Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 18.12.2004, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 2004 Helgarblaö DV Börnin biðja Guð að fá að fara aftur heim til mömmu ng pabba Hún gekk undir nafninu kattakonan á síðum DV i sumar. Siðan hefur líf henn- ar verið einn harmleikur. Börnin þrjú voru tekin af henni. Hún hefur barist fyrir að fá þau og börnin eiga enga ósk heitari en að vera hjá mömmu og pabba. Dóttir hennar skrifaði Hæstarétti, biður til Guðs á hverju kvöldi og ætlar að leita ásjár umboðsmanns barna í von um að fá að vera hjá mömmu. Guðrún Stefánsdóttir segir hér alla sögu sína. Guðrún Stefánsdóttir er að hengja upp jólaskraut og undirbúa komu barna sinna fyrir jólin. Þrettán ára dóttir hennar, Elva, er í herberginu sínu að raða í hillur og Gunnar, faðir barnanna, er að stússast á svölunum við að hengja upp jólaseríu. Þau eru nýkomin heim eftir ferð með fulltrúa barnaverndamefhdar í Borgarfjörð þar sem þau skoðuðu heimili sem nefndin leggur til að dóttir þeirra búi á í vetur. Það var eng- in skemmtiferð. Fjölskyldan sem sem þarna undirbýr jól á ekki val. Þrátt fyrir að stúlkan leggi sig alla fram við að gera herbergið sitt vistíegt og huggulegt á það ekki fyrir henni að liggja að sofna á koddanum sínum þar í kvöld. Hún á að vera komin aft- ur fyrir tíu á vistheimilið þar sem hún býr núna. Þar telur nefndin, sem ætí- að er að gæta hagsmuna barna, að hún sé betur komin en á heimili sínu hjá foreldrunum. „Ég ætía ekki í sveit- ina eftir áramót, vil það ekki. Mig langar bara að vera hér hjá mömmu," segir hún með áherslu og heldur áfr am að gera fínt í herberginu heima hjá mömmu og pabba. Drengirnir heima yfir biájólin Ekki er eins dökkt f kringum Guð- rúnu og hefur verið mánuðina ffá því martröð hennar hófst. Hún hefur komið sér fyrir í fallegri íbúð utan höfuðborgarsvæðisins þar sem henni líður eins vel og hægt er að ætía; án barnanna. Drengirnir, níu og ellefu ára, eru í vistun vestur á Barðaströnd og fá að koma heim á Þorláksmessu. Herberg- in þeirra eru tilbúin og þar er Guðrún búin að skreyta og koma öllu fyrir. Hún hefur ekki séð þá í tæpa tvo mánuði en fær að hringja annan hvern dag á ákveðnum tíma og tala við þá stundarkorn í einu. Þeir mega ekki hafa frumkvæði að því að hafa samband. „Við reynum að stappa í þá stálinu þegar við tölum við þá. Ég vil ekki gera þeim það að láta þá heyra hvern- ig mér líður en það veit sá sem allt veit að það er stutt í grátinn," segir hún og bætir við að þeir spyrji í hvert sinn hvers vegna þeir megi ekki koma heim. „Mamma, hvers vegna þurfum við að vera svona langt í burtu frá þér og pabba?" spyija þeir og skilja ekki hvers vegna mamma þeirra fær engu ráðið. Guðrún segir það hafa verið hræðilegt þegar þeir voru slitnir úr fangi hennar með valdi í sumar og færðir á vistheimili barna. Dóttirin fékk taugaáfall og það þurfti að kalla til lækni sem sprautaði hana til að hún róaðist. Hún rifjar upp daginn sem hún var á leið til læknis í Reykja- vík og horfði klukkustund síðar á eftir börnunum sínum þremur þegar þau voru borin í burtu með valdi. Líður best hjá mömmu „Ég var með öll bömin og hundana okkar í bílnum. Til stóð, eft- ir að ég hefði hitt lækninn, að við fær- um út að borða saman. Ég var í Mos- fellsbænum þegar lögreglan stöðvaði bílinn og bað mig að koma á stöðina í skýrslugjöf vegna kattanna. Á meðan lögreglumennimir voru að tala við mig á stöðinni birtust tveir starfs- menn bamavemdamefndar og til- kynntu að börnin yrðu flutt á vist- heimili á vegum nefndarinnar. Ég vissi ekki hvað var að gerast," segir Guðrún og hristir höfuðið. Hún strýk- ur hendi yfir stutt hárið og þagnar. Dóttir hennar grípur inn í og segist alls ekki hafa viljað fara með þeim. „Það var alveg sama hvað ég sagði, þau sögðu að ég yrði að koma með þeim. Þau skrökvuðu lflca vegna þess að þau sögðu að við yrðum bara í nokkra daga," segir hún og rifjar upp hvernig henni leið á þessari smndu og næstu daga á eftir. „Ég man ekki mikið en ég vildi bara fara aftur til mömmu. Ég sagði öllum sem töluðu við mig að ég vildi ekkert annað, hjá henni liði mér best." Guðrún tekur utan um dóttur sína og segir þær vera ofsalega samrýmdar og dóttirin þrýstir sér fastar að henni og hallar höfðinu að öxl móður sinn- ar. „Ég skrifaði Guði í dag- bókinni minni og bað hann á hverju kvöldi, að fá að fara heim til mömmu. Mérleið öm- urlega illa, nema bara þegar ég fór út og gat hitt mömmu. Þá fórum við stundum saman og fengum okkur að borða og töluðum saman." ugu köttum. Guðrún játar að alla jaftia geri fólk það ekki en bendir á að í húsinu hafi verið slflcur músagangur að ekki hafi verið um annað að ræða en hafa fleiri ketti til að halda þeim í skefjum. Víst megi segja að hún hefði getað haldið köttunum í skefjum en hún sé mikill dýravinur og eigi erfitt með að lóga kettíingum. Þeir hafi því stálpast og á Stekki hafi verið paradís fyrir ketti. Saga Kattakon- unnar í DV I byrjun júli tilkynnir huseigandinn að Stekk i á Kjalarnesi að leigjendur hans, Guðrún og fjölskylda hennar, hafi ekki sést en yfir tuttugu kettir séu einir og vanræktir á Stekk á Kjal- arnesi. Kettirnir fjarlægðir og komið fyrir i Kattliolti. Guðrún kemur heim skömmu síðar og sækir kettina i Kattholt og fer með þá til baka Húsið rústað til að koma þeim út Hafi blaðaumfjöllun um kattakonuna og heimilis- missi fjölskyldunnar verið þeim erfið var martröðin rétt að byrja þegar atburðarásin á lögreglustöðinni í Mosfells- bæ hófst. Það fyrsta sem Guðrún gerði var að hafa samband við Þuríði Hall- dórsdóttur lögmann sem oft hafði reynst henni vel. Hún mótmælti þessari aðför og óskaði skýringa. Guðrún segir Bamavemd- arnefnd hafa borið við að bömin væm tekin á gmndvelli þess hvemig heimilið leit út þegar hún kom heim af hestamannamóti. „Það var ekki af mínum völdum og ef myndirnar sem lögreglan tók em skoðaðar má sjá að einhver hafði far- ið inn í húsið og rústað allt. Það kem- ur aðeins einn maður til greina. Heið- ar, annar eigandi hússins, vildi okkur burtu því hann ætíaði að selja það en sætti sig ekki við sex mánaða upp- sagnarfrest. Hann lét allan kattamat- inn hverfa sem við skildum eftir fyrir kettina og seinna fundum við hann í ruslinu. Allt var þetta sett á svið til að koma okkur út og það tókst," útskýrir hún og dóttir hennar bætir við að þau hafi lagst á eitt að laga allt til í húsinu áður en þau fóm. Segja má að það beri ekki vott um mikla ábyrgð að safna að sér yfir tutt- MiwMtttai 4J pv - ftMTátiUUItW OC tlMAtS TMMMiU ■■ Í6 HJl IDfk ttoSí* IKPiiúM um M - m nAfiMiauét»rta»tíKUB~. ■ m Tveimur vikum siðar er húseigandi aftur á ferðinni að Stekk og tilkynnir lögreglu að i bilræksni við Stekk sé læða með kettlinga. Tveir eru dauðir og virðast hafa verið rifnir á hol. Lögregla kemur á staðinn og tekurþá ketti sem hún finnur og fer með i Kattholt. Þeg- ar Guðrún kemur heim af hestamannamóti hefur allt verið lagt í rúst innandyra. Fortið Guðrúnar rakin og meðal ann- ars greint frá að á henni hvili dómur um slæma meðferð á hrossum. Kattakonan er á húsbil sem Einar Thoroddsen læknir er skráður eig- andi að. Læknirinn segist hafa að- stoðað hana við að kaupa bilinn. Einar tekur við bilnum af Guðrúnu og skilar honum til baka i umboðið. Hundar Guðrúnar teknir af henni og þeim komið fyrir að Leirum. Sambýlismaðurinn Guðrúnar af- neitar henni til að freista þess að fá hundana til baka. Viðtal við Guðrúnu þar sem hún segirfrá sinni hlið mála. Notaði hvert tækifæri til að sjá börnin Eftir að börnin vom tekin og flutt nauðug á brott átti Guðrún erfitt líf. Hún var kattakonan víðfræga og átti ekki gott með að fá húsnæði. Hún segist því hafa sofið á gistiheimilum til að byrja með og síðan aftur í bfln- um þegar hún átti ekki lengur fyrir gistingu. „Á daginn fór ég að vistheimili barna minna og gerði allt sem ég gat til að ná tengslum við þau. Það gat enginn bannað mér að sitja í bflnum fyir utan." Dóttirin bætir við að hún hafi fylgst með og hitt mömmu sína í hvert sinn sem hún fór út. „Ef mamma var ekki fyrir utan, hringdi ég í hana og við hittumst. Ég reyndi að vera nálægt henni þegar ég gat. Fólk- ið á vistheimilinu reyndi að passa að ég hitti hana ekki, en ég hitti hana samt," segir hún og mamma hennar tekur undir. Fyrir það hafi hún lifað þessar vikur. Þuríður lögmaður vann í málinu af krafti og kærði úrskurð bama- vemdarneftidar sem var minnst sex mánaða aðskilnaður frá börnunum. „Ég hafði miklar áhyggjur af drengj- unum sem ekki gátu skilið hvers vegna þeir máttu ekki vera hjá mömmu og pabba. Þeir spurðu starfsfólkið á vistheimilinu og var sagt að við gætum ekki hugsað um þá. Þeim var líka sagt að pabbi þeirra reykti svo mikið hass að hann gæti ekki verið með þá. Og þeir fengu að heyra að ég tæki pillur. Það var ótrú- legt hvemig starfsfólkið talaði við börnin sem ekkert skildu," bendir Guðrún á og tekur fram að framkoma starfsfólks bamavemdamefndar við hana og Gunnar föður þeirra hafi ver- ið í svipuðum dúr. Þeim hafi ekki verið sagt neitt og unnið hafi veri á bak við þau. Þannig hafi það verið þegar drengirnir vom sendir burtu. „Okkur var sagt það tveimur dögum áður en þeir fóm. Við vissum ekkert, okkur var aðeins sagt að við gætum hitt fólkið sem ætíaði að hafa drengina," rifjar Guðrún upp og segist ekki geta lýst tilfinningum sínum. „Hvernig átti ég að útskýra fyrir þeim að þeir væm að fara langt í burtu og myndu ekki hitta neitt okkar hinna. Þeir grétu og ég reyndi að vera sterk til að peppa þá upp.“ Sá eldri fær ekki í skóinn hjá fósturforeldrunum Guðrún segir að í hvert sinn sem hún tali við drengina spyrji þeir hana hvenær þeir fái að koma heim. Hún á engin svör fýrir þá. Hún telur að þeim líði ekki illa hjá fósturforeldrunum en er ósátt við að drengirnir séu neyddir til að kalla þau pabba og mömmu. Hún er heldur ekki sátt við að eldri drengurinn skuli ekki fá í skóinn. „Hann veit vel hver setur í skóinn en hjá mér fá þau eitthvað eins lengi og þau vilja. Aldurinn skiptir ekki máli," bendir Guðrún á og mundar kveikjar- ann. Hún á afar erfitt með að sætta sig við að vera án barnanna núna fyrir jólin. Hún er búin að kaupa gjafirnar og gera allt klárt fyrir þá tvo daga sem litíu strákarnir fá að vera heima. „Við fáum þá seint á Þorláksmessu og verðum að senda þá aftur annan í jólum. Því ætti að vera hættulegt að þeir væm heima allt jólafríið? Ég hef unnið með bamaverndarnefnd og gert allt sem lagt hefur verið fyrir mig. Börnunum líður vel hjá mér en samt eru þau send langt í burtu, fjarri okkur öllum. Þeir eiga þann draum einan að vera heima hjá okk- ur." Líf Elvu þessa mánuði hefur verið erfitt. Fyrst var hún á vistheimili við Laugarásveg þar sem hún var afar ósátt og leið illa. Hún segist hafa grát- ið sig í svefn á hverju kvöldi. „Ég skrif- aði Guði í dagbókirmi minni og bað hann á hverju kvöldi að fá að fara heim til mömmu. Mér leið ömurlega illa, nema bara þegar ég fór út og gat hitt mömmu. Þá fórum við stundum saman og fengum okkur að borða og töluðum saman," segir hún og heldur áfram að rifja upp fyrsm vikurnar án foreldranna. Vil bara vera heima hjá mömmu Greinilegt er að hún er mjög hænd að móður sinni og þær taka gjaman utan um hvora aðra og á milli þeirra er vinskapur. Þær tala við hvor aðra á svipuðum nótum og og bilið á milli dóttur og móður er ekki stórt. Hún segist samt finna til kvíða þegar hún hugsi um Borgarfjörðinn og er ákveð- in í að fara ekki þangað. „Þau hjá barnverndamefnd geta ekki látið mig fara ef ég vil það ekki, er það? Ég ætla ekki, ég skal fá að vera héma heima á heimilinu mínu. Ég vil ekki fara," seg- ir hún ákveðin og horfir einbeitt á móður sína. Guðrún segist ekki skilja þá ráð- stöfun að vera að þvæla baminu stað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.