Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 55
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 55 „Eitt einkenni þeirra sem eru haldnir forræðis- og bannhyggju er að þeim finnst nánast undan- tekningarlaust auðveldara að banna eitthvað sem þeirgera ekki sjálfír." Heimir Már Pétursson Segirþann sem orðinn er helsjúkur af forræðis- hyggju tilbúinn til að beita þá einstaklinga sem hann ætlar að hjálpa ofbeldi til að fá þá til að þiggja hjálpina. Sigrfður Á. Andersen Forræðishyggjan erað hennarmati sú árátta sumra að vilja hafa vit fyrir öðrum og láta sér ekki nægja að vinna mál- stað sínum fytgis heldur vilja beita ríkisvaldinu. Davfð Þór Jónsson Hefurhorn ísíðu fyrirbærisins sem hann telur vaða yfir hinn heilaga rétt einstaklinga til að taka heimskulegar ákvarðanir f því er varði einungis þá sjálfa. Topp 3 forræðishyggjulisti Heimis Más I.Sala áfengra dryfckja Forræðishyggjan er til dæmis mjög stæk þegar kemur að sölu áfengra drykkja. Þar eru settar upp margs konar hindranir til að hefta aðgang fólks, til dæmis með því að selja áfenga drykki eingöngu í fáum ríkisreknum verslun- um. Önnur hindrun er að hafa verðið á áfengi svo hátt að fólk veigri sér við að kaupa það. Forræðishyggjan er líka nokkuð r£k þegar kemur að leyfum fyrir opnunartíma . skemmtistaða. 2. Lesbíur og sæfiisgjafar Það er líka forræðishyggja á háu stigi, eiginlega bann- hyggja, sem ræður því að lesbískum konum er bannað að fá sæði ffá þekktum einstakling- um jafnt sem óþekkt- um sæðisgjöfum í sæðisbönkum til að eignast börn. Sama bannhyggjan ræður ferðinni þegar homm- um og lesbíum er bannað að ætdeiða sér óskyld börn og þegar þeim er bannað að gifta sig innan saftiaða. 3. Reyldngabann Þá ræður forræð ishyggjan för hjá þeim öfgafyllstu sem vilja beita nánast öllum leiðum til að banna fólki að neyta tó- baks. Lengst gengur hún þegar vilji er til að banna veitingahúsa- eigendum að veita reykinga- fólki þjónustu og jafnvel banna reyking ar á tilteknum heimilum, til dæmis á heimilum barnafólks Topp 3 forræðishyggjulisti Sigríðar 1. Reykingabann af ýmsum toga Aðgerðir rfldsvaldsins í málefnum reykingafólks em að mestu hrein forræðishyggja. Nýlega var það lögfest að menn mega ekki reykja í húsum sínum, sínum eigin íbúðarhúsum! Ef allir eigendur íbúða í fjölbýlishúsi sammælast um það að hittast á stiganginum fyrsta mánudag í mánuði, eftir kvöld- mat, til að reykja þá er það skýlaust lögbrot sem hægt er að sekta fyrir. Nú reyki ég ekki en mér finnst rétt að nefna þessa forræðishyggju því hún sýnir hversu langt þessir fáu ffeku geta seilst inn £ lff annarra. 2. Merking matvæla Reyndar hafa þeir náð inn á mitt heimili með þeirri forræðishyggju sem lýtur að merkingu matvæla. Hér á landi er mönnum ekki treyst til þess að lesa innihalds- lýsingar á matvöm sem kemur frá Bandarfkjun- um og þvf er þess krafist að allar vömr þaðan séu merktar upp á nýtt með inni- haldslýsingu í anda Evrópusam- bandsins. Þetta hefur valdið því að bandarískt vömúrval er hér minna en ella. Þetta er algjör- lega óþolandi forræðishyggja sem á rætur sínar að rekja til evrópskrar skriffinsku. Sérstaklega er þetta nú bagalegt þar sem hinar bandarísku innihaldslýsingar em svo miklu mun betri en hinar evrópsku, að mínu mati. 3. Blfieiftakaup Ég get svo nefht þá forræðishyggju sem felst í neyslustýringu stjóm valda á bifreiðakaupum landans. Stjórnmálamennirnir vilja að menn, allir nema þeir sjálfir auðvitað, aki um á litíum bíl- um. Og af því að almenningur er ekki sammála þessu sjónar- miði, af ýmsum ástæðum, þá eru stórir bílar skattlagðir sér- staklega svo þorri almennings eigi óhægt um vik að kaupa stóra bfla. Topp 3 forræðishyggjulisti Davíðs 1. Mannanafnalögin Við megum geta börnin okkar og ala upp en er ekki treyst til að velja á þau nöfn. 2. Fyrirhugafi reyUngabann á knæpum Hið opinbera hefur rétt til að ákveða hvort reykt sé í bygg- ingum þess eða ekki. Hvað annað húsnæði varðar hlýtur það að vera ákvörðun þess sem á það hvort hann leyfir fólki að reykja þar eða ekki. ■ Auðvitað á þjóðin ekki að ákveða hvar er reykt heldur þeir sem sækja staðina. Ef 99% gesta einhvers staðar vilja reykja verður eina prósentið að sætta sig við það, þessi 70 - 80% úti í bæ sem eru á móti reykingum eru málinu gjör- samlega óviðkomandi þangað til þau mæta á staðinn og hætta að vera úti í bæ. Hið opinbera hefur jafnmikinn rétt til að banna eiganda kaffihúss að leyfa gestum sínum að reykja og að banna mér að leyfa mínum gestum að reykja heima hjá mér. 3. Bann vlfi áfcngisauglýsingum Vegna þess að: a) Rannsóknir hafa leitt í ljós að áfengisauglýsingar hafa fyrst og fremst þau áhrif að færa neysluna á milli tegunda. b) Áfengisauglýsingar eru fluttar inn til landsins í stórum stíl í erlendum tíma- ritum og skekkir það mjög samkeppnisstöðu íslenskra fjölmiðla að vera meinaður að- gangur að þeirri tekjulind. í raun ætti að kæra þetta bann til Samkeppnisstofnunar. c) Innflytjendur á áfengi eru skuldbundnir til að eyða ákveðnum upphæðum í auglýsingar og kynningar á áfengi. Þar sem ekki má auglýsa áfengi hér á landi fer 100% af þessari upphæð í kynningar sem í því eru fólgn- ar að gefa fólki áfengið, yfirleitt ungu fólki. Forvarnará- hrif bannsins eru sem sagt þveröfug, það stuðlar að auk- inni drykkju, ekki minni. Þessu fé væri mun betur varið í að styrkja fjárhagsgrundvöll íslenska prentmiðla í formi greiðslna fýrir auglýsingar heldur en í að gefa ungmennum brennivín eins og nú er raunin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.