Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 52
52 LAUCARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Verkefni Hermanns Stefánssonar rithöfundar innan Bjartsklíkunnar er aö draga úr trúverðugleika í samfélag- inu með lygum, fölsunum og villtum heimildum. Hermann leggur spilin á borðið; tjáir sig hér um Bjartsklík- una, höfundarrétt sem honum sýnist sturluð hugmynd, og tilnefningar til íslensku bókmenntaverðlaunanna. „Já, þetta var afhjúpandi grein; sérstaklega ef haft er í huga að Bjartsklíkan hélt sig vera með fullkomna fjarvistarsönnun: með- limir hennar allir sem einn eru yfirlýstir andstæðingar hugsunar sem leitar í hðlf og fylkingar; þeir segjast hugsa ofar hðpum og klíkuværingum. Þess vegna getur Bjartsklíkan sem slík ekki verið til,“ segir Hermann Stefánsson háll sem áll í póstmódernísku viðtali við DV. Blaðið birti fyrir viku afhjúpandi grein um Bjartsklfkuna, sem kennd er við Bjart útgáfu. Þar kemur fram að undir forystu hins eitursnjalla Snæbjörns Amgrímssonar ætli þessi klíka sér að breyta menningarvitund þjóðarinnar og reyndar heimsins alls með póstmódernískum aðferð- um. Hermann sendi nýverið frá sér afar ósvíftia bók sem heitir „Níu þjófalyklar" þar sem allar persónur heita Ólafur Jóhann Ólafsson. í við- tali við blaðamann DV bítur hann nánast höfuðið af skömminni því með aðferðum þrætubókafræða segir hann tilvist Bjartsklíkunnar óljósa en viðurkennir jafnframt að sitt hlutverk innan þessarar mjög svo viðsjárverðu menningarmafi'u sé að draga úr trúverðugleika almennt í samfélaginu! Popptónlist sprækari en bók- menntir „Þetta er eins konar Catch-22 og ein mesta snilld klíkurmar og útilokað að hrekja, héldum við alla vega,“ segir Hermann og hikar hvergi. Aðspurður hver sé helsti óvinur Bjartsklíkunnar segir hann þetta: „Helsti andstæðing- ur Bjartsklíkunnar er forpokun og stöðnun í bókmenntum og menn- ingu, stöðug endurffamleiðsla á æðri list og viðteknum sannindum. Mitt hlutverk er almenn undirróðursstarf- semi og að grafa undan trúverðug- leika í samfélaginu með lygum, föls- unum og villtum heimildum, skapa rugling og glundroða." Hermann segist koma víða við í þessum mjög svo vafasömu erinda- gjörðum: „Eg skrifa til dæmis ritdóma í Morgunblaðið undir ýmsum nöfn- um og stundum skrifa ég pistla í DV undir naftiinu Svarthöfði, ég smygla mér í ungskáldaldíkur á borð við Nýhil, tek þátt í kántrígrasrót og eyk hróður Bjartsklíkunnar hvarvema; svo gref ég undan fræðaheiminum með því að birta fræðigreinar þar sem vísað er í fræðimenn sem eru ekki til og útlistaðar uppdiktaðar kenningar; þær hugmyndir kenni ég svo í Háskóla íslands og margar þeirra má finna í fyrstu bók minni, Sjónhverf- ingum." Dansvænar bókmenntir Og ósvífni Hermanns ríður ekki við einteyming. Blaðamanni DV blöskrar þegar Hermann leggur spilin á borðið: „Upp á síðkastið hef ég kynnt smá- sagnasafn mitt Níu þjófalykla með því meðal annars að bjóðast til að árita bækur annarra höfunda í bókabúð- um, því ég leitast við að grafa undan hugmyndinni um hefðbundinn rit- höfund (sem er uppfinning) og venju- bundinni vitund um listaverk sem sjálfstæða heild (sem er lygi), færa bókmenntaverkið nær remixi og sömplum, því popptónlist dagsins í dag er miklu sprækari en bókmennt- imar." Að ætla sér að færa bókmenntir nær remixi og sömplum, því popp- tónlist dagsins í dag sé miklu sprækari en bókmenntimar, má heita bylting- arkennt viðhorf. Ertu þá sammála Hannesi Hólmsteini að menn megi stela línu og línu úr textum armarra? Eins ogúrsmásögum Davíðs? Grein af þeim meiði gæti verið aðþú kallar all- ar söguhetjur þínar í bókinni Níu þjófalyklar Ólafjóhann Ólafsson? „Sko, ef bókmenntimar væm meira eins og poppið mætti ganga talsvert lengra en Hannes gerir í sínu verki. Sú goðsögn er líka vinsæl að þegar höfundar taka úr verkum ann- arra sér tii handargagns geri þeir eitt- hvað skapandi við þau brot, bæti við eigin frumlegu list, eða þvíumlíkt. Hjá mér vottar ekki fyrir frumleika enda er ég andsnúinn frumleikahugmynd- inni. Mínar sögur eiga að vera dansvænar, það á að vera hægt að dansa við þær, skemmta sér með íhugun í bland. Ég er ekki viss um að hægt sé að dansa við bók Hannesar. Quarashi hefur gengið af frumleika- hugmyndinni dauðri í poppinu en bókmenntimar em furðu fastheldnar á hana." Intelektúel á sýru í fyrstu sögu Níu þjófalykla verður söguhetja og söguhöfúndur bókar- innar, Guðjón Ólafsson smásagnahöf- undur, fýrir því óskiljanlega óláni að stela setningu úr smásögu eftir Davíð Oddsson óafvitandi. í næstu sögu verður kona hans vör við að hann hef- Hermann Stefánsson Teluraðsásem fann upp höfundarréttinn hefði átt að fá einkarétt á honum og halda fyrir sig. Oliuborin eikarborðstofuhúsgogn a frábæru verði. ‘Touluose’ borð og 6 stólar verð frá 249.000,- stgr. 180 x 90. 200 x 100 og 230 x 100 oll borð stækkanleg um 2 x 50 cm Fleiri stærðir og gerðir i versluninni Bsejarhrauní 12 gæðahúsgögn opiö mán.-fös. 10-20. lau 11-22 og sun. 13-22 simi 565 1234 ur ákveðna tilhneigingu til að skýra persónur sínar Ólaf Jóhann Ólafsson án þess að beinlínis ætla sér það og án þess að það sé relevant nafn. „Henni finnst þetta ekki gott því auðvitað er til maður sem heitir þessu nafni, meira að segja rithöfundur; má þetta? Má skýra söguhetjur þessu nafhi? Er það leyfilegt? Það er í sjálfu sér ekkert ósvipuð spuming og hvort það sé í lagi að hlaða niður tónlist af netinu í trássi við höfundarrétt, sem mér finnst í góðu lagi. Reyndar skrifar Ólafur Jóhann sjálfur káputexta bók- arinnar með miklum glæsibrag." Er þá að þínu viti ekkert til sem heitir höfundarréttur? Eða á fyrírbær- ið engan rétt á sér? „Höfundarréttur er sturluð hug- mynd og þeir sem hugsa of mikið um hann ganga af göflunum rétt eins og þeir sem sökkva sér í Nostradamus. Ég veit ekki hverjum datt þetta eigin- lega í hug, einhverjum intellektúel á sým, en hann hefði átt að fá einkaleyfi á hugmyndinni og halda henni fyrir sjálfan sig." Besti ritstuldur ársins Hermann hefur tjáð sig um tilnefningar til hinna íslensku bókmenntaverðlauna á menningar- vefnum Kistan.is. Þar lætur hann í ljós þá skoðun sína að nafnið á fyrir- bærinu sé villandi. Þetta séu verð- laun útgefenda, markaðsverðlaun í raun, og því ástæðulaust með öllu að hafa titilinn svo gildishlaðinn. Því er ekki úr vegi að spyrja Hermann bara beint út hvort það hafi orðið honum vonbrigði að vera ekki tilnefndur. Eða eru þau f ljósi þessa óljósa fyrir- bæris sem höfundarrétturinn er kannski á einskærum misskilningi byggð og ættu jafnvel sem slík að leggjast niður? „Ég jafiia mig nú alveg. Það er ekki ástæða til að forsmá bókmenntaverð- launin eða þá sem að þeim koma og þau fá. Hins vegar er heimurinn að breytast, verðlaunum fjölgar og eflaust kominn tími til að stokka Islensku bókmenntaverðlaunin svolítið upp; á Spáni em til ótal verðlaun, mismikið virt eins og gengur, og ef einhver þeirra kölluðu sig Spænsku bók- menntaverðlaunin myndi mönnum detta í hug Franco og fasismi. Hins vegar em til Suður-Amerísk verðlaun fyrir besta ritstuld ársins og ég hefði gjaman viljað fá þau verðlaun." jakob@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.