Freyr

Volume

Freyr - 01.12.1948, Page 7

Freyr - 01.12.1948, Page 7
 Þá eru jól hjá oss, hér á norðurhveli jarðar, þegar dagarnir eru stuttir, sólin kemst aðeins stund úr deginum litið eitt yfir sjóndeildarhringinn og l dölum milli hárra fjalla sést engin sól. Hjá börnunum eru jólin, og allt sem við þau er tengt, bjartasta stund ársins, enda þótt þá skíni eigi sól. Þá eru jólaljósin tendruð, mitt í myrkri skammdegisins og í barnsaugunum speglast jólaljósin. Birta þeirra mark- ar án efa djúp spor l hugum barnanna og hjörtum, og svo andlega fátæk mun vart nokkur kona eða karl á landi voru, að eigi séu jól bernskunnar eins og lýsandi viti á landi minninganna. Þessi stund ársins, þegar sólin felur sig að fjalla- og skýjabaki, er björt, af þvl að þá eru jólaljósin tendruð og þau Ijóma jafn skœrt l hreysum og höllum. Jól í heiðnum sið voru hátíð Ijóssins, þegar sólin sneri frá suðrinu á ný, þegar von var hennar, með sumri og gnœgðum að liðnu skammdegi. Jól eru á meðal kristinna manna ekki aðeins hátíð sólarinnar, heldur og hinnar friðsœlu birtu, sem kristin trú hefir brugðið upp, sífellt Ijómar í vitund þeirra, og er þeim leiðarvísír á llfsins braut eins og vitinn er skipinu, sem ferðast með ströndum fram. Frá bernskuárum til ellidaga eru jólin flestum sú hátíð, sem öllum er æðri og varpar birtu á lönd minninga jafnt og líðandi stundar eða kom- andi tíma. Vér óskum að þessi jól, eins og önnur, verði ykkur öllum

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.