Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblað DV Söguspekingasíift hefur sent frá sér sitt sjöunda rit: Handarlínulist og Höfuðbeina- fræði. 18. aldar handrit Jakobs Sigurðssonar. en það bjó Örn Hrafnkelsson sagnfræðingur til prentunar og ritar einnig inngang. íyppi alda 09 sn örn Hrafnkelsson er alla jafna forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns íslands - Háskóla- bókasafns en er líka einn af forkólf- um Söguspekingastiftis í Hafnar- firði. „Fyrsta ritið kom út 1998 og í raun í gríni og fíflaskap," viðurkenn- ir örn. „Það var öndvegisritið Einfalt matreiöslukver fyrir heldri manna húsfreyjur eftir Mörtu Maríu Steph- ensen sem við Þorfinnur Skúlason bjuggum saman til prentunar. Síðan höfum við gefið út eitt rit á ári, einnig í samvinnu við Helgu Kress og Einar G. Pétursson, texta sem ekki hafa verið fólki aðgengilegir og helst sem skrítnastir og skondnastir úr fortíðinni en gætu höfðað til allra. En í leiðinni reynum við að uppfylla þær fræðilegu kröfur sem gerðar eru til slíkrar útgáfu." Alþýðufræði um manninn Að sögn Arnar inniheldur ritið Handarlínulist og Höfuðbeinafræði alþýðufræði um manninn. „Og þetta hafa greinilega verið ákaflega vinsæl rit því mjög mörg handrit eru varð- veitt með þessum textum, fjöldi handrita og afskrifta segir til um vin- sældirnar. Hér er verið að reyna að skilja samhengi hlutanna og stöðu mannsins á jörðunni, hverjir eru helstu áhrifavaldarnir á tilvist mannsins og hvernig menn geta stýrt lífi sínu með tilliti til þessara örlagavalda; stjörnurnar sem hafa áhrif á fjóra vessa líkamans. Við get- um sagt að þetta sé sjálfshjálparrit frá miðri 18. öld en textarnir eru eldri.“ Handrit Jakobs Jakob Sigurðsson, prestsonur, bóndi, faðir og skáld var rúmlega þrítugur þegar hann byrjaði að skrifa upp og afrita handrit sem hann hafði komist yfir. „Aðeins einn höfundanna er nafngreindur, pró- fessor í læknisfræði í Þýskalandi, Rudolf Goclenius að nafni en rit hans um höfuðbeinafræði og hand- arlínulist kom út þar árið 1621. Sr. Sigurður Jónsson í Vatnsfirði þýddi það rúmum 30 árum síðar. Elsta handritið sem inniheldur hans þýð- ingu er frá 1681 en texta Gocleniusar er að finna í handritum fram á fyrstu ár 20. aldar. Hér voru prentuð guðs- orð og lög en þessir textar þeir gengu í uppskriftum og fóru aldrei í prentun, ólíkt sams konar ritum á meginlandinu sem gefin voru út í sjoppuútgáfum. Við vitum að sjálf- sögðu ekld hvort Jakob Sigurðsson lagði trúnað á þessa texta en hann hafði fyrir því að skrifa þá upp. Fjórt- án handrit á Landsbókasafni eru kennd við hann og átta þeirra eru sannarlega með hans hönd, hann hefur verið atvinnuskrifari. I sumum handritum er bara texti en sum skreytir hann af mikilli kúnst og þetta er meðal þeirra. Ég leyfi mér að gera hann að nokktns konar höfundi því hann á svo mikið í handritinu, þetta er hans aðgerð þótt textarnir séu ekki hans.“ Listin og fræðin Orðið handarh'nulist kemur nú- tímamanninnum eldd á óvart, enn eru menn að láta lesa í lófa sér en höfuðbeinafræðinni hefur greinilega farið aftur. „Andhtið og beinabygging þess segja til um skap og eðli manns- ins,“ útskýrir Örn. „Þetta eru eldforn fræði, álíka textar eru til dæmis eign- aðir sjálfum Aristótelesi en sumir segja það rangt. Þetta var ákaflega vinsælt efni og mikið gefið út af því en menn hafa nokkuð litið fram hjá þessum textum þar sem þeir eru ekki liluti af hámenningunni. En þetta heyrir hins vegar undir alþýðumenn- inguna og sýnir ákveðið menningar- ástand, þeir sem rannsaka menning- arsögu og hugarfarsögu leita í æ rik- ari mæh í þessa texta því þar sjá þeir viðhorf manna til hfsins og tilverunn- ar. Þannig má sjá ýmislegt um heims- mynd og hugarfar Jakobs Sigurðs- sonar, fátæks kotbónda á 18. öld, í myndskreyttu handriti hans. Og nú þegar ég er búinn að búa textann til prentunar er ég ákveðinn í að setjast við og njóta hans.“ rgj@dv.is Ur Hofudbemafræoinni . . .. „2. „Úlfurinn er eitt gripgjarnt og ránsamt dýr, reitt, undirförult, hart, grimmt og ójafnaðarsamt. Þeir sem ' þvi eru líkir eru langnefjaðir, niður sambrýndir, MfíÍ % litileygðir með innorpnum augum, með stutt höfuð, yfttJ hnöttóttog ófagran líkama, síða lokka og mjó lær.Þeir í LLIX'' ^ menn eru klókir, óhræddir, blóðþyrstir, snöggir, upp á ....fíf lagið næsta rangsnúnir svo það boðið er vilja þeir ekki en grípa það ekki er gefið." Úr Handarlínulistinni Um vísifingursbergið „Sé það berg slétt og með nokkrum línum, það er gott nema það séu hlykkjóttar línur þvíþær merkja olukku. Sé kross i upptökum þess bergs, það merkir hórdóm. En sé svo sem smástjörnur, óhófssaman og þá sem þiggja fyrir tillögur kvenna metorð og velgjörðir. Sé krossinn á sjálfu vísifingursbergi merkir aukning auðæfanna." Metaskálamerkið „...Sveinn fæddur millum þess 14.septembris og 14. octobris hefur Vigtarinnar náttúru. Er heitur og votur, ' mannlegur, með lítið skegg, dægilegt andlit, bleikt og í > S* -- t formengað með rautt, löng bein, gengur með niðurlútu H 'Sj• höfði, stundar það vel sem honum tilheyrir... Ein p . „ ; stúlka fædd á þessum dögum hefur sömu náttúru. Hún i MnfiV'iMii’iTmi er dægileg og hvít, með dægilegan munn, henni liður vel af likamlegri vellyst ímatog drykk..." Um það hvörnig menn skulu halda sig þá 12 mánuði ársins December „Meistari Plató segir að í þessu mánuði megi menn eta og drekka alla hluti en ekki drekka kalt. Hald þitt höfuð og brjóst heitt. Allur kaldur matur er óheilnæmur en heitur heilnæmur fyrir lifur og höfuð. Æðablóð er ekki gott að taka. Þú skalt oftþvo þinn munn og hreinum halda. Það er gott að vakta þín hné. Varast sjóferðir..." til íbúðakaupa - einfaldari leið að ibúðakaupum . V # Greiðslumat á netinu $ Lánsumsókn á netinu ð Fagleg ráðgjöf á netinu Ibúðalán.is www.ibudalan.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.