Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 13

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 13
11 mynd er hlíðin, er við gengum með, og ég held að það sé leit Einars, þrá hans og draumur, sem við sjáum þar bæði á flugi og stökki. Annars er það skemmst af að segja, að það var eins og hver myndin hans Einars af annari kæmi á móti mér undir eins og Galtafellið nálgaðist. Myndina af tröllinu í Dögun getur skyggn maður séð í fellinu, þursabergiö og stuðlarnir, sem koma aftur og aftur í myndum hans, einkenna Galta- fellið fremur öllu öðru — og eins og í myndunum hans: þursabergið liggur yfir stuðlunum. Svo tákn- ræn sem málverkin hans eru, má þó segja, að flest þeirra séu frá Galtafelli a. m. k. öðrum þræði. i Braut- ryðjandanum sér upp til Galtans, á Dauðastundinni sér niður frá bænum og fjallinu, Fimbulvetur sýnir hamarinn upp frá beitarhúsunum og Leit hlíðina frá beitarhúsunum heim. Vordraumur og Lofgjörðin fyrsta eru draumar um fellið, draumar sem breyta virkileikanum hæfilega mikið til þess að vera draum- ar. Og í höggmyndunum gægist þetta sama svo víöa fram, jafnvel á ólíklegustu stöðum eins og í Fæðing Psykes. Skemmtilegast er það á myndinni Jólaengill- inn, þar sem Galtafellið er eins og felumynd. Aftur er fellið skýrara en talsvert ummyndað í myndinni af Einbúanum i Atlantshafi. Mér fannst ég skilja það svo vel, þegar ég gekk með Einari inn með hlíðinni á Galtafellinu, hvernig mikl- ir menn vaxa upp. Næmleiki þeirra fær sína fyrstu næringu í aðbúðinni og í náttúrunni, þar sem þeir lifa og leika sér börn, og skilningurinn og hugarflug- ið hefst með fyrstu æfintýrunum, sem hlýtt er á viö móður- eða föðurkné. Þessi fyrsta uppspretta má aldrei stíflast. Hver mikill listamaður og hver sannur maður verður að vera upphafi sínu trúr, því að vera frumlegur er hið sama og vera upprunalegur. Frum-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.