Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 46

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 46
44 hienn einir, en á meðan svo er ekki, verður að taka tillit til hinna, og því miklu meira, sem þeir eru miklu fleiri. Ennþá er leikfimi nær eingöngu iðkuð í kaup- stöðum, og þar sem úrval er nóg, og enn er hún þar fárra eign. Þaðan hafa svo flokkar farið út um sveit- irnar og sýnt, hvað þeir kunnu. Þeir hafa sýnt furðu- legar listir og hlotið aðdáun og lófaklapp, en þær list- ir hafa verið árangur margra ára æfingar, meiri æf- ingar en flestir geta veitt sér og meiri æfingav en æskilegt er að veita sér. Unglingarnir í sveitunum hafa litið leikfimina eins og gest, sem kemur til þeirra í sparifötunum, fínni fötum en þeir hafa áður haft hugmynd um að væru til, og fínni fötum en þeir geta gert sér drauma um að eignast. Það er hlutverk leikfimiskennarans að sníða æfing- arnar þannig, að allir geti að einhverju notið sín, og ef til sýningar er efnt, þá á stirðbusinn líka að veia með. Okkur hættir til að sýna aöeins það bezta, köst- um þá hinu til hliðar og þorum ekki að koma fram með allt. Þetta er undirrót alls ills. Við erum aðrir menn í hátíðafötunum stroknum og gljáandi en í slitnu lörfunum hversdagslífsins. Þótt við séum skrautbúnir í dag, þá berum við ekki alltaf brúð- kaupsklæði. f leikfimi eigum við að koma fram eins og við erum klæddir, þá fyrst geta allir orðið með, og þá fyrst er æskilegt að allir verði með. Æsku þessa lands skortir verkefni, göfug verkefni og henni samboðin. Hún er of fullorðin, til að geta unað við barnaleiki eina saman en ekki nógu fullorðin til að láta sér nægja störf þroskaðra manna. Hún er að vaxa upp úr barnafötunum, en veit ekki enn, hvern- ig stakk hún á að sníða sér. Hún veit ekki enn, hvað í vændum er. íþróttirnar eru hvort tveggja í senn leikur og starf, til þeirra á hún að sækja eld og þrótt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.