Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 60
60 LAUGARDACUR 18. DESEMBER 2004 Fréttir DV lét sannanlega taka. En gallinn er sá að það manntal var tekið allt að ára- tug eftir þann tíma þegar Lúkas telur Jesú hafa fæðst. Og það náði undir öngvum kringumstæðum til Bet- lehem, auk þess sem ffáleitt var að fólk hefði verið skikkað til að ferðast „hver til sinnar borgar" til skrásem- ingar samkvæmt ævafornum ættar- tölum. Rómversk manntöl snerust um að skrá fólk á hverjum stað svo það mætti skattleggja en ættemi þess skipti Rómverja engu máli. Niðurstaðan er sú að Lúk- as hafi slegið saman ýms- um sögum, þar á meðal um manntal Kýremusar, til þess að koma Jósef og Maríu fi:á Nasaret til Bet- lehem þar sem hann taldi að Jesú hlyti að hafa fæðst. Því spá- dómar í Gamla testa- mentinu kváðu á um fæðingu konungs í „borg Davíðs". * g ætla ekki að fjalla um þetta deilu- mál um manntalið frekar. Það var allt mjög samviskusam- lega rakið í marg- grein í Helg- biskup sér sæma að söfnuði sínum upp á hálfgerða rang- túlkun hennar í jóla- prédikun sinni. En síðan sagði hann einfaldlega: „Viö skulum annars ekki elta ólar við þetta", og tók að furða sig á að „þjóösög- ur og ævintýri og goösagnir valda engum viölíka vanga- veltum. Enginn spáti í því - ekki einu sinni á síðum hins virtaDV-hverhaíi veriðkon- ungur þegar Mjallhvít var hjá dvergunum sjö, eða þegar Þór Jesú eöa Mjallhvít Eg hlýt að fýlgjast voðalega illa með. Það er fýrst núna, rétt tæpu ári of seint, sem það renn- ur upp fyrir mér að sjálfur biskup ís- lands, Karl Sigurbjömsson, eyddi sjálffi jólaprédikun sinni á sjálfri jóla- nóttinni í fyrra til að andmæla grein sem ég hafði þá fyrir skemmstu skrif- að í Helgarblað DV og (jallaöi inn sannleiksgildi jóiaguðspjallsins. Mér þykir óneitanlega sem biskup hafi gert mér nokkum heiður og hlýt þvf að fara um málið fáeinum orðum, þótt seint sé í rassinn gripið, enda má svo sem segja að málið sé aftur kom- ið á dagskrá, þar sem nú líður enn að jólum. Rétt er að taka fram strax að greinin í Helgarblaðinu var ekki pólemík. Þar var höfundur ekki að halda ff am sínum eigin skoðunum á trúarlegum efnum. Þar var ég ein- göngu að rekja niðurstöður „hinna virtustu ffæðimanna" - sem ég hika ekki við að kafla svo - um frásögn guðspjallamannsins Lúkasar um fæðingu Jesú. Og skemmst er frá því að segja að ffæðimenn á sviði sagn- fræða, þjóðfræða, fomleifaffæða og trúarbragðafræða hafa undantekn- ingarh'tið komist að sömu niður- stöðu: engin leið er að taka nokkurt minnsta mark á því jólaguðspjalli sem haft er fyrir satt í kirkjum lands- ins á aðfangadagskvöld. Enginn, nema kannski einn og einn forstokkaður fjandi kristinnar trúar, heldur því að vísu fram að Jesú hafi ekki fæðst, það er að segja ekki verið til. En sagan um manntalið, ferðina til Betlehem, fæðinguna í fjár- húsinu ... þetta er allt saman augljós tilbúningur eða í hæsta lagi samsuða úr þjóðsögum, sögusögum og göml- urii spádómum - sem Lúkas eins og hinir guðspjallamennimir vildu um- fram allt herma upp á þann mann sem þeir vom sannfærðir um að væri guðs sonur og frelsari. Kárl biskup fór í jóla- prédikun sinni í fýrra ögn háðulegum orð- um um greinina mína í DV en athyglisvert finnst mér að þótt hann hafi talið hana svo aðfinnsluverða að hann eyddi þessum helgasta tíma kirkjuársins í að andmæla henni, þá svaraði hann í raun og vem nánast engum af þeim beinhörðu staðhæfingum sem þar komu ffam - um niðurstöð- ur fyrmefhdra fræðimanna. Nema helst þeim efasemdum sem í greininni höfðu komið ffam um manntalið sem Lúkas fullyrðir að Kýreníus landstjóri hafi staðið fýrir og hafi meiningin verið „að skrásetja skyldi alla heimsbyggð- ina“. Biskup sagði af þessu tilefhi: „Nú er það svo, aö þau rök sem rakin eru til virtustu fræöimanna í greininni eru hreint ekki ný af nál- inni. En hafa mörg hver veriÖ hrakin af engu síöur virtum fræöingum, hrakin liö fýrtiliö. Kýreníus landstjóri er vel þekktur og tilvist hans og stjómkænska vel vottfest. Eins er um OeKkiatilbod W* Léttqreiðslur BÍLKm • Betri verðí Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Simi 557-9110 tækifærið! 155/80R13 frá kr.4.335 185/65R14 frá kr.5.300 ]MÖ 195/65R15 frá kr. 5.900 195/70R15 8 pr.sendib.frá kr.8.415 p.7v0 manntaliö. “ Hér fer biskup eins og köttur kringum heitan graut. í fyrsta lagi hafa engin þau rök sem í greininni birtust verið hrakin „lið fyrir lið“. í öðm lagi: í greininni var því alls ekki haldið fram, eins og Karl gefur í skyn, að Kýreníus hafi ekki verið til eða tek- ið manntal. Þar var einmitt farið lið fyrir lið yfir allt það sem vitað er um Kýreníus og manntal það sem hann var í austurvegi aö berja tröll. Þaö er ekki vegna þess aö þær sögur séu ómerkilegri út af fyrti sig, eöa vegna þess að engum heilvita manni detti í hug aö tengja þær yfti höfuð raun- verulegum aðstæðum í raunveruleg- um heimi. Hvort þessi ævintýri eða goösögur standast rýni sagnfræðirm- ar eða ekki breytti engu, þær eru jafngóöar eftir sem áður, halda gildi sínu óhaggað". SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 Bómull: svartir og rauðir Satín blóma: svartir, rauðir og dökkbláir. Flauel: svartir og brúnir (stærðir 35-41) Einnig mikið ún/al af blómaskóm I mörgum litum og stærðum Sendum I póstkröfu. JÓLASKÓR Mikið úrval af kínaskóm í barna- og fullorðins- stærðum. Stærðir 27-41 Tilboð Eitt par kr. 1290,- Tvö pör kr. 2000,- lllugi Jökulsson var að lesa órsgamla jólapredikun biskupsins. Þetta er merkilegt. Fyrst vill bisk- up mótmæla og gera lítið úr DV fyrir vangaveltur um sagnffæði jólaguðspjallsins en síðan leggur hann sjálfur - með ofangreindri klausu - guðspjalhð að jöfnu við Mallhvít og dvergana sjö. Hvað smá- atriði frásagnarinnar varðar - smáat- riði er hér í merkingunni staðreyndti, sannleiksgildi... Þá segir biskup: „Sagnfræöin getur fundiö eitt og annaö sem stangast á við texta guðspjalls- ins. Lúkas notar líka ljóömáliö og táknmálið til að bera fram boöskap- inn um frelsarann. Með málfari ljóðsins segir hann meir en heim- spekihugtök og fræðileg rök megna nokkru sinni. “ Þetta er reyndar ekki rétt. Lúkas leggur sig fram um að setja saman sannferðuga sögu, uppfulla af „stað- reyndum" og „smáatriðum" til að lesendur guðspjallsins eigi auðveld- ara með að leggja trúnað á frásögn þess, þá þungamiðju sem í boðskap Jesú felst. Þá flækir hann sig í vef sem hinir virtustu fræöimenn hafa nú rakið upp og út af fýrir sig er það rétt hjá biskupi íslands að það kastar engri rýrð á kristna trú - það er að segja boðskap Jesú og hugsanlegt hlutverk hans í lífinu - þótt læri- sveinum hans hafi skjöplast Ulilega þegar þeir reyndu að búa til heild- stæða ævisögu úr þeim brotum sem þeir þekktu um ævi hans. Og skáld- uðu í eyðumar. Mergurinn málsins er þessi: Frásögn jólaguðspjallsins er að langsamlega stærstum hluta tilbúningur. Sem fær ekki staðist sæmilega skynsamlega skoðun. Þetta vita kirkjunnar menn á íslandi ósköp vel þótt biskup geti ekki stillt sig um að mótmæla í aðra röndina grein eins og þeirri sem birtist í DV fyrir ári. Og þótt í prédikunum sínum á jólunum tali prestamir og leggi út af ff ásögnum um fæðingu Jesú í Betlehem (hann fæddist nær ábyggilega EKKI í Betlehem), manntal Kýremusar (sem átti sér EKKI stað með þeim hætti sem Lúkas segir frá), hirðana í haganum (það vom ENGIR hirðar í haga), vitr- ingana þrjá (úr Matteusar-guðspjalli, ekki Lúkasar, en það vom ENGIR VTTRINGAR). Þeir leggja út af þessu öllu eins og þeir trúi því og ætlist til að söfnuðurinn trúi því lika. Þótt í jólaprédikun Karls Sigurbjöms- sonar komi svo að endingu skýrt fram að það skipti engu máli hvort eitthvað af þessu er satt eða ekki. Maður á bara að fila boðskapinn, eins og maður nýtur sögunnar um Mjallhvít án þess að leiða hugann að hvar hún kann að hafa gerst: „Ljóðið, söngurinn og tónlistin, táknin og iðkunin eru framar öllu far- vegti trúarirmar. Fagnaöarerindinu er ætiað aö hrífa hugann og hjartaö um leið og þaö vtikjar skilning og skynsemi. Kristnti menn hafa alltaf, á öllum öld- um, hlustað á röddina sem segtisöguna helgu, og þá laöan sem viö heyrum, til samfélags, návistar, umhyggju, ástar. JóIaguðspjaUið, fremur en aðrar frá- sagnti guöspjallanna, svarar ekki öllum spumingum, vekurjafnvel nýjar spum- ingar, en það varparnýju Ijósi á UGö, og á þá merkingu sem aö baki býr. Þegar við nálgumst texta hinnarhelgu sögu er máliö aö líta upp frá bókstafnum til andans, frá oröunum til Orðsins, frá sögunni til leyndardómsins, og hlusta eftti röddinni, rödd sannleikans, sem ávarpar mig og þig til að leiöbeina, hugga, lækna, ummynda." Og það er kannski alveg nóg, hvað veit ég? Prédikun biskups cr oð finna d þessari netslóð: httpj/www.kirkjan.is/hrumal/predikan- ir/en_thad_bar_til_um_thessar_mundir «
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.