) Intolerable Cruelty (2003) Spy Kids 3-D: Game Over (2003) Confessions of a Dangerous Mind (2002) Solaris (2002) Welcome to Collinwood (2002) Ocean's Eleven (2001) Spy Kids (2001) ðSBnrapit i ..m The Perfect Storm (2000) O Brother, Where Art Thou? (2000) Flestir höföu taliö það ómögulegt fyrir vinsæla sjónvarpsstjörnu að slá almennilega í gegn í Hollywoodkvikmyndum. George Clooney hefur afsannað það. Hann er einn af eftirsóttustu og vinsælustu leikurumun í dag og styrkir enn frekar stöðu sína með Ocean's Twelve sem nú er sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Og þá eru ótaldar all- ar glæsilegu konurnar og milljónirnar sem Clooney hefur komist í tæri við. Clooney reyndi að fá hlutverk í Thelma And Louise, fór íimm sinnum í leikprufu hjá Ridley Scott, en varð að lúta í lægra haldi fyrir Brad Pitt. Hann var sársvekktur yfir þeim málalokum og sagðist ekki hafa fengið sig til að horfa á myndina í heilt ár. En kvikmyndimar vom ekki eina vandamálið hjá Clooney. Hann lenti upp á kant við framleiðendur sjón- varpsþáttanna Baby Talk og bjóst ekki við að fá neina vinnu aflur. Þá skildi hann við eiginkonu sína, Taliu Balsam, sem hann hafði kvænst skömmu efdr að hann hætti með Kelly Preston (sem nú er eiginkona Johns Travolta). Clooney lýsti því yfir eftir skilnaðinn að hann myndi aldrei kvænast aftur eða eignast böm. Nicole Kidman veðjaði 10 þúsund dollurum við hann um að hann myndi brjóta það loforð áður en hann yrði fertugur. Daginn sem hann varð fertugur sendi hún honum ávísun með téðri upphæð en Clooney sendi hana til baka. í orðsendingu sem hann lét fylgja stóð að þau skyldu tvöfalda veðmálið fyrir 50 ára afinælið hans. Rakkaður niður fyrir Batman Nú var aftur á móti komið að stóra tækifærinu. Það sem virtist í fyrstu vera enn ein sjónvarpsþáttaserían átti efdr að koma Clooney þangað sem hann er í dag. ER, eða Bráðavaktin eins og ís- lendingar þekkja hana, sló strax í gegn og George Clooney var aðalgaurinn sem bræddi allar konur. í kjölfarið fylgdu kvikmyndahlutverkin. Hann hafði reynt að fá hlutverk í Reservoir Dogs en fékk í staðinn hlutverk á móti Tarantino sjálfum í From Dusk Till Dawn. Launin vom 250 þúsund dollar- ar en tilboðið sem hann fékk fyrir næstu mynd var þijár milljónir dollara. Það var The Peacemaker, fyrsta mynd Dreamworks. í miliitíðinni var One Fine Day frumsýnd en þar var hann í aðalhlutverki á móti Michelle Pfeiffer. Svo komu þær tvær í röð, myndir Clooneys sem vom rakkaðar niður af gagnrýnendum. Fyrst Batman og Robin og svo The Peacemaker. Hann vissi að hann yrði að fá almennilegt hlutverk næst. Þá hringdi Steven Soderbergh og bauð aðalhlutverkið í Out of Sight, bráðskemmtilegri mynd eftir sögu Elmores Leonard. Markaðs- setning myndarinnar misheppnaðist og hún náði ekki að slá í gegn. Þeir sem sáu hana vom þó flestir sáttir. Hætti fyrir Coen-bræður Orðspor Clooneys batnaði enn frek- ar með Three Kings, fínni hasarmynd sem gerist í Persaflóastríðinu. Honum vom boðnar 10 milljónir doliarar fyrir leik sinni í henni, en þar sem fjármagn var af skomum skammti tók hann bara fimm millur og borgaði að auki sjálfur gerð flottasta atriðisins, þegar kýr er sprengd íloft upp. Clooney hafði haldið áfram að leika í Bráðavaktinni meðfram kvikmyndum og því ekki þurft að treysta alfarið á vel- gengni þeirra. Þegar hann hafði lokið við að leika í The Perfect Storm fékk hann þó tilboð sem gerði það að verk- um að hann ákvað að hætta. Coen- bræður höfðu samband og sögðu hon- um fiá handriti sem þeir höfðu skrifað fyrir hann. Án þess að sjá handritið sagði Clooney já og hætti í Bráðavakt- inni. Það var reyndar ekki svo erfið ákvörðun því hann hafði um nokkurt skeið verið lægstlaunaði fasti leikarinn þar, þrátt fýrir að vera stærsta stjaman. Umrædd mynd var O Brother Where Art Thou? og Clooney var fiábær í aðalhlutverkinu, nældi sér meðal ann- ars í Golden Globe-verðlaun. Gróðinn af The Perfect Storm hafði verið um 300 milljónir dollara svo feriliinn bókstaf- lega blómstraði. Reyndar hafði hlut- verk hans í The Thin Red Line verið klippt næstum því út í heilu lagi en lík- legast man enginn lengur eftir því. Góði gæinn sem hjálpar öðrum George Clooney er sagður afar góð- ur náungi sem lætur ekki sitt eftir liggja þegar kemur að því að leggja góðum málstað lið. Hann barðist fyrir réttind- um aukaleikara sem ranglega voru reknir úr stéttarfélagi sínu við tökur á Three Kings og hann hefur neitað að svara spumingum slúðurfiéttaþáttar- ins Hard Copy vegna aðferða frétta- mannanna við að ná sér í fréttir. Þá fékk Clooney fjölmargar stórstjömur með sér í lið í sjónvarpssöfnun eftir atburð- ina 11. september. Alls söfiiuðust 150 milljónir doflara og Clooney er sagður hafa átt mikinn þátt í því. Alveg frá því að George Clooney lék undir stjóm Stevens Soderbergh í Out Of Sight hafði hann suðað í honum að gera með sér aðra mynd. Clooney hafði sent honum 20 handrit sem Soder- bergh hafði hafnað. Það var ekki fyrr en hann fékk hugmyndina að endurgerð Ocean’s Eleven sem Soderbergh sam- þykkti. Þeir fengu strax Brad Pitt með sér í lið og þar sem Soderbergh var ný- búinn að gera það gott með Erin Brock- ovich var auðelt fyrir hann að fá Juliu Roberts með í myndina. Þá var bara Matt Damon eftir og frábært leikaralið var samankomið. Útkoman var góð og Ocean’s Eleven sló víðast hvar í gegn. Sami hópur hefur nú gert framhalds- myndina Ocean’s Twelve sem nú er sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Grallari og kvennabósi Clooney er velþekktur fyrir að vera mikill grallari. Við tökur á Ocean’s El- even var hann duglegur við að hrekkja meðleikara sína og fékk Brad Pitt oft að kenna á því, þær voru ótalmargar vatnsfötumar sem steyptust yfir hann. Clooney er mikið fýrir fjárhættuspil sem er skrýtið því hann vinnur næstum því aldrei. Eitt kvöldið fóru hann og Matt Damon og spiluðu póker í spila- víti, Clooney tapaði 25 spilum í röð og varð að fá lán hjá Damon til að halda áffam. Morguninn eftir fann Damon umslag sem stungið hafði verið undir hurðina á hótelherbergi hans. í því var ávísun upp á 600 dollarana sem Cloon- ey hafði fengið að láni kvöldið áður. í reit sem ætlaður er til að skýra greiðslu hafði húmoristinn Clooney skrifað „kjöltudans" svo leiða má líkum að því að Damon hafi aldrei farið með ávísun- ina í bankann. Það hafa auðvitað allir heyrt sög- umar af kvennafari George Clooney. Eftir að hann hætti með Taliu Balsam var hann í tvö ár með Celine Balitran, frönsku módeli og laganema. Síðan var það Charlize Theron og svo Kimberly Russell sem hann hætti með þegar hún fór að tala um hjónaband og bameign- ir. Clooney var í haitu mér-slepptu mér sambandi með bresku fýrirsætunni Lísu Snowdown. Þess á milli var hann um tíma með Renee Zellweger en að það samband entist ekki þykir endan- leg sönnun á því að George sé ekki til- búinn að gerast ráðsettur eiginmaður. Heitasta kjaftasagan um tíma var sú að Clooney hefði verið Juliu Roberts en ekkert mun vera hæft í því. Nýjustu fregnir herma að hann sé aftur byrjað- ur með Iisu Snowdown. hdm@dv.is George Timothy Clooney fæddist 6. maí 1961 í Lexington í Kentucky. Móðir hans varð fegurðardrottning fýlkisins en faðir hans var sjónvarps- fréttamaður, leikari og þáttastjóm- andi. Það verður seint sagt að George hafi verið mikill námsmaður. Hann var reyndar mikið fyrir að lesa bækur en íþróttir áttu hug hans allan. Hafna- bolti var í uppáhaldi og hann reyndi að gerast atvinnumaður hjá Cin- cinnati Reds, en komst ekki að. George gafst upp á skólagöngu í menntaskóla en reyndi því næst að gerast fféttamaður eins og pabbi hans. Það lá ekki fyrir honum. Þá fékk hann vitrunina. Frændi George var leikarinn Jose Ferrer og hann kom til Kentucky tii að gera bíómynd um veð- reiðar. Migu- el, George Clooney Bætir enn einni rósinni í hnappagatiö með Ocean's Twelve og er án efa einn afvinsæiustu leikurum heims fdag. Svo ekkisé minnst á kynþokkann en Clooneyhef- ur valdið margri blómarósinni vonbrigðum með þvlað neita að kvænast og eignast börn. ímm sonur Joses, var mikfll vinur George og reddaði honum litlu hlutverki í mynd- inni. Reyndar atvikaðist það svo að myndin var aldrei klámð en leiklistar- bakterían hafði náð tökum á George Clooney. Tryagingar og byggingarvinna Kúb 1982 hélt Ciooney af stað til Los Angeles með 300 dollara í vasanum. Hugmyndin var að fá að búa hjá Rose- mary frænku hans á meðan hann reyndi að koma sér á framfæri. Það gekk vægast sagt illa og frænka hans sparkaði honum út. George fékk að búa í kústa- skáp hjá vini sínum, leikaranum Tom Matthews, og eyddi einu ári í bygging- arvinnu og leikprufur þess á mifli. Síðan kom tímabfl þar sem hann tók að sér ótal störf, til dæmis tryggingasölu, þar sem hann gekk á milli húsa, og sölu á ávaxtasafa í stórmarkaði. Árið 1984 fékk hann hlutverk í E/R, ekki þó vinsælu þáttunum. Þama lék Efliott Gould aðalhlutverkið í svipuðu sjúkrahúsdrama og Clooney átti síðar eftir að verða ff ægur fyrir. Þættimir ent- ust ekki lengi og George hóf að leika í The Facts of Life. Þar var hann í tvö ár áður en hann lék í eitt ár í þáttunum Roseanne. Á milli sjónvarpsþáttanna fékk hann nokkur lítfl hlutverk í kvikmyndum á borð við Retum Of The Kfller Tomatoes. Ætlar aldrei að kvænast og eignast börn Enn fleiri sjón- varpsþættir fylgdu í kjölfarið og Clooney var orðinn nokkuð stór. „Hæst launaði óþekkti leik- arinn í Holly- wood“ var viðumefni sem hann fékk, en hann var með um 40 þúsund doll- ara í laun á viku, átti hús í Hollywood og tvo bfla. Vanda- málið var bara að hann fékk engan umboðs- mann til að redda sér hlutverkum í kvikmynd- um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.