Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 58

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1933, Page 58
56 Þessi nýja list hefur jafnvel náð inn í grafirnar í E1 Amarna. Allar myndirnar þar eiga að vera til lof- gerðar hinum nýja sið og konunginum og fjölslcyldu hans. í eldri list var konungurinn oftast sýndur eins og hálfguð, yfir sigruðum övinum, eða sitjandi hátíð- lega í hásæti sínu. Sú list er borin uppi af sinni föstu ró og einfaldleikanum í því hátíðlega. En E1 Amarna listin stendur okkur nútímamönnum miklu nær. Þar sjáum við konunginn sjálfan fyrst og fremst sem mann. Þegar hann stendur í vagninum sínum, sem eldfjörugir folar eru spenntir fyrir, er drottningin og lítil dóttir þeirra með. Dótturinni litlu hefur verið trú- að fyrir örvamæli föður síns, en drottningin gefur honum koss í algleymisfögnuði. — Alltaf er Eehnaton með drottninguna og dæturnar þeirra umhverfis sig. Það er ef til vill í því eitthvað af yfirlæti yfir hamingju heimilislífsins, en ef til vill er hann líka með því að gefa ofurlítinn geisla af eigin hamingju. Á einni myndinni sitja þau, hann og drottningin, og leika við tvær litlar dætur sínar. Konungur lyftir annari upp að vörum sínum, en drottningin situr með hina í kjöltunni. Og í einni gröfinni er mynd af kóngi og drottningu, þar sem þau sitja til borðs, og drekka úr gullbikurum, en dætur þeirra gæða sér á ávöxtum úr skál á borði, sem er skrýtt blómum. Og svona mætti lengi telja. Flestar myndirnar eiga aö sýna innilega, sanna gleði, og ást á heimili. Og lotning fyrir þeim guði, er sólina hefur skapað, á að vera í baksýninni eins og dýrðlegar hillingar. En þessar myndir hafa líka raunsæan blæ. Mynd- irnar af konunginum virðast ekkert vera fegraðar, heldur eiga þær fyrst og fremst að vera honum líkar. Þó virðist stundum, að fært sé í öfgar, það sem ein- kennilegast hefur þótt við hann, löng hakan og hvað
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.