Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 23

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 23
21 danska sveitamenn hefur það haft yfirgripsmiklar af- leiðingar, að Kold jafnan, þrátt fyrir ræðu sína um göfgi andans, brýndi fyrir æskumönnunum að halda sig öðrum þræði við jörðina. Hann kenndi þeim að andinn gæti hafizt hátt, þótt menn gegndu fjósverk- um. Hann kenndi þeim að fyrirlíta glys og prjál, en reyna að fegra sálina. Þjóðin hefur sparað sér útgjöld svo milljónum skiftir fyrir gagnslausan íburð, með því að aðhyllast kenningar hans. Hann hefur líka kennt æskunni að leggja meiri »sál« í daglegu störfin. Þótt hann aldrei kenndi búfræði, hafa þó orð hans átt sinn þátt í því, að efla landbúnaðinn, og auka framfarirn- ar á því sviði. Því það eru fyrst og fremst andlega vakandi menn; en ekki nýtízku vélar, sem hafa gjört danska smjörið heimsfrægt«. Ég hef tekið hér upp lýsinguna á starfi og stefnu Kolds, vegna þess, að hún sýnir greinilega stefnu lýð- háskólanna í heild, eins og hún var, þegar ég þekkti þá bezt, á fyrsta tug þessarar aldar. Af því, sem sagt er hér að framan, má sjá, að allmikill munur var á skóla Kolds og skólanum í Rödding. En þetta tvennt reyndi Schröder að sameina, þegar hann hóf starf sitt í Askov. Og honum tókst sú tilraun. Kold hélt skóla sínum áfram til dauðadags (1870), þó ekki alltaf á sama stað. Síðari árin hafði hann um 100 nemendur, pilta á vetrum, stúlkur á sumrum. Hann fékk allríflegan styrk af ríkisfé til starfsemi sinnar, án þess að hann leyfði stjórnarvöldunum að hafa nokkurn íhlutunarrétt um starfið sjálft. Sömu hlunninda hafa allir lýðháskólar síðan notið. Þannig tryggði hann þeim algjört frelsi, þrátt fyrir veruleg- an stuðning af ríkisins hálfu. Verkefni lýðháskólanna taldi Kold vera: að kenna mönnum að elska guð, náungann og ættjörðina.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.